Arnar braut engar reglur og Víkingar sleppa við refsingu Smári Jökull Jónsson skrifar 8. september 2023 19:35 Arnar Gunnlaugsson á hliðarlínunni í leik Víkinga. Vísir/Hulda Margrét Knattspyrnudeild Víkinga hlýtur enga refsingu vegna samskipta Arnars Gunnlaugssonar þjálfara liðsins við varamannabekk Víkinga í leik gegn Val þann 20. ágúst. Arnar var í leikbanni í leiknum. KSÍ birti í dag úrskurð Aga- og úrskurðanefndar sambandsins í máli Vals gegn Knattspyrnudeild Víkings. Valur kærði Víkinga vegna afskipta Arnar Gunnlaugssonar þjálfara Víkinga í leik liðanna þann 20. ágúst en Arnar var í leikbanni í leiknum. Leikurinn var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og í útsendingunni sást til Arnars í stúkunni þar sem hann var í símanum. Eftir leik viðurkenndi Arnar síðan í viðtali við Stefán Árna Pálsson íþróttafréttamann að hann hefði verið í samskiptum við varamannabekk liðsins á meðan á leik stóð. Í kjölfarið lagði Knattspyrnudeild fram kæru á hendur Víkingum og vildi að liðinu yrði dæmdur sigur í leiknum og Víkingum gert að greiða sekt. Til vara að leikurinn yrði dæmdur ógildur og hann endurtekinn og að lokum til þrautavara að Víkingar skyldu greiða 300.000 krónur í sekt. Segja Arnar hafa stýrt liðinu Í greinargerð sinni vísa Valsmenn til 12. greinar reglugerðar KSÍ um aga og úrskurðamál þar sem fram kemur að sé þjálfari dæmdur í leikbann skuli hann „vera á meðal áhorfenda frá og með einni klukkustund fyrir leik og þar til dómari hefur flautað til leiksloka. Á þessu tímabili má þjálfari ekki vera á leikvellinum, boðvangi í búningsherbergjum eða annars staðar þar sem hann getur verið í tengslum við sitt lið,“ ákveði hann að mæta á leikstað. Valsmenn vísa einnig til agareglna FIFA þar sem reglurnar eru ítarlegri og taka fram að þjálfurum sé bannað að mæta í viðtöl við fjölmiðla að leik loknum. Einnig taka Valsmenn fram að samkvæmt knattspyrnulögum fyrir tímabilið 2023-24 sé óheimilt fyrir forráðamenn að nota rafrænan samskiptabúnað á meðan á leik stendur. „Kærandi byggir á því að Arnar Gunnlaugsson hafi í raun stýrt liði kærða í leiknum gegn kæranda með því að koma sér þannig fyrir á áhorfendasvæði Origovallar að hann hafi haft góða vallarsýn og getað þaðan fylgst nákvæmlega með framgangi leiksins,“ segir ennfremur í greinargerð Valsmanna sem birt er í úrskurði Aga- og úrskurðanefndar á heimasíðu KSÍ. Í dómsorðum sem birt er í dag kemur fram að óumdeilt hafi verið að Arnar Gunnlaugsson hafi komið skilaboðum og skipunum í gegnum farsíma áfram til starfsfólks og þjálfara Víkings á varamannabekknum í umræddum leik. Þar kemur einnig fram að það sé á valdsviði KSÍ að setja íslenskri kanttspyrnu lög og að nefndin sé ekki bundin af því ef reglur FIFA gangi lengra en reglur KSÍ. Hvað varðar áðurnefnda 12. grein reglugerðar KSÍ segir nefndin að þar sé tekið á því með tæmandi hætti hvar þjálfari sem mæti á leikstað megi vera staðsettur sé hann í leikbanni. Að mati nefndarinnar geti rafræn skilríki ekki ótvírætt falið í sér brot gagnvart reglugerðinni. Það er því niðurstaða nefndarinnar að Arnar Gunnlaugsson hafi ekki gerst brotlegur við reglugerð KSÍ um knattspyrnumót. Úrslit leiksins standa því óhögguð og Knattspyrnudeild Víkings ekki gert að sæta neinum viðurlögum. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Valur Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Fleiri fréttir Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Sjá meira
KSÍ birti í dag úrskurð Aga- og úrskurðanefndar sambandsins í máli Vals gegn Knattspyrnudeild Víkings. Valur kærði Víkinga vegna afskipta Arnar Gunnlaugssonar þjálfara Víkinga í leik liðanna þann 20. ágúst en Arnar var í leikbanni í leiknum. Leikurinn var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og í útsendingunni sást til Arnars í stúkunni þar sem hann var í símanum. Eftir leik viðurkenndi Arnar síðan í viðtali við Stefán Árna Pálsson íþróttafréttamann að hann hefði verið í samskiptum við varamannabekk liðsins á meðan á leik stóð. Í kjölfarið lagði Knattspyrnudeild fram kæru á hendur Víkingum og vildi að liðinu yrði dæmdur sigur í leiknum og Víkingum gert að greiða sekt. Til vara að leikurinn yrði dæmdur ógildur og hann endurtekinn og að lokum til þrautavara að Víkingar skyldu greiða 300.000 krónur í sekt. Segja Arnar hafa stýrt liðinu Í greinargerð sinni vísa Valsmenn til 12. greinar reglugerðar KSÍ um aga og úrskurðamál þar sem fram kemur að sé þjálfari dæmdur í leikbann skuli hann „vera á meðal áhorfenda frá og með einni klukkustund fyrir leik og þar til dómari hefur flautað til leiksloka. Á þessu tímabili má þjálfari ekki vera á leikvellinum, boðvangi í búningsherbergjum eða annars staðar þar sem hann getur verið í tengslum við sitt lið,“ ákveði hann að mæta á leikstað. Valsmenn vísa einnig til agareglna FIFA þar sem reglurnar eru ítarlegri og taka fram að þjálfurum sé bannað að mæta í viðtöl við fjölmiðla að leik loknum. Einnig taka Valsmenn fram að samkvæmt knattspyrnulögum fyrir tímabilið 2023-24 sé óheimilt fyrir forráðamenn að nota rafrænan samskiptabúnað á meðan á leik stendur. „Kærandi byggir á því að Arnar Gunnlaugsson hafi í raun stýrt liði kærða í leiknum gegn kæranda með því að koma sér þannig fyrir á áhorfendasvæði Origovallar að hann hafi haft góða vallarsýn og getað þaðan fylgst nákvæmlega með framgangi leiksins,“ segir ennfremur í greinargerð Valsmanna sem birt er í úrskurði Aga- og úrskurðanefndar á heimasíðu KSÍ. Í dómsorðum sem birt er í dag kemur fram að óumdeilt hafi verið að Arnar Gunnlaugsson hafi komið skilaboðum og skipunum í gegnum farsíma áfram til starfsfólks og þjálfara Víkings á varamannabekknum í umræddum leik. Þar kemur einnig fram að það sé á valdsviði KSÍ að setja íslenskri kanttspyrnu lög og að nefndin sé ekki bundin af því ef reglur FIFA gangi lengra en reglur KSÍ. Hvað varðar áðurnefnda 12. grein reglugerðar KSÍ segir nefndin að þar sé tekið á því með tæmandi hætti hvar þjálfari sem mæti á leikstað megi vera staðsettur sé hann í leikbanni. Að mati nefndarinnar geti rafræn skilríki ekki ótvírætt falið í sér brot gagnvart reglugerðinni. Það er því niðurstaða nefndarinnar að Arnar Gunnlaugsson hafi ekki gerst brotlegur við reglugerð KSÍ um knattspyrnumót. Úrslit leiksins standa því óhögguð og Knattspyrnudeild Víkings ekki gert að sæta neinum viðurlögum.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Valur Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Fleiri fréttir Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn