Blóð tekið úr færri hryssum þegar reglugerð ESB tekur við Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. september 2023 15:13 Skjáskot úr heimildarmynd alþjóðlegu dýraverndunarsamtakanna TSB Tierschutzbund Zurich og AWF Animal Welfare Foundation sem gáfu út heimildarmynd um blóðtöku mera á Íslandi fyrir tæpum tveimur árum. Reglugerð um blóðmerahald, sem gilt hefur undanfarið ár, mun falla úr gildi 1. nóvember næstkomandi. Reglugerð Evrópusambandsins um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni mun taka gildi um starfsemina í staðin. Tilkynning um breytinguna birtist á vef Matvælaráðuneytisins í gær. Kemur þar fram að í formlegu áminningarbréfi frá ESA, eftirlitsstofnun EFTA, frá 10. maí síðastliðnum hafi stofnunin lýst þeirri afstöðu að Ísland hafi brotið gegn ákvæðum EES samningsins með setningu sérreglna um málefnið. „Þessi starfsemi fellur þá undir reglugerð sem heitir reglugerð um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni. Þá þurfa allir þeir sem halda slíkar hryssur að fá starfsleyfi fyrir slíkri starfsemi og sá sem tekur blóð úr þeim þarf að sækja um leyfi til dýratilrauna,“ segir Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun. Uppfylla þurfi önnur skilyrði með nýju reglugerðinni. „Þessi reglugerð er mjög nákvæm og þær reglur sem gilda um dýratilraunir eru mjög strangar og það gætu verið viðbótarkröfur sem koma við það sem er samkvæmt núverandi reglugerð.“ Þetta tímabil, sem lýkur í október, verður klárað samkvæmt þeirri reglugerð sem þegar er í gildi en sú nýja tekur gildi 1. nóvember. „Það þarf að fara ofan í saumana á því hvaða skilyrði eru það sem þarf að uppfylla við notkun dýra sem notuð eru í tilraunum. Í fyrsta lagi þarf að uppfylla ströng skilyrði um fjölda dýra. Hvað þarf mörg dýr að lágmarki til að gera tilraun? Sá massi af dýrum sem verið hefur hér á Íslandi að taka úr þúsundum hryssna. Það mun aldrei ganga upp þegar þetta fellur undir dýratilraun,“ segir Sigurborg. Þannig að það verða færri hryssur sem tekið verður blóð úr á hverju tímabili? „Ef það verður gefið leyfi geri ég algjörlega ráð fyrir því.“ MAST þurfi að gefa út leyfi fyrir tilraunastarfsemina seme fara á í á næsta tímabili. „Ef það á að gera þetta næsta ár verður að sækja um starfsleyfi fyrir hvern einasta stað sem hryssur eru haldnar fyrir slíka starfsemi. Síðan þarf Ísteka að sækja um leyfi til dýratilrauna,“ sagði Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá MAST. Blóðmerahald Tengdar fréttir Skilyrðum fyrir blóðmerahaldi breytt Reglugerð sem gilt hefur síðan í fyrra um blóðmerahald verður felld úr gildi og verður starfsemin felld undir reglugerð um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælaráðuneytinu. 15. september 2023 16:55 Um blóðtökur úr fylfullum hryssum Blóðtökur úr fylfullum hryssum hafa verið stundaðar á Íslandi um áratuga skeið. Tilgangur iðnaðarins er að framleiða hormónið PMSG sem notað er í kjötiðnaði erlendis til að auka frjósemi dýra umfram það sem náttúrulegt er. 11. ágúst 2023 11:01 Álit ESA og blóðmerahald Í vor sem leið birti ESA, Eftirlitsstofnun með samningnum um EES, álit sitt varðandi blóðmeraiðnað á Íslandi. Spurningin sem lögð var fyrir stofnunina var hvort vinnsla PMSG hormóns úr blóði fylfullra mera félli undir gildissvið reglugerðar 460/2017, sem er innleiðing á Evróputilskipun 2010/63, um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni. 18. júlí 2023 07:01 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Sjá meira
Tilkynning um breytinguna birtist á vef Matvælaráðuneytisins í gær. Kemur þar fram að í formlegu áminningarbréfi frá ESA, eftirlitsstofnun EFTA, frá 10. maí síðastliðnum hafi stofnunin lýst þeirri afstöðu að Ísland hafi brotið gegn ákvæðum EES samningsins með setningu sérreglna um málefnið. „Þessi starfsemi fellur þá undir reglugerð sem heitir reglugerð um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni. Þá þurfa allir þeir sem halda slíkar hryssur að fá starfsleyfi fyrir slíkri starfsemi og sá sem tekur blóð úr þeim þarf að sækja um leyfi til dýratilrauna,“ segir Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun. Uppfylla þurfi önnur skilyrði með nýju reglugerðinni. „Þessi reglugerð er mjög nákvæm og þær reglur sem gilda um dýratilraunir eru mjög strangar og það gætu verið viðbótarkröfur sem koma við það sem er samkvæmt núverandi reglugerð.“ Þetta tímabil, sem lýkur í október, verður klárað samkvæmt þeirri reglugerð sem þegar er í gildi en sú nýja tekur gildi 1. nóvember. „Það þarf að fara ofan í saumana á því hvaða skilyrði eru það sem þarf að uppfylla við notkun dýra sem notuð eru í tilraunum. Í fyrsta lagi þarf að uppfylla ströng skilyrði um fjölda dýra. Hvað þarf mörg dýr að lágmarki til að gera tilraun? Sá massi af dýrum sem verið hefur hér á Íslandi að taka úr þúsundum hryssna. Það mun aldrei ganga upp þegar þetta fellur undir dýratilraun,“ segir Sigurborg. Þannig að það verða færri hryssur sem tekið verður blóð úr á hverju tímabili? „Ef það verður gefið leyfi geri ég algjörlega ráð fyrir því.“ MAST þurfi að gefa út leyfi fyrir tilraunastarfsemina seme fara á í á næsta tímabili. „Ef það á að gera þetta næsta ár verður að sækja um starfsleyfi fyrir hvern einasta stað sem hryssur eru haldnar fyrir slíka starfsemi. Síðan þarf Ísteka að sækja um leyfi til dýratilrauna,“ sagði Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá MAST.
Blóðmerahald Tengdar fréttir Skilyrðum fyrir blóðmerahaldi breytt Reglugerð sem gilt hefur síðan í fyrra um blóðmerahald verður felld úr gildi og verður starfsemin felld undir reglugerð um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælaráðuneytinu. 15. september 2023 16:55 Um blóðtökur úr fylfullum hryssum Blóðtökur úr fylfullum hryssum hafa verið stundaðar á Íslandi um áratuga skeið. Tilgangur iðnaðarins er að framleiða hormónið PMSG sem notað er í kjötiðnaði erlendis til að auka frjósemi dýra umfram það sem náttúrulegt er. 11. ágúst 2023 11:01 Álit ESA og blóðmerahald Í vor sem leið birti ESA, Eftirlitsstofnun með samningnum um EES, álit sitt varðandi blóðmeraiðnað á Íslandi. Spurningin sem lögð var fyrir stofnunina var hvort vinnsla PMSG hormóns úr blóði fylfullra mera félli undir gildissvið reglugerðar 460/2017, sem er innleiðing á Evróputilskipun 2010/63, um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni. 18. júlí 2023 07:01 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Sjá meira
Skilyrðum fyrir blóðmerahaldi breytt Reglugerð sem gilt hefur síðan í fyrra um blóðmerahald verður felld úr gildi og verður starfsemin felld undir reglugerð um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælaráðuneytinu. 15. september 2023 16:55
Um blóðtökur úr fylfullum hryssum Blóðtökur úr fylfullum hryssum hafa verið stundaðar á Íslandi um áratuga skeið. Tilgangur iðnaðarins er að framleiða hormónið PMSG sem notað er í kjötiðnaði erlendis til að auka frjósemi dýra umfram það sem náttúrulegt er. 11. ágúst 2023 11:01
Álit ESA og blóðmerahald Í vor sem leið birti ESA, Eftirlitsstofnun með samningnum um EES, álit sitt varðandi blóðmeraiðnað á Íslandi. Spurningin sem lögð var fyrir stofnunina var hvort vinnsla PMSG hormóns úr blóði fylfullra mera félli undir gildissvið reglugerðar 460/2017, sem er innleiðing á Evróputilskipun 2010/63, um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni. 18. júlí 2023 07:01