Rógur eða rannsókn? Bryndís Schram skrifar 11. september 2023 11:30 Páll Magnússon, frændi minn – þjóðkunnur fjölmiðlamaður – var um daginn í „sómaviðtali“ við Sölva Tryggvason. DV tínir svo það sem fréttnæmt þykir upp úr viðtalinu undir fyrirsögninni: „Segir, að fréttir af veislu Jóns Baldvins og Bryndísar hafi markað ákveðin tímamót“. Ég trúi varla mínum eigin augum. Í viðtalinu er Páll að hæla sjálfum sér fyrir að hafa staðið dyggan vörð um ritstjórnarlegt sjálfstæði sitt gagnvart eigendum/útgefendum. Gott, ef hann er ekki að lýsa sjálfum sér sem brautryðjanda í rannsóknarblaðamennsku. En dæmið sem hann tekur, rennir ekki beinlínis stoðum undir sjálfshólið: Síendurteknar lygafréttir hans um, að Jón Baldvin – þá fjármálaráðherra – hafi látið skattgreiðendur borga veislu í tilefni af 50 ára afmæli mínu. Rannsókn Ríkisendurskoðunar leiddu í ljós, að þetta var og er tilhæfulaust með öllu. Bara rógur. Staðreyndirnar eru þessar: Eftirmaður Jóns Baldvins á stóli fjármálaráðherra, komst á snoðir um tvær nótur um áfengisúttektir í tíð Jóns Baldvins, þar sem tilefnis var ekki getið. Ráðherrann laumaði nótunum í hendur talhlýðins fréttamanns með þeirri kurteislegu ábendinu, að nóturnar væru tímasettar um líkt leyti og mín fjölsótta afmælisveisla. Þetta byrjaði sem sé sem venjulegt pólitískt baktjaldamakk til að koma höggi á andstæðing. Um leið var þetta rakið tilefni til rannsóknarblaðamennsku - til að gegna í verki hlutverki fjölmiðla um að veita valdhöfum viðeigandi aðhald. Hvernig? Með því að bera saman úttektarnótur ráðuneytisins og tiltæk gögn um kostun veislunnar. En ekkert slíkt gerðist. Það var engin rannsókn. Það var látið nægja að tönnlast á því í sífellu, vikum og mánuðum saman, að „grunur léki á“ o.s.frv.. Þar fór fremstur í flokki Páll Magnússon. Svo var spurt í skoðanakönnun, hver væri spilltasti stjórnmálamaður Íslands. Jón Baldvin vann þá keppni með yfirburðum. Þá var honum loks nóg boðið. Hann krafðsit þess, að þáverandi forseti Alþingis fæli Ríkisendurskoðun - sem heyrir undir Alþingi – að rannsaka málið - leiða hið sanna í ljós. Undir hótun. Forsetinn hafnaði því með þeim orðum, að þetta væri einkamál Jóns Baldvins. Það var ekki fyrr en Jón Baldvin hótaði því að leggja fram fyrirspurninr um ráðstöfun risnufjár ráðherra í ríkisstjórn Íslands allan lýðveldistímann – þannig að Alþingi hefði um fátt annað að ræða – sem hann lét undan síga. Tæpu ári eftir að rógsherferðin byrjaði barst að lokum fréttatilkynning frá Ríkisendurskoðun um niðurstöðu rannsóknarinnar. Þetta var 12.okt. 1989. Það var stutt og laggott: „Athugunin hefur ekki leitt neitt í ljós, sem gefi ástæðu til að tengja þetta tvennt saman – úttektarnótur ráðuneytisins og framlögð gögn um kostun veislunnar - eða rengja sannleiksgildi fyrirliggjandi gagna um, að greiðsla veislufanganna hafi verið með eðlilegum hætti“. Af tilviljun horfði ég á sjónvarpsfréttir umrætt kvöld. Þar blasti Páll Magnússon við á skjánum eins og venjulega. Allt í einu segir hann: „Hér var að berast ný frétt: Þar segir, að athugun Ríkisendurskoðunar hafi ekki leitt neitt í ljós, sem gefi ástæðu til að tengja þetta tvennt saman (úttektarnóturráðuneytisins og framlögð gögn um kostnað vegna afmælisveislu Bryndísar Schram) - eða rengja sannleiksgildi fyrirliggjandi gagna um að greiðsla veilsufanganna hafi verið með eðlilegum hætti“. Það var ekki laust við, að það vottaði fyrir skömmustulegum svip á andliti Páls. Alla vega var brosið svolítið kindarlegt. En afsökunarbeiðnin hefur ekki borist enn – 35 árum síðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Schram Mest lesið Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Páll Magnússon, frændi minn – þjóðkunnur fjölmiðlamaður – var um daginn í „sómaviðtali“ við Sölva Tryggvason. DV tínir svo það sem fréttnæmt þykir upp úr viðtalinu undir fyrirsögninni: „Segir, að fréttir af veislu Jóns Baldvins og Bryndísar hafi markað ákveðin tímamót“. Ég trúi varla mínum eigin augum. Í viðtalinu er Páll að hæla sjálfum sér fyrir að hafa staðið dyggan vörð um ritstjórnarlegt sjálfstæði sitt gagnvart eigendum/útgefendum. Gott, ef hann er ekki að lýsa sjálfum sér sem brautryðjanda í rannsóknarblaðamennsku. En dæmið sem hann tekur, rennir ekki beinlínis stoðum undir sjálfshólið: Síendurteknar lygafréttir hans um, að Jón Baldvin – þá fjármálaráðherra – hafi látið skattgreiðendur borga veislu í tilefni af 50 ára afmæli mínu. Rannsókn Ríkisendurskoðunar leiddu í ljós, að þetta var og er tilhæfulaust með öllu. Bara rógur. Staðreyndirnar eru þessar: Eftirmaður Jóns Baldvins á stóli fjármálaráðherra, komst á snoðir um tvær nótur um áfengisúttektir í tíð Jóns Baldvins, þar sem tilefnis var ekki getið. Ráðherrann laumaði nótunum í hendur talhlýðins fréttamanns með þeirri kurteislegu ábendinu, að nóturnar væru tímasettar um líkt leyti og mín fjölsótta afmælisveisla. Þetta byrjaði sem sé sem venjulegt pólitískt baktjaldamakk til að koma höggi á andstæðing. Um leið var þetta rakið tilefni til rannsóknarblaðamennsku - til að gegna í verki hlutverki fjölmiðla um að veita valdhöfum viðeigandi aðhald. Hvernig? Með því að bera saman úttektarnótur ráðuneytisins og tiltæk gögn um kostun veislunnar. En ekkert slíkt gerðist. Það var engin rannsókn. Það var látið nægja að tönnlast á því í sífellu, vikum og mánuðum saman, að „grunur léki á“ o.s.frv.. Þar fór fremstur í flokki Páll Magnússon. Svo var spurt í skoðanakönnun, hver væri spilltasti stjórnmálamaður Íslands. Jón Baldvin vann þá keppni með yfirburðum. Þá var honum loks nóg boðið. Hann krafðsit þess, að þáverandi forseti Alþingis fæli Ríkisendurskoðun - sem heyrir undir Alþingi – að rannsaka málið - leiða hið sanna í ljós. Undir hótun. Forsetinn hafnaði því með þeim orðum, að þetta væri einkamál Jóns Baldvins. Það var ekki fyrr en Jón Baldvin hótaði því að leggja fram fyrirspurninr um ráðstöfun risnufjár ráðherra í ríkisstjórn Íslands allan lýðveldistímann – þannig að Alþingi hefði um fátt annað að ræða – sem hann lét undan síga. Tæpu ári eftir að rógsherferðin byrjaði barst að lokum fréttatilkynning frá Ríkisendurskoðun um niðurstöðu rannsóknarinnar. Þetta var 12.okt. 1989. Það var stutt og laggott: „Athugunin hefur ekki leitt neitt í ljós, sem gefi ástæðu til að tengja þetta tvennt saman – úttektarnótur ráðuneytisins og framlögð gögn um kostun veislunnar - eða rengja sannleiksgildi fyrirliggjandi gagna um, að greiðsla veislufanganna hafi verið með eðlilegum hætti“. Af tilviljun horfði ég á sjónvarpsfréttir umrætt kvöld. Þar blasti Páll Magnússon við á skjánum eins og venjulega. Allt í einu segir hann: „Hér var að berast ný frétt: Þar segir, að athugun Ríkisendurskoðunar hafi ekki leitt neitt í ljós, sem gefi ástæðu til að tengja þetta tvennt saman (úttektarnóturráðuneytisins og framlögð gögn um kostnað vegna afmælisveislu Bryndísar Schram) - eða rengja sannleiksgildi fyrirliggjandi gagna um að greiðsla veilsufanganna hafi verið með eðlilegum hætti“. Það var ekki laust við, að það vottaði fyrir skömmustulegum svip á andliti Páls. Alla vega var brosið svolítið kindarlegt. En afsökunarbeiðnin hefur ekki borist enn – 35 árum síðar.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun