Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar 13. desember 2025 14:01 Mikil umræða hefur skapast á Alþingi og meðal almennings um kosti og galla EES-samningsins. Í þeirri umræðu hefur Viðreisn haldið því fram að segði Ísland upp EES-samningnum þyrftu um 50.000 Íslendingar að flytja heim, enda myndi búsetu- og atvinnuréttur þeirra falla úr gildi. Þessi fullyrðing er röng að stórum hluta og byggist á grundvallarmisskilningi á þeim samningum sem tryggja réttindi Íslendinga erlendis. Það er mikilvægt að stjórnmálamenn fari rétt með staðreyndir þegar tekist er á um hagsmuni þjóðarinnar og fullveldi. Kjarninn í þessum misskilningi snýst um stöðu Íslendinga á Norðurlöndunum. Talið er að um 50.000 Íslendingar búi erlendis og að mati Viðreisnar standi og falli réttindi þeirra með EES. Tölur sýna að um 63% af þeim Íslendingum sem búsettir eru erlendis (um 31.500 manns) búa í Noregi, Danmörku, Svíþjóð eða Finnlandi. Réttindi Íslendinga til að búa, starfa og stunda nám á hinum Norðurlöndunum eru tryggð með norræna samstarfinu, sem felur í sér Norræna vegabréfasambandið og frjálsan vinnumarkað Norðurlanda. Þetta samstarf er sjálfstætt og óháð EES-samningnum. Úrsögn Íslands úr EES myndi því ekki ógna búsetu- eða atvinnuréttindum þessa stóra hóps. Réttindabreytingarnar sem Viðreisn varar við myndu því aðeins snerta þá 5.000 (10%) Íslendinga sem búa í öðrum löndum EES utan Norðurlanda. Þetta er vissulega umtalsverður hópur en er langt frá þeim 50.000 sem rætt hefur verið um. Hagsmunir þessarar tíundar eru mikilvægir, en þá hagsmuni verður að vega á móti þeim ávinningi og þeim kostnaði sem fylgir áframhaldandi þátttöku í EES. Fullveldi og innlimun nýrra kvaða Annar mikilvægur þáttur umræðunnar snýr að því sem snertir fullveldið og auðlindir Íslands. Þegar EES-samningurinn var gerður var forsenda þátttöku Íslands sú að samningurinn næði hvorki til sjávarútvegs, landbúnaðar né nýtingar náttúruauðlinda. Stjórnmálamenn fullyrtu að Ísland fengi „allt fyrir ekkert“ – aðgang að innri markaðnum án þess að afsala sér lykilyfirráðum. Undanfarin ár hefur hins vegar færst í aukana að íslensk stjórnvöld innlimi nýja löggjöf í EES-samninginn sem varla var hægt að ímynda sér í upphafi og sem talið var að stangaðist á við íslensku stjórnarskrána. Dæmi um þetta eru orkupakkarnir og bókun 35 (yfirþjóðlegt vald ESB yfir Íslandi í mörgum málum). Þessir pakkar, sem varða raforkumarkaðinn og orkumál, hafa vakið umræðu um það hversu djúpt Evrópureglur eiga að ná inn í yfirráð Íslendinga yfir innviðum. Þótt Ísland njóti undanþágu í sjávarútvegi er stöðugur þrýstingur, meðal annars í gegnum umhverfislöggjöf og sameiginlegan rannsóknarvettvang, sem getur haft óbein áhrif á stjórnun íslenskra auðlinda. Þetta hefur valdið óánægju og umræðu um fullveldisafsal í ljósi þeirra auknu kvaða sem hafa bæst við EES-samninginn. Þessi vaxandi innlimun virðist stangast á við þá meginreglu sem mótuð var í upphafi, að Ísland haldi öllum lykilyfirráðum yfir auðlindum sínum. Niðurstaða Það er lýðræðisleg skylda stjórnmálaflokka að leggja fram rök sín á grundvelli staðreynda. Fullyrðingar Viðreisnar um að 50.000 Íslendingar þurfi að flytja heim við úrsögn úr EES halda ekki vatni og flokkast undir upplýsingaóreiðu og falsfréttir. Staða langflestra Íslendinga erlendis er tryggð með öðrum samningum, sérstaklega á Norðurlöndum. Ísland þarf að móta skýrari stefnu um hvernig það ætlar að verja fullveldi sitt og auðlindir gagnvart kröfum um sífellt víðtækari innlimun ESB-löggjafar. Endurskoðun á EES þarf að byggja á upplýstri umræðu, ekki á hræðsluáróðri. Höfundur lærði viðskipta- og sjávarútvegsfræði við Háskólann á Akureyri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið EES-samningurinn Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Mikil umræða hefur skapast á Alþingi og meðal almennings um kosti og galla EES-samningsins. Í þeirri umræðu hefur Viðreisn haldið því fram að segði Ísland upp EES-samningnum þyrftu um 50.000 Íslendingar að flytja heim, enda myndi búsetu- og atvinnuréttur þeirra falla úr gildi. Þessi fullyrðing er röng að stórum hluta og byggist á grundvallarmisskilningi á þeim samningum sem tryggja réttindi Íslendinga erlendis. Það er mikilvægt að stjórnmálamenn fari rétt með staðreyndir þegar tekist er á um hagsmuni þjóðarinnar og fullveldi. Kjarninn í þessum misskilningi snýst um stöðu Íslendinga á Norðurlöndunum. Talið er að um 50.000 Íslendingar búi erlendis og að mati Viðreisnar standi og falli réttindi þeirra með EES. Tölur sýna að um 63% af þeim Íslendingum sem búsettir eru erlendis (um 31.500 manns) búa í Noregi, Danmörku, Svíþjóð eða Finnlandi. Réttindi Íslendinga til að búa, starfa og stunda nám á hinum Norðurlöndunum eru tryggð með norræna samstarfinu, sem felur í sér Norræna vegabréfasambandið og frjálsan vinnumarkað Norðurlanda. Þetta samstarf er sjálfstætt og óháð EES-samningnum. Úrsögn Íslands úr EES myndi því ekki ógna búsetu- eða atvinnuréttindum þessa stóra hóps. Réttindabreytingarnar sem Viðreisn varar við myndu því aðeins snerta þá 5.000 (10%) Íslendinga sem búa í öðrum löndum EES utan Norðurlanda. Þetta er vissulega umtalsverður hópur en er langt frá þeim 50.000 sem rætt hefur verið um. Hagsmunir þessarar tíundar eru mikilvægir, en þá hagsmuni verður að vega á móti þeim ávinningi og þeim kostnaði sem fylgir áframhaldandi þátttöku í EES. Fullveldi og innlimun nýrra kvaða Annar mikilvægur þáttur umræðunnar snýr að því sem snertir fullveldið og auðlindir Íslands. Þegar EES-samningurinn var gerður var forsenda þátttöku Íslands sú að samningurinn næði hvorki til sjávarútvegs, landbúnaðar né nýtingar náttúruauðlinda. Stjórnmálamenn fullyrtu að Ísland fengi „allt fyrir ekkert“ – aðgang að innri markaðnum án þess að afsala sér lykilyfirráðum. Undanfarin ár hefur hins vegar færst í aukana að íslensk stjórnvöld innlimi nýja löggjöf í EES-samninginn sem varla var hægt að ímynda sér í upphafi og sem talið var að stangaðist á við íslensku stjórnarskrána. Dæmi um þetta eru orkupakkarnir og bókun 35 (yfirþjóðlegt vald ESB yfir Íslandi í mörgum málum). Þessir pakkar, sem varða raforkumarkaðinn og orkumál, hafa vakið umræðu um það hversu djúpt Evrópureglur eiga að ná inn í yfirráð Íslendinga yfir innviðum. Þótt Ísland njóti undanþágu í sjávarútvegi er stöðugur þrýstingur, meðal annars í gegnum umhverfislöggjöf og sameiginlegan rannsóknarvettvang, sem getur haft óbein áhrif á stjórnun íslenskra auðlinda. Þetta hefur valdið óánægju og umræðu um fullveldisafsal í ljósi þeirra auknu kvaða sem hafa bæst við EES-samninginn. Þessi vaxandi innlimun virðist stangast á við þá meginreglu sem mótuð var í upphafi, að Ísland haldi öllum lykilyfirráðum yfir auðlindum sínum. Niðurstaða Það er lýðræðisleg skylda stjórnmálaflokka að leggja fram rök sín á grundvelli staðreynda. Fullyrðingar Viðreisnar um að 50.000 Íslendingar þurfi að flytja heim við úrsögn úr EES halda ekki vatni og flokkast undir upplýsingaóreiðu og falsfréttir. Staða langflestra Íslendinga erlendis er tryggð með öðrum samningum, sérstaklega á Norðurlöndum. Ísland þarf að móta skýrari stefnu um hvernig það ætlar að verja fullveldi sitt og auðlindir gagnvart kröfum um sífellt víðtækari innlimun ESB-löggjafar. Endurskoðun á EES þarf að byggja á upplýstri umræðu, ekki á hræðsluáróðri. Höfundur lærði viðskipta- og sjávarútvegsfræði við Háskólann á Akureyri
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar