Um matsmál: Réttlæti hins sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar 11. september 2023 10:30 Í grein sem birtist eftir mig 4. ágúst síðastliðinn lýsti ég því hvernig unnt er að þenja dómsmál út og gera þau þannig margfalt dýrari, sem erfiðast væri fyrir þann aðila málsins sem hefur minna milli handanna. Ég held samt að enginn einn þáttur dómsmála geti verið eins undirlagður þenslu og þegar svokallað mat fer fram og er þó af nógu að taka. Tilgangur mats í dómsmáli er að svokallaður matsmaður kveði upp úrskurð um einhvern þátt málsins. Hann er einungis kallaður til þegar fá þarf álit einhvers konar sérfræðings í því atriði sem á að meta. Sá sem biður um matið er kallaður matsbeiðandi en hinn aðili málsins er kallaður matsþoli. Samkvæmt lögunum eiga málflytjendur að stýra matsmáli saman sem þýðir í raun að það er matsbeiðandinn sem gerir það að nafninu til. Dómarinn kemur þar hvergi nærri nema annar hvor aðili málsins beini kæru til hans út af einhverju sem honum finnst mikilvægt. Hvað varðar einstök atriði veit hann ekki einu sinni hvað er að gerast í þessum hluta málsins sem hann á síðar að dæma í. Þar sem kerfið byggir á því að matsbeiðandinn stýri málinu en ekki dómarinn gefur það augljóslega möguleika á að matsmaðurinn geti hreinlega svindlað á honum. Hann er í mjög erfiðri stöðu til þess að verjast því. Hann yrði þá að bjóða honum birginn sem hann á svo allt undir varðandi niðurstöðuna. Það fannst mér gerast í því dómsmáli sem ég lenti í og notað er sem umfangsmikið dæmi í nýlegri bók: Réttlæti hins sterka. Ádeila á Dómskerfið og Alþingi. Mér fannst yfirmatsmennirnir tvöfalda og jafnvel þrefalda verðið eftir að þeir voru dómkvaddir og skila miklu rýrari rökstuðningi fyrir sínum niðurstöðum en látið var í veðri vaka að þeir myndu gera þegar stuttlega var rætt við þá áður en mælt var með þeim við dómarann. Þegar þarna var komið sögu var hins vegar ekki aftur snúið. Þar sem dómarinn á ekki einu sinni þátt í stjórn matsmála geta þau verið nánast endalaus gróðrarstía fyrir deilur um allt milli himins og jarðar. Það verður að segjast eins og er að tafirnar, ruglið, óstjórnin og þenslan á kostnaðinum eru þarna magnaðar upp í annað veldi. Nærvera dómarans í öðrum þáttum málsins slær þrátt fyrir allt dálítið á glundroðann og er hann þó nógur fyrir eins og lýst var í greininni 4. ágúst síðast liðinn. Mér virðist dómskerfið vera að mörgu leyti hannað utan um svona málsmeðferðir. Mér sýnist að það byggist bara á ímyndunaraflinu hvernig unnt er að gera hvað sem er tortryggilegt sem viðkemur matsmáli í því skyni að teygja málið og toga. Ekkert virðist því til fyrirstöðu að hreinlega ljúga einhverju upp sem geri það að verkum. Ekkert virðist að því að reyna að hafa í gegn með einhverjum ráðum að málið dragist á langinn og um leið að bölsótast yfir því (við dómarann) að það geri það. Síðan er unnt að kæra til dómara að málið sé allt í vitleysu (sem hann er sjálfur búinn að koma því í) og heimta jafnvel að lokum að hætt verði við allt saman. Nákvæmlega þannig fannst mér það vera í dómsmálinu sem ég lenti í. Tíminn sem fer í allt þetta er síðan notaður til enn frekari áherslu á að ekki megi taka meiri tíma til þess að afla frekari sönnunargagna. Sannleikurinn er sá að mál geta hæglega farið þannig að matsbeiðandinn reynir að stýra málinu einhvern veginn í höfn en matsþolinn getur ráðið því innan víðra marka með alls konar rugli hvernig hann gerir það. Í lögunum virðist einungis gert ráð fyrir að matið sé einfalt. Ef það reynist flókið lítur út fyrir að Alþingi og dómskerfið hafi lokað sig inni í því að það verði samt að vera einfalt. Þarna finnst mér misindismönnum virkilega vera boðið upp í dans. Þarna er þeirra tækifæri. Flækja málið eins og unnt er og sigurinn gæti þar með verið unninn. Niðurstaðan er sú að sá aðili málsins sem hefur þá hagsmuni að málið gangi fljótt fyrir sig á undir högg að sækja. Sá aðili sem vill flækja málið og draga það á langinn getur það innan víðra marka. Hann þarf bara dálítið hugarflug til þess. Alþingi hefur séð til þess með sínum lagasetningum að hann geti það. Öllu ferlinu í sambandi við matsmálin verður hreinlega að umbylta þannig að það verði sveigjanlegra. Dómarinn verður að taka að sér stjórn á öllu ferlinu. Hann eða einhver á hans vegum þarf að sjá um öll samskipti við matsmenn. Þá er bara eftir að spyrja hvort þetta geti gengið svona? Ég tel svo ekki vera. Ég tel hreinlega að taka þurfi allt dómskerfið í gegn í því skyni að réttlætis- og nútímavæða það. Þar er matskerfið augljóst dæmi um það sem einna brýnast yrði að taka í gegn. Höfundur er rekstrarverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jörgen Ingimar Hansson Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Sjá meira
Í grein sem birtist eftir mig 4. ágúst síðastliðinn lýsti ég því hvernig unnt er að þenja dómsmál út og gera þau þannig margfalt dýrari, sem erfiðast væri fyrir þann aðila málsins sem hefur minna milli handanna. Ég held samt að enginn einn þáttur dómsmála geti verið eins undirlagður þenslu og þegar svokallað mat fer fram og er þó af nógu að taka. Tilgangur mats í dómsmáli er að svokallaður matsmaður kveði upp úrskurð um einhvern þátt málsins. Hann er einungis kallaður til þegar fá þarf álit einhvers konar sérfræðings í því atriði sem á að meta. Sá sem biður um matið er kallaður matsbeiðandi en hinn aðili málsins er kallaður matsþoli. Samkvæmt lögunum eiga málflytjendur að stýra matsmáli saman sem þýðir í raun að það er matsbeiðandinn sem gerir það að nafninu til. Dómarinn kemur þar hvergi nærri nema annar hvor aðili málsins beini kæru til hans út af einhverju sem honum finnst mikilvægt. Hvað varðar einstök atriði veit hann ekki einu sinni hvað er að gerast í þessum hluta málsins sem hann á síðar að dæma í. Þar sem kerfið byggir á því að matsbeiðandinn stýri málinu en ekki dómarinn gefur það augljóslega möguleika á að matsmaðurinn geti hreinlega svindlað á honum. Hann er í mjög erfiðri stöðu til þess að verjast því. Hann yrði þá að bjóða honum birginn sem hann á svo allt undir varðandi niðurstöðuna. Það fannst mér gerast í því dómsmáli sem ég lenti í og notað er sem umfangsmikið dæmi í nýlegri bók: Réttlæti hins sterka. Ádeila á Dómskerfið og Alþingi. Mér fannst yfirmatsmennirnir tvöfalda og jafnvel þrefalda verðið eftir að þeir voru dómkvaddir og skila miklu rýrari rökstuðningi fyrir sínum niðurstöðum en látið var í veðri vaka að þeir myndu gera þegar stuttlega var rætt við þá áður en mælt var með þeim við dómarann. Þegar þarna var komið sögu var hins vegar ekki aftur snúið. Þar sem dómarinn á ekki einu sinni þátt í stjórn matsmála geta þau verið nánast endalaus gróðrarstía fyrir deilur um allt milli himins og jarðar. Það verður að segjast eins og er að tafirnar, ruglið, óstjórnin og þenslan á kostnaðinum eru þarna magnaðar upp í annað veldi. Nærvera dómarans í öðrum þáttum málsins slær þrátt fyrir allt dálítið á glundroðann og er hann þó nógur fyrir eins og lýst var í greininni 4. ágúst síðast liðinn. Mér virðist dómskerfið vera að mörgu leyti hannað utan um svona málsmeðferðir. Mér sýnist að það byggist bara á ímyndunaraflinu hvernig unnt er að gera hvað sem er tortryggilegt sem viðkemur matsmáli í því skyni að teygja málið og toga. Ekkert virðist því til fyrirstöðu að hreinlega ljúga einhverju upp sem geri það að verkum. Ekkert virðist að því að reyna að hafa í gegn með einhverjum ráðum að málið dragist á langinn og um leið að bölsótast yfir því (við dómarann) að það geri það. Síðan er unnt að kæra til dómara að málið sé allt í vitleysu (sem hann er sjálfur búinn að koma því í) og heimta jafnvel að lokum að hætt verði við allt saman. Nákvæmlega þannig fannst mér það vera í dómsmálinu sem ég lenti í. Tíminn sem fer í allt þetta er síðan notaður til enn frekari áherslu á að ekki megi taka meiri tíma til þess að afla frekari sönnunargagna. Sannleikurinn er sá að mál geta hæglega farið þannig að matsbeiðandinn reynir að stýra málinu einhvern veginn í höfn en matsþolinn getur ráðið því innan víðra marka með alls konar rugli hvernig hann gerir það. Í lögunum virðist einungis gert ráð fyrir að matið sé einfalt. Ef það reynist flókið lítur út fyrir að Alþingi og dómskerfið hafi lokað sig inni í því að það verði samt að vera einfalt. Þarna finnst mér misindismönnum virkilega vera boðið upp í dans. Þarna er þeirra tækifæri. Flækja málið eins og unnt er og sigurinn gæti þar með verið unninn. Niðurstaðan er sú að sá aðili málsins sem hefur þá hagsmuni að málið gangi fljótt fyrir sig á undir högg að sækja. Sá aðili sem vill flækja málið og draga það á langinn getur það innan víðra marka. Hann þarf bara dálítið hugarflug til þess. Alþingi hefur séð til þess með sínum lagasetningum að hann geti það. Öllu ferlinu í sambandi við matsmálin verður hreinlega að umbylta þannig að það verði sveigjanlegra. Dómarinn verður að taka að sér stjórn á öllu ferlinu. Hann eða einhver á hans vegum þarf að sjá um öll samskipti við matsmenn. Þá er bara eftir að spyrja hvort þetta geti gengið svona? Ég tel svo ekki vera. Ég tel hreinlega að taka þurfi allt dómskerfið í gegn í því skyni að réttlætis- og nútímavæða það. Þar er matskerfið augljóst dæmi um það sem einna brýnast yrði að taka í gegn. Höfundur er rekstrarverkfræðingur.
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar