Að missa stjórn á skapi sínu Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar 11. september 2023 07:01 Ég hef búið langdvölum erlendis, og fylgist ekki með öllu sem gerist á Íslandi. Stundum rek ég samt augun í eitthvað sem vekur athygli mína. Þar á meðal var frétt um professor emeritus sem kom með flugi til Keflavíkur. Það gerist örugglega oft, en í þetta skipti virðist prófessorinn hafa misst stjórn á skapi sínu. Það er í sjálfu sér örugglega ekki óvenjulegt að fólk komi örþreytt úr flugi og þá er styttra í kveikjuþræðinum sem kveikir á skapsmununum. Það sem mér bregður fyrst og fremst við að sjá eru viðbrögð prófessorsins á eftir. Það voru vitni að atburðunum og þau lýsa ekki því sem prófessorinn heldur fram. Þau lýsa einstökum dónaskap og síðan fylgir prófessorinn dónaskapnum eftir þegar hann var kominn heim. Móðir er stödd með tvær ungar dætur sínar og þær taka tösku prófessorsins í misgripum eftir því sem allir nema háttvirtur prófessor segir. Hann er sannfærður um að þær hafi stolið töskunni og gefur sig ekki með það, sama hvað hver segir. Hann fór mikinn um klæðaburð móðurinnar sem hann segir hafa verið „í múslimabúningi“. Og hvað þá með það? Það kemur aldrei fram hvort prófessorinn hafi verið í jakkafötum, en það kemur fram að hann hafi hreytt ónotum í þær og sagt þeim að koma sér þangað sem þær komu frá. Sem er í þessu tilfelli Ísland. Það fer um mig hrollur að heyra að börn lendi í svona uppákomum. Börn eiga skilyrðislaust að njóta verndar skv. Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Fordómar fullorðinna eiga aldrei að ganga út yfir börn. Mér flýgur í hug hvort ekki hafi verið ástæða til að kalla til lögreglu til að hlífa börnunum. Mistök geta átt sér stað, og þá þarf að biðjast afsökunar hvernig sem fólk er klætt og sama hvaða þjóðfélagsstöðu viðkomandi gegnir. Það virðist háttvirtur prófessor ekki skilja. Höfundur er dósent við Høgskulen på Vestlandet. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Segir Hannes hafa öskrað á börn og starfsfólk Ung kona sem varð vitni að því þegar Hannes Hólmsteinn Gissurason sakaði konu ásamt tveimur dætrum hennar um að hafa reynt að ræna töskunni sinni í Leifsstöð í gær, segist viss um að hann hefði ekki brugðist jafn harkalega við ef um Íslendinga hefði verið að ræða. Hún segir Hannes hafa verið í miklu uppnámi og öskrað á konuna, dætur hennar og starfsfólk flugstöðvarinnar. 2. september 2023 13:18 Sakar konu í „múslimabúning“ um að hafa rænt töskunni sinni Facebookfærsla Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, þar sem hann sakar konu í „múslimabúning“ um að hafa reynt að ræna tösku sinni í Leifsstöð í gær, hefur vakið hörð viðbrögð. Sjónarvottur að atvikinu segir ungar dætur konunnar hafa tekið töskuna í misgripum en skilað henni um leið og upp komst um misskilninginn. 2. september 2023 12:07 Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Sjá meira
Ég hef búið langdvölum erlendis, og fylgist ekki með öllu sem gerist á Íslandi. Stundum rek ég samt augun í eitthvað sem vekur athygli mína. Þar á meðal var frétt um professor emeritus sem kom með flugi til Keflavíkur. Það gerist örugglega oft, en í þetta skipti virðist prófessorinn hafa misst stjórn á skapi sínu. Það er í sjálfu sér örugglega ekki óvenjulegt að fólk komi örþreytt úr flugi og þá er styttra í kveikjuþræðinum sem kveikir á skapsmununum. Það sem mér bregður fyrst og fremst við að sjá eru viðbrögð prófessorsins á eftir. Það voru vitni að atburðunum og þau lýsa ekki því sem prófessorinn heldur fram. Þau lýsa einstökum dónaskap og síðan fylgir prófessorinn dónaskapnum eftir þegar hann var kominn heim. Móðir er stödd með tvær ungar dætur sínar og þær taka tösku prófessorsins í misgripum eftir því sem allir nema háttvirtur prófessor segir. Hann er sannfærður um að þær hafi stolið töskunni og gefur sig ekki með það, sama hvað hver segir. Hann fór mikinn um klæðaburð móðurinnar sem hann segir hafa verið „í múslimabúningi“. Og hvað þá með það? Það kemur aldrei fram hvort prófessorinn hafi verið í jakkafötum, en það kemur fram að hann hafi hreytt ónotum í þær og sagt þeim að koma sér þangað sem þær komu frá. Sem er í þessu tilfelli Ísland. Það fer um mig hrollur að heyra að börn lendi í svona uppákomum. Börn eiga skilyrðislaust að njóta verndar skv. Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Fordómar fullorðinna eiga aldrei að ganga út yfir börn. Mér flýgur í hug hvort ekki hafi verið ástæða til að kalla til lögreglu til að hlífa börnunum. Mistök geta átt sér stað, og þá þarf að biðjast afsökunar hvernig sem fólk er klætt og sama hvaða þjóðfélagsstöðu viðkomandi gegnir. Það virðist háttvirtur prófessor ekki skilja. Höfundur er dósent við Høgskulen på Vestlandet.
Segir Hannes hafa öskrað á börn og starfsfólk Ung kona sem varð vitni að því þegar Hannes Hólmsteinn Gissurason sakaði konu ásamt tveimur dætrum hennar um að hafa reynt að ræna töskunni sinni í Leifsstöð í gær, segist viss um að hann hefði ekki brugðist jafn harkalega við ef um Íslendinga hefði verið að ræða. Hún segir Hannes hafa verið í miklu uppnámi og öskrað á konuna, dætur hennar og starfsfólk flugstöðvarinnar. 2. september 2023 13:18
Sakar konu í „múslimabúning“ um að hafa rænt töskunni sinni Facebookfærsla Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, þar sem hann sakar konu í „múslimabúning“ um að hafa reynt að ræna tösku sinni í Leifsstöð í gær, hefur vakið hörð viðbrögð. Sjónarvottur að atvikinu segir ungar dætur konunnar hafa tekið töskuna í misgripum en skilað henni um leið og upp komst um misskilninginn. 2. september 2023 12:07
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar