Borgarstjóranum mögulega meinað að sækja viðburði í Buchenwald Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. september 2023 13:12 Jörg Prophet er umdeildur en virðist eiga góða möguleika á því að verða næsti borgarstjóri Nordhausen. AfD Nordhausen Svo getur farið að borgarstjóranum í Nordhausen í ríkinu Thuringia í Þýskalandi verði bannað að sækja atburði til minningar um helförina sem haldnar verða í Buchenwald og Mittelbau-Dora. Jörg Prophet, frambjóðandi Annars valkosts fyrir Þýskaland, á góða möguleika á því að verða næsti borgarstjóri Nordhausen en hann hefur vakið mikla athygli og gagnrýni fyrir grein sem birtist árið 2020, á afmæli sprengjuárása bandamanna á borgina undir lok seinni heimstyrjaldarinnar. Sagði Prophet meðal annars að sigurvegarinn í stríðnu hefðu verið á sama siðferðilega plani og nasistarnir og að bandamenn hefðu aðeins frelsað Mittelbau-Dora til að komast yfir hernaðarleyndarmál á staðnum. Kallaði Prophet eftir endalokum „sektarkenndarkúltúr“ í Þýskalandi en um er að ræða hugtak sem stuðningsmenn Annars valkosts hafa notað um nútímanálgun Þjóðverja við helförina. Wäre Nordhausens OB-Kandidat #Prophet (AfD) auch nur ansatzweise der anständige Konservative, als der sich inszeniert, müsste er seine Kandidatur angesichts der nun bekannt gewordenen #NS-verharmlosenden Pamphlete aus seiner Feder sofort zurückziehen. https://t.co/YJ1Y3DCMEA— Jens-Christian Wagner (@JensChristianW1) September 14, 2023 Jens-Christian Wagner, framkvæmdastjóri Buchenwald og Mittelbau-Dora stofnunarinnar, segir sigur Prophet myndu þýða algjöran viðsnúning frá þeirri hefð Þjóðverja að halda minningunni um helförina á lofti. „Ef Prophet væri þegar borgarstjóri Nordhausen hefði hann þurft að segja af sér á grundvelli þessara ummæla einna,“, sagði Wagner á blaðamannafundi í gær. Hann sagði að Prophet væri velkomið að heimsækja búðirnar en yrði meinuð þátttaka í viðburðum í virðingarskyni við þá sem létust þar. Öryggisyfirvöld í Þýskalandi hafa flokkað Annan valkost í Thuringia sem öfgahóp. Um 20.000 gyðingar og pólitískir fangar létust í Mittelbau-Dora, undirbúðum Buchenwald, sem voru starfræktar frá ágúst 1943 til apríl 1945. Myndir úr búðunum voru meðal þeirra fyrstu sem fóru um heimin og sýndu fram á hroðaverk nasista. Annar valkostur nýtur 32 prósenta fylgi í Thuringia samkvæmt skoðanakönnunum. Hér má finna umfjöllun Guardian um málið. Þýskaland Seinni heimsstyrjöldin Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Jörg Prophet, frambjóðandi Annars valkosts fyrir Þýskaland, á góða möguleika á því að verða næsti borgarstjóri Nordhausen en hann hefur vakið mikla athygli og gagnrýni fyrir grein sem birtist árið 2020, á afmæli sprengjuárása bandamanna á borgina undir lok seinni heimstyrjaldarinnar. Sagði Prophet meðal annars að sigurvegarinn í stríðnu hefðu verið á sama siðferðilega plani og nasistarnir og að bandamenn hefðu aðeins frelsað Mittelbau-Dora til að komast yfir hernaðarleyndarmál á staðnum. Kallaði Prophet eftir endalokum „sektarkenndarkúltúr“ í Þýskalandi en um er að ræða hugtak sem stuðningsmenn Annars valkosts hafa notað um nútímanálgun Þjóðverja við helförina. Wäre Nordhausens OB-Kandidat #Prophet (AfD) auch nur ansatzweise der anständige Konservative, als der sich inszeniert, müsste er seine Kandidatur angesichts der nun bekannt gewordenen #NS-verharmlosenden Pamphlete aus seiner Feder sofort zurückziehen. https://t.co/YJ1Y3DCMEA— Jens-Christian Wagner (@JensChristianW1) September 14, 2023 Jens-Christian Wagner, framkvæmdastjóri Buchenwald og Mittelbau-Dora stofnunarinnar, segir sigur Prophet myndu þýða algjöran viðsnúning frá þeirri hefð Þjóðverja að halda minningunni um helförina á lofti. „Ef Prophet væri þegar borgarstjóri Nordhausen hefði hann þurft að segja af sér á grundvelli þessara ummæla einna,“, sagði Wagner á blaðamannafundi í gær. Hann sagði að Prophet væri velkomið að heimsækja búðirnar en yrði meinuð þátttaka í viðburðum í virðingarskyni við þá sem létust þar. Öryggisyfirvöld í Þýskalandi hafa flokkað Annan valkost í Thuringia sem öfgahóp. Um 20.000 gyðingar og pólitískir fangar létust í Mittelbau-Dora, undirbúðum Buchenwald, sem voru starfræktar frá ágúst 1943 til apríl 1945. Myndir úr búðunum voru meðal þeirra fyrstu sem fóru um heimin og sýndu fram á hroðaverk nasista. Annar valkostur nýtur 32 prósenta fylgi í Thuringia samkvæmt skoðanakönnunum. Hér má finna umfjöllun Guardian um málið.
Þýskaland Seinni heimsstyrjöldin Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira