Útilokar að sádísk lið spili í Meistaradeildinni Valur Páll Eiríksson skrifar 8. september 2023 13:30 Aleksander Ceferin er forseti evrópska knattspyrnusambandsins. Vísir/Getty Aleksander Ceferin, forseti Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, útilokar að lið frá Sádi-Arabíu taki þátt í keppnum á vegum sambandsins. Í síðasta mánuði var greint frá áhuga sádískra yfirvalda að koma liðum frá ríkinu að. Gríðarlega miklu hefur verið til tjaldað af sádískum yfirvöldum í gegnum opinberan fjárfestingarsjóð ríkisins, PIF, til að styrkja knattspyrnu í landinu síðustu mánuði. Hundruðum milljóna hefur verið eytt í að kaupa leikmenn til sádískra liða og þeim veitt laun á skala sem áður hefur ekki þekkst. Stjörnur á við Cristiano Ronaldo, Karim Benzema, Sadio Mané og N'Golo Kanté hafa verið lokkaðar til landsins og er þar aðeins snert á brotabroti þeirra leikmanna sem flust hafa frá Evrópu til olíuríkisins. Virðist sem markmiðið sé að sádíska deildin sé á meðal þeirra fremri í heimi og greint var frá því í síðasta mánuði að Sádar hefðu hug á því að félög úr deildinni geti tekið þátt í Meistaradeild Evrópu, fremstu álfukeppni heims. Sádar fái hvorki að taka þátt né halda úrslitaleiki Aleksander Ceferin, forseti UEFA, tekur slíkt hins vegar ekki í mál. „Aðeins evrópsk lið geta tekið þátt í Meistaradeildinni, Evrópudeildinni og Sambandsdeildinni.“ segir Ceferin, sem segir útilokar jafnframt að úrslitaleikur keppnanna verði haldinn í Sádi-Arabíu. Ofurbikar Spánar og Ofurbikar Ítalíu eru á meðal keppna sem hafa verið seldar til ríkisins og fara þar fram. „Aðeins evrópsk sambönd geta sótt um að halda úrslitaleik, ekki einu sinni félög geta það, heldur samböndin. Við myndum þurfa að breyta allri okkar löggjöf til að slíkt væri hægt og við viljum það ekki,“ segir Ceferin. Ceferin hefur þá líkt upprisu sádísku deildarinnar við þá í kínversku deildinni fyrir nokkrum árum síðan en sú tilraun Kínverja misheppnaðist og hefur hægt mjög á fjárflæði frá kínverskum stjórnvalda til liða í þeirri deild og þekktum leikmönnum farið fækkandi. Í Kína léku þó aldrei leikmenn á því kaliberi sem finnast nú í Sádi-Arabíu og fjárútlátin á síðustu vikum í Sádi-Arabíu líklega þegar farið fram úr því sem var á nokkurra ára tímabili eystra. Sádi-Arabía Sádiarabíski boltinn UEFA Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Evrópudeild UEFA Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Íslenski boltinn Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Enski boltinn Mikael Ellert og félagar í vondum málum Fótbolti Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Sjá meira
Gríðarlega miklu hefur verið til tjaldað af sádískum yfirvöldum í gegnum opinberan fjárfestingarsjóð ríkisins, PIF, til að styrkja knattspyrnu í landinu síðustu mánuði. Hundruðum milljóna hefur verið eytt í að kaupa leikmenn til sádískra liða og þeim veitt laun á skala sem áður hefur ekki þekkst. Stjörnur á við Cristiano Ronaldo, Karim Benzema, Sadio Mané og N'Golo Kanté hafa verið lokkaðar til landsins og er þar aðeins snert á brotabroti þeirra leikmanna sem flust hafa frá Evrópu til olíuríkisins. Virðist sem markmiðið sé að sádíska deildin sé á meðal þeirra fremri í heimi og greint var frá því í síðasta mánuði að Sádar hefðu hug á því að félög úr deildinni geti tekið þátt í Meistaradeild Evrópu, fremstu álfukeppni heims. Sádar fái hvorki að taka þátt né halda úrslitaleiki Aleksander Ceferin, forseti UEFA, tekur slíkt hins vegar ekki í mál. „Aðeins evrópsk lið geta tekið þátt í Meistaradeildinni, Evrópudeildinni og Sambandsdeildinni.“ segir Ceferin, sem segir útilokar jafnframt að úrslitaleikur keppnanna verði haldinn í Sádi-Arabíu. Ofurbikar Spánar og Ofurbikar Ítalíu eru á meðal keppna sem hafa verið seldar til ríkisins og fara þar fram. „Aðeins evrópsk sambönd geta sótt um að halda úrslitaleik, ekki einu sinni félög geta það, heldur samböndin. Við myndum þurfa að breyta allri okkar löggjöf til að slíkt væri hægt og við viljum það ekki,“ segir Ceferin. Ceferin hefur þá líkt upprisu sádísku deildarinnar við þá í kínversku deildinni fyrir nokkrum árum síðan en sú tilraun Kínverja misheppnaðist og hefur hægt mjög á fjárflæði frá kínverskum stjórnvalda til liða í þeirri deild og þekktum leikmönnum farið fækkandi. Í Kína léku þó aldrei leikmenn á því kaliberi sem finnast nú í Sádi-Arabíu og fjárútlátin á síðustu vikum í Sádi-Arabíu líklega þegar farið fram úr því sem var á nokkurra ára tímabili eystra.
Sádi-Arabía Sádiarabíski boltinn UEFA Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Evrópudeild UEFA Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Íslenski boltinn Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Enski boltinn Mikael Ellert og félagar í vondum málum Fótbolti Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn