Enn sektar Neytendastofa vegna fullyrðinga um CBD-olíu Atli Ísleifsson skrifar 12. september 2023 12:14 Adotta CBD Reykjavík ehf. fær 100 þúsund króna vegna fullyrðinganna. Vísir/Vilhelm Neytendastofa hefur ákveðið að sekta Adotta CBD Reykjavík ehf. um 100 þúsund króna vegna brota í tengslum við fullyrðingar félagsins um lyfjavirkni snyrtivara sem innihalda CBD og eru seldar undir vörumerkinu „CBD RVK“. Neytendastofa tilkynnti á dögunum að Healing Iceland ehf. hefði einnig verið sektað um 100 þúsund krónur vegna fullyrðinga um lyfjavirkni snyrtivara sem innihalda CBD og seldar eru á vefsíðu félagsins undir vörumerkinu „Sproti“. Brotin voru metin alvarleg auk þess að stríða gegn góðum viðskiptaháttum. Á vef Neytendastofu segir að mál Adotta CBD Reykjavík hafi lotið bæði að fullyrðingum um lyfjavirkni snyrtivara sem auglýstar voru á útvarpsmiðlum RÚV sem og fullyrðingum sem birtust á vefsíðu félagsins, cbdrvk.is. „Undir rekstri málsins hélt Adotta CBD Reykjavík því fram að ekki væri um fullyrðingar að ræða samkvæmt skilgreiningu þess orðs ásamt því að haldið var fram að umræddar vörur hefðu margvísleg áhrif til bóta fyrir notandann. Því væri ljóst að vörurnar bæti svefn og dragi úr verkjum. Á síðari stigum málsins kom fram að umræddar útvarpsauglýsingar hefðu verið settar fram í góðri trú. Verði niðurstaða Neytendastofu sú að nálgun og orðalag sé ekki í lagi verði hætt að notast við umræddar útvarpsauglýsingar. Þá hafi félagið tekið út af vefsíðu sinni fullyrðingar um virkni vara félagsins á taugakerfið. Taldi Neytendastofa ljóst að strangar sönnunarkröfur gildi um fullyrðingar sem eiga við um áhrif efnis á heilsu manna og mikilvægt að heimildir þær sem viðkomandi seljandi vísi til séu afdráttarlausar og áreiðanlegar um raunveruleg áhrif efnisins á heilsu. Það sé líklegt að neytendur stóli á birtar upplýsingar að þessu leyti og byggi kauphegðun sína á þeim og væru fullyrðingarnar því líklegar til að raska verulega fjárhagslegri hegðun neytenda. Viðskiptahættir félagsins væru því til þess fallnir að valda því að hinn almenni neytandi sem fullyrðingarnar beinast að taki viðskiptaákvörðun sem hann myndi ekki annars hafa tekið. Taldi stofnunin hæfilegt að sekta félagið um 100.000 kr. vegna brota sinna,“ segir á vef Neytendastofu. Neytendur Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Fá sekt vegna fullyrðinga um CBD-olíuna Sprota Neytendastofa hefur ákveðið að sekta Healing Iceland ehf. um 100 þúsund krónur vegna fullyrðinga um lyfjavirkni snyrtivara sem innihalda CBD og eru seldar á vefsíðu félagsins undir vörumerkinu „Sproti“. Brotin eru metin alvarleg auk þess að stríða gegn góðum viðskiptaháttum. 8. september 2023 10:54 Mest lesið Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Fleiri fréttir Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Sjá meira
Neytendastofa tilkynnti á dögunum að Healing Iceland ehf. hefði einnig verið sektað um 100 þúsund krónur vegna fullyrðinga um lyfjavirkni snyrtivara sem innihalda CBD og seldar eru á vefsíðu félagsins undir vörumerkinu „Sproti“. Brotin voru metin alvarleg auk þess að stríða gegn góðum viðskiptaháttum. Á vef Neytendastofu segir að mál Adotta CBD Reykjavík hafi lotið bæði að fullyrðingum um lyfjavirkni snyrtivara sem auglýstar voru á útvarpsmiðlum RÚV sem og fullyrðingum sem birtust á vefsíðu félagsins, cbdrvk.is. „Undir rekstri málsins hélt Adotta CBD Reykjavík því fram að ekki væri um fullyrðingar að ræða samkvæmt skilgreiningu þess orðs ásamt því að haldið var fram að umræddar vörur hefðu margvísleg áhrif til bóta fyrir notandann. Því væri ljóst að vörurnar bæti svefn og dragi úr verkjum. Á síðari stigum málsins kom fram að umræddar útvarpsauglýsingar hefðu verið settar fram í góðri trú. Verði niðurstaða Neytendastofu sú að nálgun og orðalag sé ekki í lagi verði hætt að notast við umræddar útvarpsauglýsingar. Þá hafi félagið tekið út af vefsíðu sinni fullyrðingar um virkni vara félagsins á taugakerfið. Taldi Neytendastofa ljóst að strangar sönnunarkröfur gildi um fullyrðingar sem eiga við um áhrif efnis á heilsu manna og mikilvægt að heimildir þær sem viðkomandi seljandi vísi til séu afdráttarlausar og áreiðanlegar um raunveruleg áhrif efnisins á heilsu. Það sé líklegt að neytendur stóli á birtar upplýsingar að þessu leyti og byggi kauphegðun sína á þeim og væru fullyrðingarnar því líklegar til að raska verulega fjárhagslegri hegðun neytenda. Viðskiptahættir félagsins væru því til þess fallnir að valda því að hinn almenni neytandi sem fullyrðingarnar beinast að taki viðskiptaákvörðun sem hann myndi ekki annars hafa tekið. Taldi stofnunin hæfilegt að sekta félagið um 100.000 kr. vegna brota sinna,“ segir á vef Neytendastofu.
Neytendur Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Fá sekt vegna fullyrðinga um CBD-olíuna Sprota Neytendastofa hefur ákveðið að sekta Healing Iceland ehf. um 100 þúsund krónur vegna fullyrðinga um lyfjavirkni snyrtivara sem innihalda CBD og eru seldar á vefsíðu félagsins undir vörumerkinu „Sproti“. Brotin eru metin alvarleg auk þess að stríða gegn góðum viðskiptaháttum. 8. september 2023 10:54 Mest lesið Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Fleiri fréttir Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Sjá meira
Fá sekt vegna fullyrðinga um CBD-olíuna Sprota Neytendastofa hefur ákveðið að sekta Healing Iceland ehf. um 100 þúsund krónur vegna fullyrðinga um lyfjavirkni snyrtivara sem innihalda CBD og eru seldar á vefsíðu félagsins undir vörumerkinu „Sproti“. Brotin eru metin alvarleg auk þess að stríða gegn góðum viðskiptaháttum. 8. september 2023 10:54
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent