„Verðum bara að bretta upp ermar og láta vaða“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. september 2023 12:01 Nikolaj Hansen, fyrirliði Víkings. Vísir/Hulda Margrét Nikolaj Hansen, framherji Víkings, verður í eldlínunni er liðið freistar þess að vinna sinn fjórða bikarmeistaratitil í röð í dag. Víkingur og KA eigast við á Laugardalsvelli í úrslitum Mjólkurbikarsins klukkan 16:00. „Tilfinningin er virkilega góð. Það er virkilega gaman að spila þessa leiki og þetta er líklega auðveldasti leikurinn til að gíra sig upp fyrir. Við erum með góðan hóp og þurfum líklega að nota hann allan,“ sagði Nikolaj. Þá segir hann tilfinninguna ekkert breytast þrátt fyrir að þetta sé fjórði bikarúrslitaleikur Víkings í röð. „Já, tilfinningin er alltaf eins. Þetta er einn stærsti leikur ársins og mikið af áhorfendum sem mæta. Maður er alltaf spenntur og þá sérstaklega daginn fyrir leik og þar til þú stígur inn á völlinn. En um leið og leikurinn byrjar þá er allt í góðu og þú gleymir spennuni.“ Hann segir spennustigið í hópnum einnig vera mjög gott. „Það er mjög gott. Við verðum bara að halda áfram að gera það sem við erum búnir að vera að gera í allt sumar. Við höfum spilað virkilega vel þrátt fyrir að síðustu tveir leikir hafi kannski ekki verið fullkomnir. Við þurfum bara að koma okkur til baka úr því og finna leið til að vinna þennan leik.“ Og eins og gefur að skilja býst Nikolaj við erfiðum leik gegn KA við erfiðar aðstæður. „Ég býst bara við erfiðum leik. Það er alltaf erfitt að spila við KA. Þeir eru sterkir í einvígum og veðrið verður ekki gott þannig við verðum bara að bretta upp ermar og láta vaða.“ „Við þurfum bara að gera það sem við erum búnir að vera að gera allt tímabilið. Við þurfum að vinna saman sem lið og halda hreinu. Ef við gerum það þá munum við vinna því við sköpum okkur alltaf nóg af færum.“ Að lokum nýtti Nikolaj einnig tækifærið og þakkaði stuðningsmönnum Víkings fyrirfram fyrir stuðninginn. „Stuðningsmenn Víkings hafa alltaf verið frábærir og það er gaman að hlusta á þá á meðan við spilum. Við þurfum á þessum stuðningi að halda og það verður virkilega gott að hafa þá með okkur,“ sagði Nikolaj að lokum. Klippa: Nikolaj fyrir bikarúrslit Mjólkurbikar karla Víkingur Reykjavík KA Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira
„Tilfinningin er virkilega góð. Það er virkilega gaman að spila þessa leiki og þetta er líklega auðveldasti leikurinn til að gíra sig upp fyrir. Við erum með góðan hóp og þurfum líklega að nota hann allan,“ sagði Nikolaj. Þá segir hann tilfinninguna ekkert breytast þrátt fyrir að þetta sé fjórði bikarúrslitaleikur Víkings í röð. „Já, tilfinningin er alltaf eins. Þetta er einn stærsti leikur ársins og mikið af áhorfendum sem mæta. Maður er alltaf spenntur og þá sérstaklega daginn fyrir leik og þar til þú stígur inn á völlinn. En um leið og leikurinn byrjar þá er allt í góðu og þú gleymir spennuni.“ Hann segir spennustigið í hópnum einnig vera mjög gott. „Það er mjög gott. Við verðum bara að halda áfram að gera það sem við erum búnir að vera að gera í allt sumar. Við höfum spilað virkilega vel þrátt fyrir að síðustu tveir leikir hafi kannski ekki verið fullkomnir. Við þurfum bara að koma okkur til baka úr því og finna leið til að vinna þennan leik.“ Og eins og gefur að skilja býst Nikolaj við erfiðum leik gegn KA við erfiðar aðstæður. „Ég býst bara við erfiðum leik. Það er alltaf erfitt að spila við KA. Þeir eru sterkir í einvígum og veðrið verður ekki gott þannig við verðum bara að bretta upp ermar og láta vaða.“ „Við þurfum bara að gera það sem við erum búnir að vera að gera allt tímabilið. Við þurfum að vinna saman sem lið og halda hreinu. Ef við gerum það þá munum við vinna því við sköpum okkur alltaf nóg af færum.“ Að lokum nýtti Nikolaj einnig tækifærið og þakkaði stuðningsmönnum Víkings fyrirfram fyrir stuðninginn. „Stuðningsmenn Víkings hafa alltaf verið frábærir og það er gaman að hlusta á þá á meðan við spilum. Við þurfum á þessum stuðningi að halda og það verður virkilega gott að hafa þá með okkur,“ sagði Nikolaj að lokum. Klippa: Nikolaj fyrir bikarúrslit
Mjólkurbikar karla Víkingur Reykjavík KA Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira