Munu ganga í það heilaga næsta sumar Atli Ísleifsson skrifar 13. september 2023 08:42 Marta Lovísa og Durek Verrett opinberuðu samband sitt árið 2019. Instagram Marta Lovísa Noregsprinsessa mun ganga að eiga unnusta sinn, hinn 48 ára Durek Verrett, í ágúst á næsta ári. Um ár er síðan parið greindi frá trúlofun sinni en í morgun tilkynntu þau að brúðkaupið muni fara fram þann 31. ágúst 2024. Athöfnin mun fara fram á Hotel Union í Geirangursfirði. „Við erum ótrúlega ánægð með að geta fagnað ást okkar í fallegu umhverfi í Geirangri. Það skiptir okkur miklu máli að safna okkar fólki saman á stað sem er svo ríkur af sögu og stórkostlegri náttúru. Geirangur er fullkominn staður til að dásama ást okkar,“ segir í sameiginlegri yfirlýsingu frá Mörtu Lovísu og Verrett. Norskir fjölmiðlar segja frá því að Verrett, sem kallar sig „shaman Durek“, muni samkvæmt hefð ekki bera konunglegan titil eða koma fram fyrir hönd konungsfjölskyldunnar. Hin 51 árs gamla Marta Lovísa og hinn bandaríski Durek opinberuðu samband sitt árið 2019. Marta Lovísa var áður gift listamanninum Ari Behn, sem lést í lok árs 2019, en þau eignuðust saman þrjár dætur, þær Emma Tallulah, Leah Isadora og Maud Angelica. Marta og Behn giftust árið 2002 en skildu árið 2017. View this post on Instagram A post shared by Ma rtha Louise (@iam_marthalouise) Marta Lovísa, sem er fjórða í erfðaröð norsku krúnunnar og eina dóttir Haraldar Noregskonungs og Sonju drottningar. Þau Marta Lovísa og Durek greindu frá trúlofun sinni sumarið 2022 og var skömmu síðar tilkynnt að hún myndi ekki lengur koma fram fyrir hönd konungsfjölskyldunnar. Samband þeirra hefur mikið verið á milli tannanna á fólki í Noregi og víðar, ekki síst vegna starfa Durek sem töfralæknir og yfirlýsinga hans um krabbamein, kórónuveiruna og fleira. Noregur Kóngafólk Ástin og lífið Tengdar fréttir Marta Lovísa hættir að koma fram í nafni konungsfjölskyldunnar Marta Lovísa Noregsprinsessa mun ekki koma fram opinberlega í nafni norsku konungsfjölskyldunnar framar. 8. nóvember 2022 10:27 Marta Lovísa prinsessa og Durek Verrett trúlofuð Norska prinsessan Marta Lovísa og bandaríski seiðmaðurinn Durek Verrett eru trúlofuð. 7. júní 2022 09:10 Vafasamar fullyrðingar seiðskrattans um krabbamein barna komu í veg fyrir útgáfuna Norska bókaforlagið Cappelen Damm hefur ákveðið að hætta við útgáfu bókar Bandaríkjamannsins Dureks Verretts, seiðskratta og kærasta Mörtu Lovísu, Noregsprinsessu. 23. október 2019 22:24 Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Julian McMahon látinn Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fleiri fréttir „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Sjá meira
Um ár er síðan parið greindi frá trúlofun sinni en í morgun tilkynntu þau að brúðkaupið muni fara fram þann 31. ágúst 2024. Athöfnin mun fara fram á Hotel Union í Geirangursfirði. „Við erum ótrúlega ánægð með að geta fagnað ást okkar í fallegu umhverfi í Geirangri. Það skiptir okkur miklu máli að safna okkar fólki saman á stað sem er svo ríkur af sögu og stórkostlegri náttúru. Geirangur er fullkominn staður til að dásama ást okkar,“ segir í sameiginlegri yfirlýsingu frá Mörtu Lovísu og Verrett. Norskir fjölmiðlar segja frá því að Verrett, sem kallar sig „shaman Durek“, muni samkvæmt hefð ekki bera konunglegan titil eða koma fram fyrir hönd konungsfjölskyldunnar. Hin 51 árs gamla Marta Lovísa og hinn bandaríski Durek opinberuðu samband sitt árið 2019. Marta Lovísa var áður gift listamanninum Ari Behn, sem lést í lok árs 2019, en þau eignuðust saman þrjár dætur, þær Emma Tallulah, Leah Isadora og Maud Angelica. Marta og Behn giftust árið 2002 en skildu árið 2017. View this post on Instagram A post shared by Ma rtha Louise (@iam_marthalouise) Marta Lovísa, sem er fjórða í erfðaröð norsku krúnunnar og eina dóttir Haraldar Noregskonungs og Sonju drottningar. Þau Marta Lovísa og Durek greindu frá trúlofun sinni sumarið 2022 og var skömmu síðar tilkynnt að hún myndi ekki lengur koma fram fyrir hönd konungsfjölskyldunnar. Samband þeirra hefur mikið verið á milli tannanna á fólki í Noregi og víðar, ekki síst vegna starfa Durek sem töfralæknir og yfirlýsinga hans um krabbamein, kórónuveiruna og fleira.
Noregur Kóngafólk Ástin og lífið Tengdar fréttir Marta Lovísa hættir að koma fram í nafni konungsfjölskyldunnar Marta Lovísa Noregsprinsessa mun ekki koma fram opinberlega í nafni norsku konungsfjölskyldunnar framar. 8. nóvember 2022 10:27 Marta Lovísa prinsessa og Durek Verrett trúlofuð Norska prinsessan Marta Lovísa og bandaríski seiðmaðurinn Durek Verrett eru trúlofuð. 7. júní 2022 09:10 Vafasamar fullyrðingar seiðskrattans um krabbamein barna komu í veg fyrir útgáfuna Norska bókaforlagið Cappelen Damm hefur ákveðið að hætta við útgáfu bókar Bandaríkjamannsins Dureks Verretts, seiðskratta og kærasta Mörtu Lovísu, Noregsprinsessu. 23. október 2019 22:24 Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Julian McMahon látinn Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fleiri fréttir „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Sjá meira
Marta Lovísa hættir að koma fram í nafni konungsfjölskyldunnar Marta Lovísa Noregsprinsessa mun ekki koma fram opinberlega í nafni norsku konungsfjölskyldunnar framar. 8. nóvember 2022 10:27
Marta Lovísa prinsessa og Durek Verrett trúlofuð Norska prinsessan Marta Lovísa og bandaríski seiðmaðurinn Durek Verrett eru trúlofuð. 7. júní 2022 09:10
Vafasamar fullyrðingar seiðskrattans um krabbamein barna komu í veg fyrir útgáfuna Norska bókaforlagið Cappelen Damm hefur ákveðið að hætta við útgáfu bókar Bandaríkjamannsins Dureks Verretts, seiðskratta og kærasta Mörtu Lovísu, Noregsprinsessu. 23. október 2019 22:24
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög