Leggja fram frumvarp um kristinfræði í grunnskólum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 14. september 2023 15:23 Birgir Þórarinsson er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. Vísir/Vilhelm Sex þingmenn á vegum Sjálfstæðisflokksins, Flokks fólksins og Vinstri grænna vilja að kristinfræði verði aftur kennd í grunnskólum landsins. Þingmennirnir hafa lagt fram frumvarp vegna málsins og leggja til að kristinfræði verði kennd auk trúarbragðafræði. Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. Ásamt honum setja samflokksmenn hans Ásmundur Friðriksson, Vilhjálmur Árnason og Jón Gunnarsson nafn sitt við frumvarpið auk þeirra Bjarna Jónssonar, þingmanns Vinstri grænna og Jakobs Frímanns Magnússonar, þingmanns Flokks fólksins. Þingmennirnir leggja til að í stað þess að það standi einungis „trúarbragðafræði“ í annarri málsgrein 25. grein laga um grunnskóla muni standa „kristinfræði og trúabragðafræði.“ Markmiðið sé að auka veg kristinfræðikennslu í grunnskólum landsins og færa hana til fyrra horfs, fyrir gildistöku grunnskólalaganna árið 2008. Kristnin samofin sögu þjóðarinnar „Eðlilegt er að spurt sé hvaða hlutverki kristinfræðikennsla geti gegnt í nútímasamfélagi, þar sem sívaxandi veraldarhyggja og fjölhyggja eru áberandi. Andstæðingar kristinfræðikennslu vísa gjarnan til þess að æ fleiri segi sig úr þjóðkirkjunni og fáir trúi á guð,“ segir meðal annars í greinargerð sem fylgir frumvarpinu. „Flutningsmenn eru þeirrar skoðunar að taka eigi tillit til þeirra trúarbragða sem hafa verið ráðandi í mótun menningar okkar og samfélags. Kristni er samofin sögu þjóðarinnar í meira en þúsund ár. Ekki er hægt að skilja menningu okkar nema hafa þekkingu á kristnum gildum, svokölluð fjölmenningarhyggja kemur þar ekki í staðinn.“ Áhersla verði lögð á að nemendur læri að þekkja samkennd og siðferði sem birtist í guðspjöllunum og að nemendur öðlist þjálfun í siðferði með því að þekkja biblíusögurnar og merkingu þeirra. „Í námsgreininni kristinfræði og trúarbragðafræði skal hlutfall kennslu í kristinfræði vera 50% og trúarbragðafræði 50%. Jafnframt þarf að uppfæra og auka námsefni á þessu sviði.“ Skólinn ekki trúboðsstofnun Þingmennirnir segja kennsluna ekki eiga að stangast á við trúfrelsi, skólinn sé ekki trúboðsstofnun. Skólanum sé ætlað að miðla þekkingu og auka skilning á kristinni trú og öðrum trúarbrögðum. Með vaxandi fjölgun íslenskra ríkisborgara sem eru af erlendu bergi brotnist aukist nauðsyn þess að brjóta niður múra á milli menningarheilda og trúarhópa og auka þar með umburðarlyndi. Slíkt sé best gert með sérstakri fræðslu um ríkjandi trú landsins, kristni og almennri fræðslu um trúarbrögð. „Til að slík fræðsla verði að gagni og nái að stuðla að alhliða þroska nemenda og virkri þátttöku þeirra í lýðræðisþjóðfélagi þarf hún að ná til allra,“ segir í greinargerðinni. Trúmál Alþingi Grunnskólar Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. Ásamt honum setja samflokksmenn hans Ásmundur Friðriksson, Vilhjálmur Árnason og Jón Gunnarsson nafn sitt við frumvarpið auk þeirra Bjarna Jónssonar, þingmanns Vinstri grænna og Jakobs Frímanns Magnússonar, þingmanns Flokks fólksins. Þingmennirnir leggja til að í stað þess að það standi einungis „trúarbragðafræði“ í annarri málsgrein 25. grein laga um grunnskóla muni standa „kristinfræði og trúabragðafræði.“ Markmiðið sé að auka veg kristinfræðikennslu í grunnskólum landsins og færa hana til fyrra horfs, fyrir gildistöku grunnskólalaganna árið 2008. Kristnin samofin sögu þjóðarinnar „Eðlilegt er að spurt sé hvaða hlutverki kristinfræðikennsla geti gegnt í nútímasamfélagi, þar sem sívaxandi veraldarhyggja og fjölhyggja eru áberandi. Andstæðingar kristinfræðikennslu vísa gjarnan til þess að æ fleiri segi sig úr þjóðkirkjunni og fáir trúi á guð,“ segir meðal annars í greinargerð sem fylgir frumvarpinu. „Flutningsmenn eru þeirrar skoðunar að taka eigi tillit til þeirra trúarbragða sem hafa verið ráðandi í mótun menningar okkar og samfélags. Kristni er samofin sögu þjóðarinnar í meira en þúsund ár. Ekki er hægt að skilja menningu okkar nema hafa þekkingu á kristnum gildum, svokölluð fjölmenningarhyggja kemur þar ekki í staðinn.“ Áhersla verði lögð á að nemendur læri að þekkja samkennd og siðferði sem birtist í guðspjöllunum og að nemendur öðlist þjálfun í siðferði með því að þekkja biblíusögurnar og merkingu þeirra. „Í námsgreininni kristinfræði og trúarbragðafræði skal hlutfall kennslu í kristinfræði vera 50% og trúarbragðafræði 50%. Jafnframt þarf að uppfæra og auka námsefni á þessu sviði.“ Skólinn ekki trúboðsstofnun Þingmennirnir segja kennsluna ekki eiga að stangast á við trúfrelsi, skólinn sé ekki trúboðsstofnun. Skólanum sé ætlað að miðla þekkingu og auka skilning á kristinni trú og öðrum trúarbrögðum. Með vaxandi fjölgun íslenskra ríkisborgara sem eru af erlendu bergi brotnist aukist nauðsyn þess að brjóta niður múra á milli menningarheilda og trúarhópa og auka þar með umburðarlyndi. Slíkt sé best gert með sérstakri fræðslu um ríkjandi trú landsins, kristni og almennri fræðslu um trúarbrögð. „Til að slík fræðsla verði að gagni og nái að stuðla að alhliða þroska nemenda og virkri þátttöku þeirra í lýðræðisþjóðfélagi þarf hún að ná til allra,“ segir í greinargerðinni.
Trúmál Alþingi Grunnskólar Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira