Ekki sami sjarmi en stoltið mikið Valur Páll Eiríksson skrifar 14. september 2023 13:00 Arna Sif er stolt af Valsliðinu en segir vissulega öðruvísi að tryggja titilinn ekki á vellinum. Vísir/Vilhelm Arna Sif Ásgrímsdóttir, varnarmaður Vals, kveðst stolt af árangri liðsins sem varð Íslandsmeistari kvenna í fótbolta þriðja mótið í röð í gærkvöld. Titillinn var vís eftir tap Breiðabliks í gær og segir hún tilfinninguna aðeins frábrugðna, að verða meistarar uppi í sófa. „Tilfinningin er í rauninni frábær þó þetta sé dálítil skrýtið, að verða svona sófameistari, ég hef ekki prófað það. Við vorum þarna nokkrar eftir æfingu í gær með kveikt á leiknum inni í klefa og maður gat leyft sér aðeins að hoppa og skoppa. En svo er bara leikur í dag og við viljum klára hann vel,“ segir Arna Sif í samtali við Vísi. „Það er ekki alveg sami sjarmi yfir þessu og ekki sama stemningin. En þetta er búið að vera langt mót og það eru mikilvægir leikir fram undan hjá okkur. Þannig að maður vildi fá þetta staðfest sem fyrst. Ég græt ekkert að þetta hafi gerst svona en vissulega aðeins öðruvísi,“ segir hún enn fremur. Verðskuldað eftir skrýtið tímabil Valur hefur unnið síðustu þrjú Íslandsmót; 2019, 2021 og í fyrra en mótinu var aflýst árið 2020 vegna kórónuveirufaraldursins. Arna Sif kveðst stolt af árangrinum eftir að gengið hafi á miklu í sumar. „Þetta er búið að vera svolítið skrýtið tímabil, þetta byrjaði ekkert frábærlega og Pétur hefur nefnt að það hafi verið pínu skrýtið að við værum efstar eftir fyrri hlutann. Við vorum búnar að ganga í gegnum allskonar hluti, mikið um meiðsli og slíkt en það hefur verið mikill stígandi í þessu hjá okkur í allt sumar og höfum þurft smá tíma til að spila okkur saman,“ „En þetta er mjög verðskuldað og ég er ofboðslega stolt af liðinu,“ segir Arna Sif. Endurtaka sögulegan árangur Valur er nú handhafi Íslandsmeistaratitils kvenna í handbolta og körfubolta auk fótboltans. Valsfólk geti hreykt sig af þeim árangri, en Valur náði þeim árangri einnig árið 2019. „Það er náttúrulega bara frábær árangur hjá félaginu og eitthvað sem allir félagsmenn eru afar stoltir af, og mega vera það. Ég held það séu ekki mörg félög sem hafa leikið þetta eftir og þetta hefur mjög mikla þýðingu sýnir bara hversu frábært starf er unnið á Hlíðarenda,“ segir Arna Sif. Allra augu á Meistaradeildinni Arna Sif segir Valskonur þá ekki hafa tíma til staldra mikið við. Á morgun verður dregið í umspil um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu þar sem Valur verður í pottinum. Leikið verður í því um miðjan október, eftir að deildarkeppninni hér heima er lokið. Valskonur geti því nýtt síðustu vikur tímabilsins til að undirbúa sig fyrir það verkefni þar sem markmiðin eru skýr. „Að hluta til, auðvitað viljum við klára restina vel og vinna okkar leiki. Þetta hefur verið mikil keyrsla og kannski er tækifæri til að dreifa aðeins álaginu og undirbúa Meistaradeildina. Það er mjög jákvætt að fá þetta staðfest snemma því að markmiðið er að komast áfram í riðlakeppni Meistaradeildarinnar og það verður erfitt verkefni. Við þurfum að undirbúa það vel og mæta ferskar í það,“ segir Arna Sif. Valur mætir Stjörnunni í Garðabæ Bestu deild kvenna í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:15 og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Besta deild kvenna Valur Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira
„Tilfinningin er í rauninni frábær þó þetta sé dálítil skrýtið, að verða svona sófameistari, ég hef ekki prófað það. Við vorum þarna nokkrar eftir æfingu í gær með kveikt á leiknum inni í klefa og maður gat leyft sér aðeins að hoppa og skoppa. En svo er bara leikur í dag og við viljum klára hann vel,“ segir Arna Sif í samtali við Vísi. „Það er ekki alveg sami sjarmi yfir þessu og ekki sama stemningin. En þetta er búið að vera langt mót og það eru mikilvægir leikir fram undan hjá okkur. Þannig að maður vildi fá þetta staðfest sem fyrst. Ég græt ekkert að þetta hafi gerst svona en vissulega aðeins öðruvísi,“ segir hún enn fremur. Verðskuldað eftir skrýtið tímabil Valur hefur unnið síðustu þrjú Íslandsmót; 2019, 2021 og í fyrra en mótinu var aflýst árið 2020 vegna kórónuveirufaraldursins. Arna Sif kveðst stolt af árangrinum eftir að gengið hafi á miklu í sumar. „Þetta er búið að vera svolítið skrýtið tímabil, þetta byrjaði ekkert frábærlega og Pétur hefur nefnt að það hafi verið pínu skrýtið að við værum efstar eftir fyrri hlutann. Við vorum búnar að ganga í gegnum allskonar hluti, mikið um meiðsli og slíkt en það hefur verið mikill stígandi í þessu hjá okkur í allt sumar og höfum þurft smá tíma til að spila okkur saman,“ „En þetta er mjög verðskuldað og ég er ofboðslega stolt af liðinu,“ segir Arna Sif. Endurtaka sögulegan árangur Valur er nú handhafi Íslandsmeistaratitils kvenna í handbolta og körfubolta auk fótboltans. Valsfólk geti hreykt sig af þeim árangri, en Valur náði þeim árangri einnig árið 2019. „Það er náttúrulega bara frábær árangur hjá félaginu og eitthvað sem allir félagsmenn eru afar stoltir af, og mega vera það. Ég held það séu ekki mörg félög sem hafa leikið þetta eftir og þetta hefur mjög mikla þýðingu sýnir bara hversu frábært starf er unnið á Hlíðarenda,“ segir Arna Sif. Allra augu á Meistaradeildinni Arna Sif segir Valskonur þá ekki hafa tíma til staldra mikið við. Á morgun verður dregið í umspil um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu þar sem Valur verður í pottinum. Leikið verður í því um miðjan október, eftir að deildarkeppninni hér heima er lokið. Valskonur geti því nýtt síðustu vikur tímabilsins til að undirbúa sig fyrir það verkefni þar sem markmiðin eru skýr. „Að hluta til, auðvitað viljum við klára restina vel og vinna okkar leiki. Þetta hefur verið mikil keyrsla og kannski er tækifæri til að dreifa aðeins álaginu og undirbúa Meistaradeildina. Það er mjög jákvætt að fá þetta staðfest snemma því að markmiðið er að komast áfram í riðlakeppni Meistaradeildarinnar og það verður erfitt verkefni. Við þurfum að undirbúa það vel og mæta ferskar í það,“ segir Arna Sif. Valur mætir Stjörnunni í Garðabæ Bestu deild kvenna í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:15 og verður í beinni á Stöð 2 Sport.
Besta deild kvenna Valur Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira