Sætta sig ekki við að tekjuhærri fái meiri skattalækkun Sunna Sæmundsdóttir skrifar 13. september 2023 12:06 Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir fjárlagafrumvarpið gera lítið fyrir komandi kjaraviðræður. Vísir/Vilhelm Nýtt fjárlagafrumvarp stuðlar ekki að gerð langtímasamninga á vinnumarkaði að mati formanns Starfsgreinasambandsins. Hann segist ekki munu sætta sig við það að hátekjufólk fái meiri skattlækkun en þeir sem lægstu launin hafa á næsta ári. Við kynningu fjárlagafrumvarpsins í gær voru boðaðar breytingar á skattkerfinu. Persónuafsláttur hækkar um 8,5 prósent og skattleysis- og þrepamörk hækka um sömu prósentu vegna áður lögfestra breytinga um þróun viðmiðunarfjárhæða í samræmi við verðbólgu. Í Þjóðhagsspá er gert ráð fyrir 7,4 prósent verðbólgu á næsta ári og öll þrepamörk eiga að hækka um 8,5 prósent um áramótin. Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, bendir á að lágtekjufólk muni fá minni skattalækkun en þeir tekjuhærri samkvæmt þessu. „Þeir tekjuhæstu munu fá allt að 110 prósenta hærri skattalækkun heldur en lágtekjufólk og millitekjufólk. Sem dæmi að þá mun skattbyrðin hjá einstaklingi sem er með um átta hundruð þúsund krónur lækka um rétt rúmar sjö þúsund krónur miðað við þessa útfærslu. En þegar þú ert kominn upp í eina og hálfa til tvær milljónir hækkar skattalækkunin í kringum rúmar fimmtán þúsund krónur. Og þetta er eitthvað sem við í Starfsgreinasambandinu munum ekki geta fallist á að verði með þessum hætti.“ Í andstöðu við lífskjarasamning Breytingunni var ætlað að koma í veg fyrir svokallað raunskattskrið og verja kaupmátt launa en Vilhjálmur segir að ef útfærslunni verði haldið svona sé það í fullkominni andstöðu við það sem gert var í lífskjarasamningunum. „Þar reyndum að láta lækkun á skattbyrði fljóta betur gagnvart þeim sem höllustum fæti standa í íslensku samfélagi. Þar var skattbyrðin að lækka árið 2019 um því sem nemur tólf til þrettán þúsund krónur en núna er þessu í raun og veru snúið við og hátekjuhópar fá meiri lækkun en þeir sem þurfa á henni að halda.“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, ítrekaði mikilvægi þess að gerðir yrðu ábyrgir langtímasamningar á vinnumarkaði við kynningu á fjárlögum í gær.Vísir/Vilhelm Fram undan er kjaravetur þar sem skammtímasamningar losna í kringum áramót og fjármálaráðherra ítrekaði í gær mikilvægi þess að gerðir yrðu ábyrgir langtímasamningar. „Ég held að það liggi alveg fyrir að það sem er í þessu frumvarpi mun ekki stuðla að því að það verði gerðir langtímasamningar. Ég held að það liggi alveg fyrir og við höfum talað um það í verkalýðshreyfingunni að aðkoma stjórnvalda að þessum kjarasamningum, ef það á að gera langtímasamning, þarf að vera umtalsverð. Og viðræður á milli aðila vinnumarkaðarins og Samtaka atvinnulífsins þurfa að eiga sér stað, þar sem verður farið yfir þau atriði sem við teljum mjög brýnt að stjórnvöld komi með að borðinu. Og ég tel reyndar líka að sveitarfélögin verði að vera aðilar að slíku samkomulagi ef það á að fara gera hér langtímasamning,“ segir Vilhjámur Birgisson, formaður SGS. Stéttarfélög Vinnumarkaður Fjárlagafrumvarp 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skattar og tollar Fjármál heimilisins Kjaraviðræður 2023 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðadans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Sjá meira
Við kynningu fjárlagafrumvarpsins í gær voru boðaðar breytingar á skattkerfinu. Persónuafsláttur hækkar um 8,5 prósent og skattleysis- og þrepamörk hækka um sömu prósentu vegna áður lögfestra breytinga um þróun viðmiðunarfjárhæða í samræmi við verðbólgu. Í Þjóðhagsspá er gert ráð fyrir 7,4 prósent verðbólgu á næsta ári og öll þrepamörk eiga að hækka um 8,5 prósent um áramótin. Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, bendir á að lágtekjufólk muni fá minni skattalækkun en þeir tekjuhærri samkvæmt þessu. „Þeir tekjuhæstu munu fá allt að 110 prósenta hærri skattalækkun heldur en lágtekjufólk og millitekjufólk. Sem dæmi að þá mun skattbyrðin hjá einstaklingi sem er með um átta hundruð þúsund krónur lækka um rétt rúmar sjö þúsund krónur miðað við þessa útfærslu. En þegar þú ert kominn upp í eina og hálfa til tvær milljónir hækkar skattalækkunin í kringum rúmar fimmtán þúsund krónur. Og þetta er eitthvað sem við í Starfsgreinasambandinu munum ekki geta fallist á að verði með þessum hætti.“ Í andstöðu við lífskjarasamning Breytingunni var ætlað að koma í veg fyrir svokallað raunskattskrið og verja kaupmátt launa en Vilhjálmur segir að ef útfærslunni verði haldið svona sé það í fullkominni andstöðu við það sem gert var í lífskjarasamningunum. „Þar reyndum að láta lækkun á skattbyrði fljóta betur gagnvart þeim sem höllustum fæti standa í íslensku samfélagi. Þar var skattbyrðin að lækka árið 2019 um því sem nemur tólf til þrettán þúsund krónur en núna er þessu í raun og veru snúið við og hátekjuhópar fá meiri lækkun en þeir sem þurfa á henni að halda.“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, ítrekaði mikilvægi þess að gerðir yrðu ábyrgir langtímasamningar á vinnumarkaði við kynningu á fjárlögum í gær.Vísir/Vilhelm Fram undan er kjaravetur þar sem skammtímasamningar losna í kringum áramót og fjármálaráðherra ítrekaði í gær mikilvægi þess að gerðir yrðu ábyrgir langtímasamningar. „Ég held að það liggi alveg fyrir að það sem er í þessu frumvarpi mun ekki stuðla að því að það verði gerðir langtímasamningar. Ég held að það liggi alveg fyrir og við höfum talað um það í verkalýðshreyfingunni að aðkoma stjórnvalda að þessum kjarasamningum, ef það á að gera langtímasamning, þarf að vera umtalsverð. Og viðræður á milli aðila vinnumarkaðarins og Samtaka atvinnulífsins þurfa að eiga sér stað, þar sem verður farið yfir þau atriði sem við teljum mjög brýnt að stjórnvöld komi með að borðinu. Og ég tel reyndar líka að sveitarfélögin verði að vera aðilar að slíku samkomulagi ef það á að fara gera hér langtímasamning,“ segir Vilhjámur Birgisson, formaður SGS.
Stéttarfélög Vinnumarkaður Fjárlagafrumvarp 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skattar og tollar Fjármál heimilisins Kjaraviðræður 2023 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðadans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Sjá meira