Fjármögnun búnaðar vegna almannavarna á herðum einstakra sveitarfélaga Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar 12. september 2023 11:30 Síðustu ár hefur umræðan um búnaðarmál og menntun slökkviliða stöðugt aukist í tengslum við gróðurelda og aðrar almannavarnir. Í tengslum við þá umræðu voru skipaðir einhverjir starfshópan og nefndir m.a. var skipuð nefnd af ráðherra árið 2020 til að fara yfir þessi mál sem í framhaldinu skilaði inn skýrslu til HMS. Nefndina skipuðu reynslumiklir slökkviliðstjórar en sömuleiðis höfðu aðkomu af nefndinni aðilar frá Ríkislögreglustjóra, Almannavörnum, Landhelgisgæslunni og HMS. Í þeirri skýrslu var m.a. nákvæmlega farið yfir búnaðarþörf í tengslum við viðbrögð m.v. landssvæðaskiptingu, forvarnarstarf og tækifæri sem gætu falist í sameiginlegum búnaði slökkviliða til að bregðast við gróðureldum. Því miður þá virðist sem ekki hafi verið unnið frekar með þá skýrslu eða aðrar þær tillögur sem var skilað inn eins og lagt var upp með. Í áhættumati almannavarna (2011) kemur fram að gróðureldahætta á Íslandi hafi aukist. Með hlýnandi veðurfari, breytingum á landbúnaði minnkandi beit og aukinni skógrækt hafa aðstæður breyst mikið á síðustu árum. Jafnfram hefur heilsárs búsetu á frístundasvæðum aukist í tengslum við þróun um störf óháð staðsetningu Gróðureldar eru náttúruvá og ber að skilgreina sem slíka Starfssvæði slökkviliðs Borgarbyggðar er dæmi um eitt áhættumesta gróðureldasvæði á landinu, sama má segja um starfssvæði Brunavarna Árnessýslu.En staðreyndin er sú að sveitarfélög eru almennt ekki nægilega vel í stakk búin búnaðarlega séð til að kljást við gróðurelda hér á landi. Í slökkvilið Borgarbyggðar býr mikil fagþekking ásamt sérþekkingu á viðbrögðum við gróðureldum sem hefur skapast með reynslu. Það blasir því við að tækifæri er til þess að í Borgarbyggð er upplagt svæði fyrir starfsstöð fyrir menntun fyrir slökkviliðsfólk. Gróðureldar eru náttúruvá og ber að skilgreina sem slíka. Viðbrögð við gróðureldum eiga sannarlega heima undir fjármagnsstoðum Almannavarna ríkisíns en ekki sveitarfélögum eins og núverandi skipulag gerir ráð fyrir. Ég þykist vita að sveitarfélögi í landinu eru fús til samstarfs í þessum málum en það er gríðarlega brýnt að unnið verði að markmiðum um sameiginlegan gróðureldabúnað og viðhaldsfjármagn með aðkomu hins opinbera. Sveitarfélögin viðbragðsaðilar á þjóðvegi 1 Árið 2000 var björgun úr bílflökum skilgreind sem hlutverk slökkviliða, það voru jákvæðar breytingar enda slökkviliðsmenn með góða þekkingu á slíkum aðgerðum. Fjármögnun á nauðsynlegum björgunarbúnaði eins og klippum og glennum eru í dag á herðum hvers sveitarfélags fyrir sig. Umferð hefur aukist mikið síðust ár samhliða fjölgun ferðamanna og á aðeins eftir að vaxa. Þjóðuvegur 1 rennur í gegnum eða meðfram sveitarfélögum sem hafa ekkert bolmagn til að takast á við þá fjárfestingu sem slíkt viðbragð gerir ráð fyrir. Viðbragðsaðilar treysta á að sá búnaður sem þarf til björgunar á starfssvæði hvers slökkviliðs sé góður. Staðan í dag er sú að á mörgum svæðum eru tækin gömul og ráða ekki við verkefnin og þróun bíla. Á yfirstandandi ári hefur samkvæmt slökkviliðsstjóra í Borgarbyggð t.a.m þurft að beita klippum 8 sinnum við björgun úr bílflökum í sveitarfélaginu. Þeir einstaklingar sem starfa í viðbragðsgeiranum hafa áhyggjur af því að endurnýjun á búnaði sé ekki í takt við fjölgu ferðamanna og meiri umferð. Öryggi slökkviliðsmanna, viðbragðsaðila og vegfarenda þarf að tryggja. Nauðynlegt er að ráðast sem fyrst í endurskilgreiningu á hlutverki og ábyrgð sveitarfélaga þegar kemur að fjármögnun búnaðar og viðbragðs tengt almannavörnum. Höfundur er forseti sveitarstjórnar í Borgarbyggð og formaður stjórnar SSV. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Almannavarnir Borgarbyggð Sveitarstjórnarmál Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Síðustu ár hefur umræðan um búnaðarmál og menntun slökkviliða stöðugt aukist í tengslum við gróðurelda og aðrar almannavarnir. Í tengslum við þá umræðu voru skipaðir einhverjir starfshópan og nefndir m.a. var skipuð nefnd af ráðherra árið 2020 til að fara yfir þessi mál sem í framhaldinu skilaði inn skýrslu til HMS. Nefndina skipuðu reynslumiklir slökkviliðstjórar en sömuleiðis höfðu aðkomu af nefndinni aðilar frá Ríkislögreglustjóra, Almannavörnum, Landhelgisgæslunni og HMS. Í þeirri skýrslu var m.a. nákvæmlega farið yfir búnaðarþörf í tengslum við viðbrögð m.v. landssvæðaskiptingu, forvarnarstarf og tækifæri sem gætu falist í sameiginlegum búnaði slökkviliða til að bregðast við gróðureldum. Því miður þá virðist sem ekki hafi verið unnið frekar með þá skýrslu eða aðrar þær tillögur sem var skilað inn eins og lagt var upp með. Í áhættumati almannavarna (2011) kemur fram að gróðureldahætta á Íslandi hafi aukist. Með hlýnandi veðurfari, breytingum á landbúnaði minnkandi beit og aukinni skógrækt hafa aðstæður breyst mikið á síðustu árum. Jafnfram hefur heilsárs búsetu á frístundasvæðum aukist í tengslum við þróun um störf óháð staðsetningu Gróðureldar eru náttúruvá og ber að skilgreina sem slíka Starfssvæði slökkviliðs Borgarbyggðar er dæmi um eitt áhættumesta gróðureldasvæði á landinu, sama má segja um starfssvæði Brunavarna Árnessýslu.En staðreyndin er sú að sveitarfélög eru almennt ekki nægilega vel í stakk búin búnaðarlega séð til að kljást við gróðurelda hér á landi. Í slökkvilið Borgarbyggðar býr mikil fagþekking ásamt sérþekkingu á viðbrögðum við gróðureldum sem hefur skapast með reynslu. Það blasir því við að tækifæri er til þess að í Borgarbyggð er upplagt svæði fyrir starfsstöð fyrir menntun fyrir slökkviliðsfólk. Gróðureldar eru náttúruvá og ber að skilgreina sem slíka. Viðbrögð við gróðureldum eiga sannarlega heima undir fjármagnsstoðum Almannavarna ríkisíns en ekki sveitarfélögum eins og núverandi skipulag gerir ráð fyrir. Ég þykist vita að sveitarfélögi í landinu eru fús til samstarfs í þessum málum en það er gríðarlega brýnt að unnið verði að markmiðum um sameiginlegan gróðureldabúnað og viðhaldsfjármagn með aðkomu hins opinbera. Sveitarfélögin viðbragðsaðilar á þjóðvegi 1 Árið 2000 var björgun úr bílflökum skilgreind sem hlutverk slökkviliða, það voru jákvæðar breytingar enda slökkviliðsmenn með góða þekkingu á slíkum aðgerðum. Fjármögnun á nauðsynlegum björgunarbúnaði eins og klippum og glennum eru í dag á herðum hvers sveitarfélags fyrir sig. Umferð hefur aukist mikið síðust ár samhliða fjölgun ferðamanna og á aðeins eftir að vaxa. Þjóðuvegur 1 rennur í gegnum eða meðfram sveitarfélögum sem hafa ekkert bolmagn til að takast á við þá fjárfestingu sem slíkt viðbragð gerir ráð fyrir. Viðbragðsaðilar treysta á að sá búnaður sem þarf til björgunar á starfssvæði hvers slökkviliðs sé góður. Staðan í dag er sú að á mörgum svæðum eru tækin gömul og ráða ekki við verkefnin og þróun bíla. Á yfirstandandi ári hefur samkvæmt slökkviliðsstjóra í Borgarbyggð t.a.m þurft að beita klippum 8 sinnum við björgun úr bílflökum í sveitarfélaginu. Þeir einstaklingar sem starfa í viðbragðsgeiranum hafa áhyggjur af því að endurnýjun á búnaði sé ekki í takt við fjölgu ferðamanna og meiri umferð. Öryggi slökkviliðsmanna, viðbragðsaðila og vegfarenda þarf að tryggja. Nauðynlegt er að ráðast sem fyrst í endurskilgreiningu á hlutverki og ábyrgð sveitarfélaga þegar kemur að fjármögnun búnaðar og viðbragðs tengt almannavörnum. Höfundur er forseti sveitarstjórnar í Borgarbyggð og formaður stjórnar SSV.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun