Draumabrúðkaup Ölmu á Spáni Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 14. september 2023 11:03 Alma giftist draumaprinsinum, Ed Wardweeks, á Spáni á dögunum. Haffi Ben. Tónlistarkonan Alma Guðmundsdóttir, betur þekkt sem Alma Goodman vestanhafs, giftist breska leikaranum Ed Weeks á Spáni liðna helgi. Vinkonur Ölmu úr Nylon voru á meðal veislugesta. Brúðkaupið fór fram í smábænum Murcia á Suður-Spáni, þar sem foreldrar Ed búa og þau trúlofuðu sig í fyrra. Sólin skein sannarlega á brúðhjónin og veislugesti sem fögnuðu í fyrirpartýi á föstudagskvöldinu áður en brúðkaupið sjálft fór fram á laugardeginum. Klara Elías úr Nylon tók lagið fyrir turtildúfurnar og gleðin var sannarlega við völd. Hjónin mánuði fyrir brúðkaupið.Alma Alma kom fyrst fram á sjónarsviðið með Nylon fyrir tuttugu árum. Undanfarin ár hefur hún einbeitt sér að lagasmíð í Los Angeles í Bandaríkjunum. Hún hefur meðal annars samið lag sem Katy Perry. Alma og Ed, kynntust í Los Angeles fyrir nokkrum árum. Alma hefur verið búsett í Los Angeles alveg frá því að hún fluttist út árið 2010 með Klöru og Steinunni Camillu en á þeim tíma mynduðu þær stúlknabandið Charlies. En bandið kom nýlega saman á ný. Dýrmætt að vinna saman Weeks er þekktur leikari í Hollywood og fór meðal annars með hlutverk í gamanþáttaseríunni The Mindy Project. Í dag starfa hjónin saman og segir Alma tónlist ástríðu þeirra beggja í samtali við Vísi á dögunum. „Við byrjuðum fyrst að leika okkur að því að syngja og semja saman og þá fattaði ég að hans helsta áhugamál hefur alltaf verið tónlist. Hann fór í leiklistina sem varð hans lifibrauð en ástríðan fyrir tónlistinni er alltaf til staðar. Okkur finnst ótrúlega gaman að vinna að einhverju saman og hægt og rólega færðist meiri alvara í það. Við erum dugleg að sameina okkar heima og vinnum saman að alls konar skemmtilegu, þar sem við sameinum til dæmis handritaskrif og tónlist,“ sagði Alma. Það væri stór plús að hjúin vinni vel saman. „Það er svo verðmætt og það eru ekkert allir sem fýla að vinna með makanum sínum en það tengir okkur svo vel að vera með sameiginleg verkefni.“ Ástin og lífið Tímamót Tónlist Spánn Íslendingar erlendis Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Sjá meira
Brúðkaupið fór fram í smábænum Murcia á Suður-Spáni, þar sem foreldrar Ed búa og þau trúlofuðu sig í fyrra. Sólin skein sannarlega á brúðhjónin og veislugesti sem fögnuðu í fyrirpartýi á föstudagskvöldinu áður en brúðkaupið sjálft fór fram á laugardeginum. Klara Elías úr Nylon tók lagið fyrir turtildúfurnar og gleðin var sannarlega við völd. Hjónin mánuði fyrir brúðkaupið.Alma Alma kom fyrst fram á sjónarsviðið með Nylon fyrir tuttugu árum. Undanfarin ár hefur hún einbeitt sér að lagasmíð í Los Angeles í Bandaríkjunum. Hún hefur meðal annars samið lag sem Katy Perry. Alma og Ed, kynntust í Los Angeles fyrir nokkrum árum. Alma hefur verið búsett í Los Angeles alveg frá því að hún fluttist út árið 2010 með Klöru og Steinunni Camillu en á þeim tíma mynduðu þær stúlknabandið Charlies. En bandið kom nýlega saman á ný. Dýrmætt að vinna saman Weeks er þekktur leikari í Hollywood og fór meðal annars með hlutverk í gamanþáttaseríunni The Mindy Project. Í dag starfa hjónin saman og segir Alma tónlist ástríðu þeirra beggja í samtali við Vísi á dögunum. „Við byrjuðum fyrst að leika okkur að því að syngja og semja saman og þá fattaði ég að hans helsta áhugamál hefur alltaf verið tónlist. Hann fór í leiklistina sem varð hans lifibrauð en ástríðan fyrir tónlistinni er alltaf til staðar. Okkur finnst ótrúlega gaman að vinna að einhverju saman og hægt og rólega færðist meiri alvara í það. Við erum dugleg að sameina okkar heima og vinnum saman að alls konar skemmtilegu, þar sem við sameinum til dæmis handritaskrif og tónlist,“ sagði Alma. Það væri stór plús að hjúin vinni vel saman. „Það er svo verðmætt og það eru ekkert allir sem fýla að vinna með makanum sínum en það tengir okkur svo vel að vera með sameiginleg verkefni.“
Ástin og lífið Tímamót Tónlist Spánn Íslendingar erlendis Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Sjá meira