Óraskaður dómur yfir manni sem kveikti í eigin veitingastað Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. september 2023 16:08 Landsréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjaness yfir Keflvíkingnum. Vísir/Þorgils Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjaness í máli manns sem kveikti í veitingastað sínum sumarið 2020 og gerði í kjölfarið tilraun til fjárssvika. Manninum er gert að sæta fangelsi í tvö ár og þrjá mánuði og greiða áfrýjunarkostnað málsins. Maðurinn er á fimmtugsaldri og rak veitingastaðinn Kebab House í Reykjanesbæ. Hann var ákærður fyrir að hafa kveikt í á tveimur mismunandi stöðum í húsnæðinu, annars vegar undir borði við kjötstand og grill og hins vegar í hillu undir hitabökkum hjá afgreiðsluborðinu. Hann bar eldfim efni á svæðin og lagði eld að þannig að eldur breiddist út. Maðurinn var dæmdur sekur, meðal annars fyrir að hafa valdið eldsvoða sem hafði í för með sér almannahættu og yfirgripsmikið eignatjón á húsnæði veitingastaðarins en slökkviliði tókst að ráða niðurlögum eldsins. Maðurinn bar fyrir sig að kviknað hefði í djúpsteikingarpotti. Rannsakendur töldu ljóst að ekki hefði kviknað í pottinum. Krafðist bóta mánuði eftir tjón Þá var maðurinn dæmdur fyrir að hafa gert tilraun til fjársvika. Hann fór um mánuði eftir brunann á fund með vátryggingarfélaginu Sjóvá og krafði félagið um greiðslu bóta vegna tjónsins. Þá krafði hann félagið um bætur vegna rekstrarstöðvunar. Félagið hafnaði greiðslu bóta með vísan til þess að um íkveikju hafi verið að ræða. Í úrskurði Landsréttar segir að það sé mat dómsins að framganga mannsins á fundi með fulltrúum tryggingafélagsins sanni, svo ekki verði véfengt með skynsamlegum rökum, að maðurinn hafi gerst sekur um tlraun til fjársvika. Dómsmál Reykjanesbær Veitingastaðir Tryggingar Efnahagsbrot Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Sjá meira
Maðurinn er á fimmtugsaldri og rak veitingastaðinn Kebab House í Reykjanesbæ. Hann var ákærður fyrir að hafa kveikt í á tveimur mismunandi stöðum í húsnæðinu, annars vegar undir borði við kjötstand og grill og hins vegar í hillu undir hitabökkum hjá afgreiðsluborðinu. Hann bar eldfim efni á svæðin og lagði eld að þannig að eldur breiddist út. Maðurinn var dæmdur sekur, meðal annars fyrir að hafa valdið eldsvoða sem hafði í för með sér almannahættu og yfirgripsmikið eignatjón á húsnæði veitingastaðarins en slökkviliði tókst að ráða niðurlögum eldsins. Maðurinn bar fyrir sig að kviknað hefði í djúpsteikingarpotti. Rannsakendur töldu ljóst að ekki hefði kviknað í pottinum. Krafðist bóta mánuði eftir tjón Þá var maðurinn dæmdur fyrir að hafa gert tilraun til fjársvika. Hann fór um mánuði eftir brunann á fund með vátryggingarfélaginu Sjóvá og krafði félagið um greiðslu bóta vegna tjónsins. Þá krafði hann félagið um bætur vegna rekstrarstöðvunar. Félagið hafnaði greiðslu bóta með vísan til þess að um íkveikju hafi verið að ræða. Í úrskurði Landsréttar segir að það sé mat dómsins að framganga mannsins á fundi með fulltrúum tryggingafélagsins sanni, svo ekki verði véfengt með skynsamlegum rökum, að maðurinn hafi gerst sekur um tlraun til fjársvika.
Dómsmál Reykjanesbær Veitingastaðir Tryggingar Efnahagsbrot Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Sjá meira