Enn sektar Neytendastofa vegna fullyrðinga um CBD-olíu Atli Ísleifsson skrifar 12. september 2023 12:14 Adotta CBD Reykjavík ehf. fær 100 þúsund króna vegna fullyrðinganna. Vísir/Vilhelm Neytendastofa hefur ákveðið að sekta Adotta CBD Reykjavík ehf. um 100 þúsund króna vegna brota í tengslum við fullyrðingar félagsins um lyfjavirkni snyrtivara sem innihalda CBD og eru seldar undir vörumerkinu „CBD RVK“. Neytendastofa tilkynnti á dögunum að Healing Iceland ehf. hefði einnig verið sektað um 100 þúsund krónur vegna fullyrðinga um lyfjavirkni snyrtivara sem innihalda CBD og seldar eru á vefsíðu félagsins undir vörumerkinu „Sproti“. Brotin voru metin alvarleg auk þess að stríða gegn góðum viðskiptaháttum. Á vef Neytendastofu segir að mál Adotta CBD Reykjavík hafi lotið bæði að fullyrðingum um lyfjavirkni snyrtivara sem auglýstar voru á útvarpsmiðlum RÚV sem og fullyrðingum sem birtust á vefsíðu félagsins, cbdrvk.is. „Undir rekstri málsins hélt Adotta CBD Reykjavík því fram að ekki væri um fullyrðingar að ræða samkvæmt skilgreiningu þess orðs ásamt því að haldið var fram að umræddar vörur hefðu margvísleg áhrif til bóta fyrir notandann. Því væri ljóst að vörurnar bæti svefn og dragi úr verkjum. Á síðari stigum málsins kom fram að umræddar útvarpsauglýsingar hefðu verið settar fram í góðri trú. Verði niðurstaða Neytendastofu sú að nálgun og orðalag sé ekki í lagi verði hætt að notast við umræddar útvarpsauglýsingar. Þá hafi félagið tekið út af vefsíðu sinni fullyrðingar um virkni vara félagsins á taugakerfið. Taldi Neytendastofa ljóst að strangar sönnunarkröfur gildi um fullyrðingar sem eiga við um áhrif efnis á heilsu manna og mikilvægt að heimildir þær sem viðkomandi seljandi vísi til séu afdráttarlausar og áreiðanlegar um raunveruleg áhrif efnisins á heilsu. Það sé líklegt að neytendur stóli á birtar upplýsingar að þessu leyti og byggi kauphegðun sína á þeim og væru fullyrðingarnar því líklegar til að raska verulega fjárhagslegri hegðun neytenda. Viðskiptahættir félagsins væru því til þess fallnir að valda því að hinn almenni neytandi sem fullyrðingarnar beinast að taki viðskiptaákvörðun sem hann myndi ekki annars hafa tekið. Taldi stofnunin hæfilegt að sekta félagið um 100.000 kr. vegna brota sinna,“ segir á vef Neytendastofu. Neytendur Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Fá sekt vegna fullyrðinga um CBD-olíuna Sprota Neytendastofa hefur ákveðið að sekta Healing Iceland ehf. um 100 þúsund krónur vegna fullyrðinga um lyfjavirkni snyrtivara sem innihalda CBD og eru seldar á vefsíðu félagsins undir vörumerkinu „Sproti“. Brotin eru metin alvarleg auk þess að stríða gegn góðum viðskiptaháttum. 8. september 2023 10:54 Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Sjá meira
Neytendastofa tilkynnti á dögunum að Healing Iceland ehf. hefði einnig verið sektað um 100 þúsund krónur vegna fullyrðinga um lyfjavirkni snyrtivara sem innihalda CBD og seldar eru á vefsíðu félagsins undir vörumerkinu „Sproti“. Brotin voru metin alvarleg auk þess að stríða gegn góðum viðskiptaháttum. Á vef Neytendastofu segir að mál Adotta CBD Reykjavík hafi lotið bæði að fullyrðingum um lyfjavirkni snyrtivara sem auglýstar voru á útvarpsmiðlum RÚV sem og fullyrðingum sem birtust á vefsíðu félagsins, cbdrvk.is. „Undir rekstri málsins hélt Adotta CBD Reykjavík því fram að ekki væri um fullyrðingar að ræða samkvæmt skilgreiningu þess orðs ásamt því að haldið var fram að umræddar vörur hefðu margvísleg áhrif til bóta fyrir notandann. Því væri ljóst að vörurnar bæti svefn og dragi úr verkjum. Á síðari stigum málsins kom fram að umræddar útvarpsauglýsingar hefðu verið settar fram í góðri trú. Verði niðurstaða Neytendastofu sú að nálgun og orðalag sé ekki í lagi verði hætt að notast við umræddar útvarpsauglýsingar. Þá hafi félagið tekið út af vefsíðu sinni fullyrðingar um virkni vara félagsins á taugakerfið. Taldi Neytendastofa ljóst að strangar sönnunarkröfur gildi um fullyrðingar sem eiga við um áhrif efnis á heilsu manna og mikilvægt að heimildir þær sem viðkomandi seljandi vísi til séu afdráttarlausar og áreiðanlegar um raunveruleg áhrif efnisins á heilsu. Það sé líklegt að neytendur stóli á birtar upplýsingar að þessu leyti og byggi kauphegðun sína á þeim og væru fullyrðingarnar því líklegar til að raska verulega fjárhagslegri hegðun neytenda. Viðskiptahættir félagsins væru því til þess fallnir að valda því að hinn almenni neytandi sem fullyrðingarnar beinast að taki viðskiptaákvörðun sem hann myndi ekki annars hafa tekið. Taldi stofnunin hæfilegt að sekta félagið um 100.000 kr. vegna brota sinna,“ segir á vef Neytendastofu.
Neytendur Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Fá sekt vegna fullyrðinga um CBD-olíuna Sprota Neytendastofa hefur ákveðið að sekta Healing Iceland ehf. um 100 þúsund krónur vegna fullyrðinga um lyfjavirkni snyrtivara sem innihalda CBD og eru seldar á vefsíðu félagsins undir vörumerkinu „Sproti“. Brotin eru metin alvarleg auk þess að stríða gegn góðum viðskiptaháttum. 8. september 2023 10:54 Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Sjá meira
Fá sekt vegna fullyrðinga um CBD-olíuna Sprota Neytendastofa hefur ákveðið að sekta Healing Iceland ehf. um 100 þúsund krónur vegna fullyrðinga um lyfjavirkni snyrtivara sem innihalda CBD og eru seldar á vefsíðu félagsins undir vörumerkinu „Sproti“. Brotin eru metin alvarleg auk þess að stríða gegn góðum viðskiptaháttum. 8. september 2023 10:54