Borgarstjóranum mögulega meinað að sækja viðburði í Buchenwald Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. september 2023 13:12 Jörg Prophet er umdeildur en virðist eiga góða möguleika á því að verða næsti borgarstjóri Nordhausen. AfD Nordhausen Svo getur farið að borgarstjóranum í Nordhausen í ríkinu Thuringia í Þýskalandi verði bannað að sækja atburði til minningar um helförina sem haldnar verða í Buchenwald og Mittelbau-Dora. Jörg Prophet, frambjóðandi Annars valkosts fyrir Þýskaland, á góða möguleika á því að verða næsti borgarstjóri Nordhausen en hann hefur vakið mikla athygli og gagnrýni fyrir grein sem birtist árið 2020, á afmæli sprengjuárása bandamanna á borgina undir lok seinni heimstyrjaldarinnar. Sagði Prophet meðal annars að sigurvegarinn í stríðnu hefðu verið á sama siðferðilega plani og nasistarnir og að bandamenn hefðu aðeins frelsað Mittelbau-Dora til að komast yfir hernaðarleyndarmál á staðnum. Kallaði Prophet eftir endalokum „sektarkenndarkúltúr“ í Þýskalandi en um er að ræða hugtak sem stuðningsmenn Annars valkosts hafa notað um nútímanálgun Þjóðverja við helförina. Wäre Nordhausens OB-Kandidat #Prophet (AfD) auch nur ansatzweise der anständige Konservative, als der sich inszeniert, müsste er seine Kandidatur angesichts der nun bekannt gewordenen #NS-verharmlosenden Pamphlete aus seiner Feder sofort zurückziehen. https://t.co/YJ1Y3DCMEA— Jens-Christian Wagner (@JensChristianW1) September 14, 2023 Jens-Christian Wagner, framkvæmdastjóri Buchenwald og Mittelbau-Dora stofnunarinnar, segir sigur Prophet myndu þýða algjöran viðsnúning frá þeirri hefð Þjóðverja að halda minningunni um helförina á lofti. „Ef Prophet væri þegar borgarstjóri Nordhausen hefði hann þurft að segja af sér á grundvelli þessara ummæla einna,“, sagði Wagner á blaðamannafundi í gær. Hann sagði að Prophet væri velkomið að heimsækja búðirnar en yrði meinuð þátttaka í viðburðum í virðingarskyni við þá sem létust þar. Öryggisyfirvöld í Þýskalandi hafa flokkað Annan valkost í Thuringia sem öfgahóp. Um 20.000 gyðingar og pólitískir fangar létust í Mittelbau-Dora, undirbúðum Buchenwald, sem voru starfræktar frá ágúst 1943 til apríl 1945. Myndir úr búðunum voru meðal þeirra fyrstu sem fóru um heimin og sýndu fram á hroðaverk nasista. Annar valkostur nýtur 32 prósenta fylgi í Thuringia samkvæmt skoðanakönnunum. Hér má finna umfjöllun Guardian um málið. Þýskaland Seinni heimsstyrjöldin Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Fleiri fréttir „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Sjá meira
Jörg Prophet, frambjóðandi Annars valkosts fyrir Þýskaland, á góða möguleika á því að verða næsti borgarstjóri Nordhausen en hann hefur vakið mikla athygli og gagnrýni fyrir grein sem birtist árið 2020, á afmæli sprengjuárása bandamanna á borgina undir lok seinni heimstyrjaldarinnar. Sagði Prophet meðal annars að sigurvegarinn í stríðnu hefðu verið á sama siðferðilega plani og nasistarnir og að bandamenn hefðu aðeins frelsað Mittelbau-Dora til að komast yfir hernaðarleyndarmál á staðnum. Kallaði Prophet eftir endalokum „sektarkenndarkúltúr“ í Þýskalandi en um er að ræða hugtak sem stuðningsmenn Annars valkosts hafa notað um nútímanálgun Þjóðverja við helförina. Wäre Nordhausens OB-Kandidat #Prophet (AfD) auch nur ansatzweise der anständige Konservative, als der sich inszeniert, müsste er seine Kandidatur angesichts der nun bekannt gewordenen #NS-verharmlosenden Pamphlete aus seiner Feder sofort zurückziehen. https://t.co/YJ1Y3DCMEA— Jens-Christian Wagner (@JensChristianW1) September 14, 2023 Jens-Christian Wagner, framkvæmdastjóri Buchenwald og Mittelbau-Dora stofnunarinnar, segir sigur Prophet myndu þýða algjöran viðsnúning frá þeirri hefð Þjóðverja að halda minningunni um helförina á lofti. „Ef Prophet væri þegar borgarstjóri Nordhausen hefði hann þurft að segja af sér á grundvelli þessara ummæla einna,“, sagði Wagner á blaðamannafundi í gær. Hann sagði að Prophet væri velkomið að heimsækja búðirnar en yrði meinuð þátttaka í viðburðum í virðingarskyni við þá sem létust þar. Öryggisyfirvöld í Þýskalandi hafa flokkað Annan valkost í Thuringia sem öfgahóp. Um 20.000 gyðingar og pólitískir fangar létust í Mittelbau-Dora, undirbúðum Buchenwald, sem voru starfræktar frá ágúst 1943 til apríl 1945. Myndir úr búðunum voru meðal þeirra fyrstu sem fóru um heimin og sýndu fram á hroðaverk nasista. Annar valkostur nýtur 32 prósenta fylgi í Thuringia samkvæmt skoðanakönnunum. Hér má finna umfjöllun Guardian um málið.
Þýskaland Seinni heimsstyrjöldin Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Fleiri fréttir „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Sjá meira