Menntun má kosta! Álfhildur Leifsdóttir og Hólmfríður Árnadóttir skrifa 11. september 2023 08:01 Sameiningarhugmyndir framhaldsskólanna MA og VMA sem mennta- og barnamálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, áformar eru fráleitar að okkar mati, þó er hvorug okkar stúdent frá öðrum hvorum skólanum. Fyrir utan hróplegar þversagnir í skýrslu PwC, sem mörg hafa fjallað um og litlu er við að bæta, er skoðun okkar faglegs eðlis og byggir á þörfum fjölbreytts nemendahóps og ólíkra ungmenna á landsbyggðinni. Í lögum um framhaldsskóla (92/2008) stendur að hlutverk hans sé ,,að stuðla að alhliða þroska allra nemenda og virkri þátttöku þeirra í lýðræðisþjóðfélagi með því að bjóða hverjum nemenda nám við hæfi”. Við sem samfélag verðum að tryggja fjölbreytt val ungmenna til náms, að tekið sé tillit til jafnréttis og jöfnuðar er varðar aðgengi að námi og inngildingu nemenda. Að öll sem vilja stunda nám geti það óháð atgervi, fötlun, örorku, félagslegri stöðu, búsetu, móðurmáli eða námsgetu og að skólar geti mætt þessum þörfum fjölbreytts nemendahóps með viðeigandi stuðningi. Ráðherra málaflokksins hefur sett fram heildstæða stefnu og markmið í þágu farsældar barna, sem og frumvarp til laga um nýja Mennta- og skólaþjónustustofu. Segir í lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna að leggja eigi ríka áhersla á heildstæða stefnumótun þegar kemur að málefnum barna, einkum er lýtur að þjónustu. Litið sé til þess að tryggja aukna samfellu þvert á þjónustukerfi og málefnasvið með heildarsýn og sameiginleg markmið (í þágu barna vonandi) að leiðarljósi og að tryggja aukna aðkomu barna og nemenda að stefnumótun í samræmi við ákvæði samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins og tilmæli barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna til íslenskra stjórnvalda þar að lútandi (ráðherra málaflokksins, 24. apríl 2023). Í frumvarpi til laga um nýja Mennta- og skólaþjónustustofa á að ,,tryggja og efla gæði náms, efla stuðning við nemendur og skólaþróun í framhaldsskólum”. Ráðherra talar fjálglega um að við fjárfestum í einstaklingnum og menntun hans því menntun skili arði, hver sá nemandi sem nær að mennta sig og fer út á vinnumarkaðinn léttir á heilbrigðis- og félagslega kerfinu. Þessi fjárfesting í menntun skili sér þegar nemandi verður skattgreiðandi og arðsemi þess sé á við arðsemi stórfyrirtækja. Þarna er hvor höndin upp á móti annarri, í reynd virðist starfsemi ráðherra stríða þvert gegn þessu orðagjálfri hans sjálfs og á engan hátt fylgja orðum hans faglegar og rökfastar athafnir sem styðja við farsæld barna og ungmenna eða efla stuðning og skólaþróun í framhaldsskólum heldur þvert á móti. Með þessum áætlunum um sameiningu MA og VMA er verði að ganga þvert gegn fyrr nefndum orðum með aukinni einsleitni og minna vali nemenda að loknu skyldunámi. Fræðafólk hefur bent á rangfærslur við útfærslu og útreikninga á fjármagni, tilvonandi nemendafjölda framhaldsskólanna og viðleitni ráðuneytis menntamála til að spara aurinn og kasta krónunni með óraunhæfum aðhaldsaðgerðum ár hvert. Staðreyndin er sú að nemendahópurinn mun stækka, hann mun verða fjölbreyttari og þarfnast flóknari þjónustu sem ekki verður mætt nema með áherslu á aukna þjónustu og skólaþróun byggða á grunni hvors skóla. Þar kemur fjölbreytt val nemenda út frá þörfum og atgervi til með að skipta máli sem og aðkoma sérfræðinga og starfsfólks skólanna en ekki síst nemenda sjálfra sem gjarnan vita vel hvers þeir þarfnast og hvað þeir vilja. Rannsóknir síðustu ára á líðan barna og ungmenna (Rannsóknir og greining, Eurostudent) sýna fram á aukna vanlíðan meðal nemenda framhaldsskólanna, sérstaklega stúlkna. Til að bregðast við því á ekki að draga úr þjónustu sálfræðinga og námsráðgjafa. Þá flosna drengir frekar upp úr námi í framhaldsskólum um leið og brotthvarf nemenda er með því hæsta hér á landi ef borið er saman við hin Norðurlöndin. Aftur er leiðin til árangurs ekki að draga úr stoðþjónustu og vali nemenda til náms heldur mikilvægt að styrkja starfsemi skólanna eins og hægt er. Tillaga til þingsályktunar um átak í uppbyggingu verknámsaðstöðu í framhaldsskólum vakti einnig vonir um að nú stæði mikið til og fjármögnun VMA yrði loks í takt við þörfina. Þar var vitnað í nefnd menntamálaráðherra um mótun menntastefnu sem boðaði að stórefla beri alla verk- og starfsmenntun í landinu enda lengi verið rætt um nauðsyn þess. Hvoru tveggja, farsældarlögin og uppbygging verknámsaðstöðu, lofaði góðu sérstaklega þar sem enn er ekki gróið um heilt eftir styttingu framhaldsskólans niður í þrjú ár, en þar eru vísbendingar um að meðaleinkunnir nemenda á stúdentsprófi hafi lækkað og þeir komi verr undirbúnir inn í háskóla (Mennta- og menningarmálaráðuneytið). En skammgóður var sá vermir því þó standi í fjárhagsáætlun ríkisstjórnar að 900 milljónir séu ætlaðar til þess að innleiða nýja menntastefnu munu framlög til framhaldsskóla samhliða lækka um 600 milljónir strax á næsta ári. Aðgerða er sannarlega þörf, ekki ofbeldisaðgerða af hálfu ráðuneytis í formi sameiningaráforma tveggja ólíkra framhaldsskóla eins og MA og VMA eru, heldur aðgerða sem tryggja ungmennum okkar framtíð sem hentar þeim og þeirra þörfum og þróun skólastarfs á grunni þess sem fyrir er. Slíkt er eins og fleiri hafa bent á, aðför að framhaldsnámi á landsbyggðinni, bæði bók- og iðnnámi. Sameining sem stríðir ekki aðeins gegn almennri skynsemi heldur samfélaginu sem við viljum búa í, samfélagi sem mætir fjölbreyttum þörfum og aðstæðum, byggir á jöfnuði og er sveigjanlegt. Með þessum hugmyndum mun auk þess sérfræðistörfum kennara beggja skóla að öllum líkindum fækka um 30-40, sparnaður upp á 400 milljónir segir okkur að einhvers staðar þarf að klípa meira af. Í okkar huga er nefnilega ekki aðeins verið að fella bóknámsskólann MA niður heldur og einnig halda áfram að svelta iðnnámið í VMA eins og gert hefur verið síðastliðin 10 ár. Nemendur munu þurfa sækja iðnnám annað með tilheyrandi kostnaði forsjáraðila og ekki verður hægt að stunda hefðbundið bóknám í bekkjarkerfi á Norðurlandi. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um nýjan Tækniskóla í Hafnarfirði. Skóla sem er einkarekinn og í eigu aðila atvinnulífsins, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), Samtaka iðnaðarins (SI) og Samorku og Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík (IMFR). Í skýrslu stýrihóps Mennta- og barnamálaráðuneytis kemur fram að byggja eigi nýjar höfuðstöðvar Tækniskólans í Hafnarfirði til að mæta fyrirsjáanlegri 1.500–1.700 nemenda fjölgun í iðn- og starfsnámi á næstu 5–6 árum. Tækniskólinn á þá að rúma um 3000 nemendur með möguleika á enn meiri stækkun. Má leiða líkum að því að verið sé að undirbúa tilfærslu alls verknáms á einn stað á höfuðborgarsvæðinu og skerða þannig möguleika ungs fólks á landbyggðinni til iðnnáms. Við teljum vegið hart og á óvæginn hátt að tveimur mikilvægustu stofnunum Akureyrar og köllum eftir faglegum vinnubrögðum frá ráðuneyti menntamála við eflingu framhaldsnáms fyrir öll ungmenni og að ávallt sé haft í huga það sem börnum og ungmennum er fyrir bestu. Við köllum eftir fjármögnun íslenskrar menntastefnu og að ráðuneyti menntamála komi fram af virðingu við þær stofnanir, starfsfólk þeirra og nemendur, sem hlúa að og mennta ungmennin okkar. Þeirra er framtíðin og menntun þeirra má kosta. Álfhildur Leifsdóttir, grunnskólakennari, og stjórnarkona í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði. Hólmfríður Árnadóttir, menntunarfræðingur og stjórnarkona í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Akureyri Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Vinstri græn Álfhildur Leifsdóttir Tengdar fréttir Kennarafélag MA alfarið á móti sameiningu Kennarafélag Menntaskólans á Akureyri er alfarið á móti sameiningu skólans við Verkmenntaskólann á Akureyri. Félagið segir skýrslu starfshóps um málið fulla af þversögnum. Hún hafi verið unnin án samráðs við starfsfólk og nemendur. Skorað er á ráðherra að falla frá áformunum. 8. september 2023 18:35 Umboðsmaður sendir Ásmundi bréf vegna sameiningar Umboðsmaður barna hefur sent Ásmundi Einari Daðasyni, mennta-og barnamálaráðherra bréf vegna sameiningar Menntaskólans á Akureyri og Verkmenntaskóla Akureyrar. Óskar umboðsmaður eftir upplýsingum um það hvort mat hafi verið lagt á bestu hagsmuni barna og hvort nemendur hafi fengið að koma sjónarmiðum á framfæri. 8. september 2023 13:01 Mest lesið Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Sameiningarhugmyndir framhaldsskólanna MA og VMA sem mennta- og barnamálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, áformar eru fráleitar að okkar mati, þó er hvorug okkar stúdent frá öðrum hvorum skólanum. Fyrir utan hróplegar þversagnir í skýrslu PwC, sem mörg hafa fjallað um og litlu er við að bæta, er skoðun okkar faglegs eðlis og byggir á þörfum fjölbreytts nemendahóps og ólíkra ungmenna á landsbyggðinni. Í lögum um framhaldsskóla (92/2008) stendur að hlutverk hans sé ,,að stuðla að alhliða þroska allra nemenda og virkri þátttöku þeirra í lýðræðisþjóðfélagi með því að bjóða hverjum nemenda nám við hæfi”. Við sem samfélag verðum að tryggja fjölbreytt val ungmenna til náms, að tekið sé tillit til jafnréttis og jöfnuðar er varðar aðgengi að námi og inngildingu nemenda. Að öll sem vilja stunda nám geti það óháð atgervi, fötlun, örorku, félagslegri stöðu, búsetu, móðurmáli eða námsgetu og að skólar geti mætt þessum þörfum fjölbreytts nemendahóps með viðeigandi stuðningi. Ráðherra málaflokksins hefur sett fram heildstæða stefnu og markmið í þágu farsældar barna, sem og frumvarp til laga um nýja Mennta- og skólaþjónustustofu. Segir í lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna að leggja eigi ríka áhersla á heildstæða stefnumótun þegar kemur að málefnum barna, einkum er lýtur að þjónustu. Litið sé til þess að tryggja aukna samfellu þvert á þjónustukerfi og málefnasvið með heildarsýn og sameiginleg markmið (í þágu barna vonandi) að leiðarljósi og að tryggja aukna aðkomu barna og nemenda að stefnumótun í samræmi við ákvæði samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins og tilmæli barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna til íslenskra stjórnvalda þar að lútandi (ráðherra málaflokksins, 24. apríl 2023). Í frumvarpi til laga um nýja Mennta- og skólaþjónustustofa á að ,,tryggja og efla gæði náms, efla stuðning við nemendur og skólaþróun í framhaldsskólum”. Ráðherra talar fjálglega um að við fjárfestum í einstaklingnum og menntun hans því menntun skili arði, hver sá nemandi sem nær að mennta sig og fer út á vinnumarkaðinn léttir á heilbrigðis- og félagslega kerfinu. Þessi fjárfesting í menntun skili sér þegar nemandi verður skattgreiðandi og arðsemi þess sé á við arðsemi stórfyrirtækja. Þarna er hvor höndin upp á móti annarri, í reynd virðist starfsemi ráðherra stríða þvert gegn þessu orðagjálfri hans sjálfs og á engan hátt fylgja orðum hans faglegar og rökfastar athafnir sem styðja við farsæld barna og ungmenna eða efla stuðning og skólaþróun í framhaldsskólum heldur þvert á móti. Með þessum áætlunum um sameiningu MA og VMA er verði að ganga þvert gegn fyrr nefndum orðum með aukinni einsleitni og minna vali nemenda að loknu skyldunámi. Fræðafólk hefur bent á rangfærslur við útfærslu og útreikninga á fjármagni, tilvonandi nemendafjölda framhaldsskólanna og viðleitni ráðuneytis menntamála til að spara aurinn og kasta krónunni með óraunhæfum aðhaldsaðgerðum ár hvert. Staðreyndin er sú að nemendahópurinn mun stækka, hann mun verða fjölbreyttari og þarfnast flóknari þjónustu sem ekki verður mætt nema með áherslu á aukna þjónustu og skólaþróun byggða á grunni hvors skóla. Þar kemur fjölbreytt val nemenda út frá þörfum og atgervi til með að skipta máli sem og aðkoma sérfræðinga og starfsfólks skólanna en ekki síst nemenda sjálfra sem gjarnan vita vel hvers þeir þarfnast og hvað þeir vilja. Rannsóknir síðustu ára á líðan barna og ungmenna (Rannsóknir og greining, Eurostudent) sýna fram á aukna vanlíðan meðal nemenda framhaldsskólanna, sérstaklega stúlkna. Til að bregðast við því á ekki að draga úr þjónustu sálfræðinga og námsráðgjafa. Þá flosna drengir frekar upp úr námi í framhaldsskólum um leið og brotthvarf nemenda er með því hæsta hér á landi ef borið er saman við hin Norðurlöndin. Aftur er leiðin til árangurs ekki að draga úr stoðþjónustu og vali nemenda til náms heldur mikilvægt að styrkja starfsemi skólanna eins og hægt er. Tillaga til þingsályktunar um átak í uppbyggingu verknámsaðstöðu í framhaldsskólum vakti einnig vonir um að nú stæði mikið til og fjármögnun VMA yrði loks í takt við þörfina. Þar var vitnað í nefnd menntamálaráðherra um mótun menntastefnu sem boðaði að stórefla beri alla verk- og starfsmenntun í landinu enda lengi verið rætt um nauðsyn þess. Hvoru tveggja, farsældarlögin og uppbygging verknámsaðstöðu, lofaði góðu sérstaklega þar sem enn er ekki gróið um heilt eftir styttingu framhaldsskólans niður í þrjú ár, en þar eru vísbendingar um að meðaleinkunnir nemenda á stúdentsprófi hafi lækkað og þeir komi verr undirbúnir inn í háskóla (Mennta- og menningarmálaráðuneytið). En skammgóður var sá vermir því þó standi í fjárhagsáætlun ríkisstjórnar að 900 milljónir séu ætlaðar til þess að innleiða nýja menntastefnu munu framlög til framhaldsskóla samhliða lækka um 600 milljónir strax á næsta ári. Aðgerða er sannarlega þörf, ekki ofbeldisaðgerða af hálfu ráðuneytis í formi sameiningaráforma tveggja ólíkra framhaldsskóla eins og MA og VMA eru, heldur aðgerða sem tryggja ungmennum okkar framtíð sem hentar þeim og þeirra þörfum og þróun skólastarfs á grunni þess sem fyrir er. Slíkt er eins og fleiri hafa bent á, aðför að framhaldsnámi á landsbyggðinni, bæði bók- og iðnnámi. Sameining sem stríðir ekki aðeins gegn almennri skynsemi heldur samfélaginu sem við viljum búa í, samfélagi sem mætir fjölbreyttum þörfum og aðstæðum, byggir á jöfnuði og er sveigjanlegt. Með þessum hugmyndum mun auk þess sérfræðistörfum kennara beggja skóla að öllum líkindum fækka um 30-40, sparnaður upp á 400 milljónir segir okkur að einhvers staðar þarf að klípa meira af. Í okkar huga er nefnilega ekki aðeins verið að fella bóknámsskólann MA niður heldur og einnig halda áfram að svelta iðnnámið í VMA eins og gert hefur verið síðastliðin 10 ár. Nemendur munu þurfa sækja iðnnám annað með tilheyrandi kostnaði forsjáraðila og ekki verður hægt að stunda hefðbundið bóknám í bekkjarkerfi á Norðurlandi. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um nýjan Tækniskóla í Hafnarfirði. Skóla sem er einkarekinn og í eigu aðila atvinnulífsins, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), Samtaka iðnaðarins (SI) og Samorku og Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík (IMFR). Í skýrslu stýrihóps Mennta- og barnamálaráðuneytis kemur fram að byggja eigi nýjar höfuðstöðvar Tækniskólans í Hafnarfirði til að mæta fyrirsjáanlegri 1.500–1.700 nemenda fjölgun í iðn- og starfsnámi á næstu 5–6 árum. Tækniskólinn á þá að rúma um 3000 nemendur með möguleika á enn meiri stækkun. Má leiða líkum að því að verið sé að undirbúa tilfærslu alls verknáms á einn stað á höfuðborgarsvæðinu og skerða þannig möguleika ungs fólks á landbyggðinni til iðnnáms. Við teljum vegið hart og á óvæginn hátt að tveimur mikilvægustu stofnunum Akureyrar og köllum eftir faglegum vinnubrögðum frá ráðuneyti menntamála við eflingu framhaldsnáms fyrir öll ungmenni og að ávallt sé haft í huga það sem börnum og ungmennum er fyrir bestu. Við köllum eftir fjármögnun íslenskrar menntastefnu og að ráðuneyti menntamála komi fram af virðingu við þær stofnanir, starfsfólk þeirra og nemendur, sem hlúa að og mennta ungmennin okkar. Þeirra er framtíðin og menntun þeirra má kosta. Álfhildur Leifsdóttir, grunnskólakennari, og stjórnarkona í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði. Hólmfríður Árnadóttir, menntunarfræðingur og stjórnarkona í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði.
Kennarafélag MA alfarið á móti sameiningu Kennarafélag Menntaskólans á Akureyri er alfarið á móti sameiningu skólans við Verkmenntaskólann á Akureyri. Félagið segir skýrslu starfshóps um málið fulla af þversögnum. Hún hafi verið unnin án samráðs við starfsfólk og nemendur. Skorað er á ráðherra að falla frá áformunum. 8. september 2023 18:35
Umboðsmaður sendir Ásmundi bréf vegna sameiningar Umboðsmaður barna hefur sent Ásmundi Einari Daðasyni, mennta-og barnamálaráðherra bréf vegna sameiningar Menntaskólans á Akureyri og Verkmenntaskóla Akureyrar. Óskar umboðsmaður eftir upplýsingum um það hvort mat hafi verið lagt á bestu hagsmuni barna og hvort nemendur hafi fengið að koma sjónarmiðum á framfæri. 8. september 2023 13:01
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun