Matvælastofnun staðfestir eldislax frá Arctic Sea Farm í fjölda áa Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 8. september 2023 17:46 Ljósmyndir úr dróna frá laxeldi í Patreksfirði. Vísir/Einar Matvælastofnun hefur staðfest að eldislax, strokulax frá Arctic Sea Farm á Patreksfirði, hafi fundist í fjölda áa, meðal annars í Víðidalsá, Vatnsdalsá og í Selá í Ísafjarðardjúpi. 34 laxar voru sendir til greiningar en sjö sem veiddust í Mjólká í Arnarfirði reyndust villtir. 26 eldislaxa var hægt að rekja til eldissvæðis Arctic Sea Farm við Kvígindisdal í Patreksfirði. Ekki tókst að rekja uppruna staks eldislax sem einnig veiddist í Mjólká en ljóst er að restin hafi komið úr sjókvíum Arctic Sea. Eldislaxinn veiddist í Patreksfirði, Örlygshöfn, Sunnudalsá, Mjólká, Laugardalsá, Ísafjarðará, Selá í Ísafjarðardjúpi, Miðfjarðará, Hópinu, Víðidalsá, Vatnsdalsá, Laxá í Dölum og Staðarhólsá/Hvolsá. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun. Greint var frá því hinn 20. ágúst síðastliðinn að tvö göt hafi fundist á sjókví Arctic Sea Farm en Matvælastofnun taldi að sennilega væri ekki um stór göt að ræða. Í kjölfarið fyrirskipaði stofnunin að slátra skyldi öllum löxum í kvínni, sem voru rúmlega 83 þúsund. Laxveiðimenn eru uggandi yfir stöðunni og greindi veiðimaðurinn Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson frá því fyrr í vikunni að ástandið væri miklu verra en hann og kollegar hans hefðu getað ímyndað sér. Fiskeldi Sjókvíaeldi Umhverfismál Vesturbyggð Tengdar fréttir „Tekist að búa til kerfi sem mun vernda villta laxastofninn“ Framkvæmdastjóri Arctic fish segir villtum laxastofnum ekki stafa nein ógn af sjókvíaeldi. Laxveiðimenn segja stofninn ekki þola viðvarandi ágang eldislaxa. 31. ágúst 2023 15:20 „Fiskarnir bera augljós merki um að vera eldislaxar“ Óttast er að eldislax gangi upp fjölda laxveiðiáa á Norðvesturlandi eftir slysasleppingar úr sjókvíeldum. Hafrannsóknarstofnun segir líklega strokulaxa hafa sést í teljurum í ám og birti í dag mynd af þessum lax sem veiddist í Laugardalsá í síðustu viku og er talinn vera eldislax. 30. ágúst 2023 20:56 Strokulax Arctic Fish sennilega borist í ár á Vestfjörðum Grunur er um að strokulax frá fiskeldisfyrirtækinu Arctic Fish hafi veiðst í nokkrum laxveiðiám á Vestfjörðum að undanförnu. Tvö göt fundust á kví fyrirtækisins í Patreksfirði fyrir rúmri viku. Matvælastofnun segir að sennilega sé ekki um stórt strok að ræða. 30. ágúst 2023 15:19 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og Trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Sjá meira
34 laxar voru sendir til greiningar en sjö sem veiddust í Mjólká í Arnarfirði reyndust villtir. 26 eldislaxa var hægt að rekja til eldissvæðis Arctic Sea Farm við Kvígindisdal í Patreksfirði. Ekki tókst að rekja uppruna staks eldislax sem einnig veiddist í Mjólká en ljóst er að restin hafi komið úr sjókvíum Arctic Sea. Eldislaxinn veiddist í Patreksfirði, Örlygshöfn, Sunnudalsá, Mjólká, Laugardalsá, Ísafjarðará, Selá í Ísafjarðardjúpi, Miðfjarðará, Hópinu, Víðidalsá, Vatnsdalsá, Laxá í Dölum og Staðarhólsá/Hvolsá. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun. Greint var frá því hinn 20. ágúst síðastliðinn að tvö göt hafi fundist á sjókví Arctic Sea Farm en Matvælastofnun taldi að sennilega væri ekki um stór göt að ræða. Í kjölfarið fyrirskipaði stofnunin að slátra skyldi öllum löxum í kvínni, sem voru rúmlega 83 þúsund. Laxveiðimenn eru uggandi yfir stöðunni og greindi veiðimaðurinn Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson frá því fyrr í vikunni að ástandið væri miklu verra en hann og kollegar hans hefðu getað ímyndað sér.
Fiskeldi Sjókvíaeldi Umhverfismál Vesturbyggð Tengdar fréttir „Tekist að búa til kerfi sem mun vernda villta laxastofninn“ Framkvæmdastjóri Arctic fish segir villtum laxastofnum ekki stafa nein ógn af sjókvíaeldi. Laxveiðimenn segja stofninn ekki þola viðvarandi ágang eldislaxa. 31. ágúst 2023 15:20 „Fiskarnir bera augljós merki um að vera eldislaxar“ Óttast er að eldislax gangi upp fjölda laxveiðiáa á Norðvesturlandi eftir slysasleppingar úr sjókvíeldum. Hafrannsóknarstofnun segir líklega strokulaxa hafa sést í teljurum í ám og birti í dag mynd af þessum lax sem veiddist í Laugardalsá í síðustu viku og er talinn vera eldislax. 30. ágúst 2023 20:56 Strokulax Arctic Fish sennilega borist í ár á Vestfjörðum Grunur er um að strokulax frá fiskeldisfyrirtækinu Arctic Fish hafi veiðst í nokkrum laxveiðiám á Vestfjörðum að undanförnu. Tvö göt fundust á kví fyrirtækisins í Patreksfirði fyrir rúmri viku. Matvælastofnun segir að sennilega sé ekki um stórt strok að ræða. 30. ágúst 2023 15:19 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og Trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Sjá meira
„Tekist að búa til kerfi sem mun vernda villta laxastofninn“ Framkvæmdastjóri Arctic fish segir villtum laxastofnum ekki stafa nein ógn af sjókvíaeldi. Laxveiðimenn segja stofninn ekki þola viðvarandi ágang eldislaxa. 31. ágúst 2023 15:20
„Fiskarnir bera augljós merki um að vera eldislaxar“ Óttast er að eldislax gangi upp fjölda laxveiðiáa á Norðvesturlandi eftir slysasleppingar úr sjókvíeldum. Hafrannsóknarstofnun segir líklega strokulaxa hafa sést í teljurum í ám og birti í dag mynd af þessum lax sem veiddist í Laugardalsá í síðustu viku og er talinn vera eldislax. 30. ágúst 2023 20:56
Strokulax Arctic Fish sennilega borist í ár á Vestfjörðum Grunur er um að strokulax frá fiskeldisfyrirtækinu Arctic Fish hafi veiðst í nokkrum laxveiðiám á Vestfjörðum að undanförnu. Tvö göt fundust á kví fyrirtækisins í Patreksfirði fyrir rúmri viku. Matvælastofnun segir að sennilega sé ekki um stórt strok að ræða. 30. ágúst 2023 15:19