Lífið

Gréta verk­stýrði sjálf byggingu hússins

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gréta hefur komið sér einstaklega vel fyrir í Mosfellsbænum.
Gréta hefur komið sér einstaklega vel fyrir í Mosfellsbænum.

Ljósmyndarinn og leiðsögumaðurinn og ævintýrakonan Gréta S. Guðjónsdóttir er þekkt sem ein af bestu ljósmyndurum landsins og svo er hún gríðarlega vinsæl sem leiðsögumaður bæði hér á landi og erlendis.

Og sem mikil útivistarkona fann hún að hana langaði að búa umkringd fallegri náttúru og ákvað því að kaupa sér einingahús og byggja það á fallegum stað í Mosfellsbænum. Gréta stóð í því alein og fékk sér verkstjóra og fann einingahús sem hún fékk að utan.

Vala Matt fór og hitti Grétu í fallegu nær fullkláruðu húsi hennar í Mosfellsbænum og fékk að heyra þessa ævintýralegu sögu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. 

Íslenskar konur eru yfirleitt mjög sjálfstæðar og Gréta er gott dæmi um það eins og sjá má í brotinu úr þættinum hér að neðan. Hægt er að sjá innslagið í heild sinni á Stöð 2+

Klippa: Gréta verkstýrði sjálf byggingu hússins





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.