„Ég vil aldrei vakna úr þessu ævintýri“ Andri Már Eggertsson skrifar 16. september 2023 19:00 Arnar Gunnlaugsson með bikarinn Vísir/Hulda Margrét Víkingur vann KA 3-1 í úrslitum Mjólkurbikarsins. Víkingur hefur unnið bikarinn fjögur skipti í röð og Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var afar ánægður með afrekið. „Þetta var geggjað. Þetta er ótrúlegur hópur og ótrúlegur sigur við erfiðar aðstæður. Þetta var ekki fallegasti fótboltaleikur í heimi en við sýndum hjarta og það eru mörk í okkar liði. Við gerðum síðan það sem við höfum gert í allt sumar sem er að verjast vel og nýta skyndisóknirnar,“ sagði Arnar Gunnlaugsson eftir leik. Veðrið setti strik í reikninginn og aðstæðurnar voru erfiðar. Arnar var ánægður með hörkuna sem Víkingur sýndi. „KA barðist eins og ljón og við tókum vel á móti þeim. Þetta var ekki besti fótboltaleikur í heimi en ég vil meina að hann hafi verið skemmtilegur þar sem það voru læti, mistök og óvænt atvik. Það færðu í svona veðri og aðstæðum en á endanum fannst mér við eiga sigurinn skilið.“ Leikurinn bauð upp á mörg umdeild atvik og vafasöm mörk. Að mati Arnars átti Víkingur ekki að fá aukaspyrnu sem endaði með marki. „Fyrir mér var þetta frábær tækling hjá leikmanni KA en ekki aukaspyrna. Það átti mikið eftir að gerast og við skoruðum gott mark úr aukaspyrnu svo má deila um hvort mark KA hefði átt að standa. Svona er þetta þegar allt er undir og þá koma mistök.“ Arnar var ánægður með hvernig Víkingur nýtti föst leikatriði sem skilaði tveimur af þremur mörkum. „Við höfum lagt mikla áherslu á það í sumar að vera góðir í öllum þáttum leiksins. Það hefur verið lykilinn að vera með góð föst leikatriði og þetta eru yfirleitt 25-30 prósent af mörkum liða. Við æfum þetta mjög vel og Sölvi Geir er algjör snillingur í sínu fagi og þetta skilar sér í svona titlum.“ Aðspurður hvaða þýðingu það hefði fyrir Arnar að vera kominn með fimm titla fyrir Víking sagði Arnar að það væri algjört rugl. „Það er algjört rugl og ég meina það innilega. Ég var mjög ánægður með að hafa unnið bikarinn árið 2019. Hópurinn svarar svo vel á hverju ári og síðan koma nýjir leikmenn inn og við höldum alltaf áfram. Ég vil aldrei vakna úr þessu ævintýri.“ Víkingur er í efsta sæti Bestu-deildarinnar með 14 stiga forskot fyrir síðustu fimm leikina. Arnar hafði ekki áhyggjur af því að menn færu að slaka á. „Það er nóg af metum sem á eftir að bæta og sjá til þess að mögulega verði aldrei slegið stigamet og þess háttar. Fyrir svona hóp er nóg eftir en auðvitað er mannlegt eðli að gefa eftir. Fyrst ætlum við að tryggja okkur titilinn og síðan getum við rætt hvað menn fá langt frí,“ sagði Arnar Gunnlaugsson að lokum. Víkingur Reykjavík Mjólkurbikar karla Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sjá meira
„Þetta var geggjað. Þetta er ótrúlegur hópur og ótrúlegur sigur við erfiðar aðstæður. Þetta var ekki fallegasti fótboltaleikur í heimi en við sýndum hjarta og það eru mörk í okkar liði. Við gerðum síðan það sem við höfum gert í allt sumar sem er að verjast vel og nýta skyndisóknirnar,“ sagði Arnar Gunnlaugsson eftir leik. Veðrið setti strik í reikninginn og aðstæðurnar voru erfiðar. Arnar var ánægður með hörkuna sem Víkingur sýndi. „KA barðist eins og ljón og við tókum vel á móti þeim. Þetta var ekki besti fótboltaleikur í heimi en ég vil meina að hann hafi verið skemmtilegur þar sem það voru læti, mistök og óvænt atvik. Það færðu í svona veðri og aðstæðum en á endanum fannst mér við eiga sigurinn skilið.“ Leikurinn bauð upp á mörg umdeild atvik og vafasöm mörk. Að mati Arnars átti Víkingur ekki að fá aukaspyrnu sem endaði með marki. „Fyrir mér var þetta frábær tækling hjá leikmanni KA en ekki aukaspyrna. Það átti mikið eftir að gerast og við skoruðum gott mark úr aukaspyrnu svo má deila um hvort mark KA hefði átt að standa. Svona er þetta þegar allt er undir og þá koma mistök.“ Arnar var ánægður með hvernig Víkingur nýtti föst leikatriði sem skilaði tveimur af þremur mörkum. „Við höfum lagt mikla áherslu á það í sumar að vera góðir í öllum þáttum leiksins. Það hefur verið lykilinn að vera með góð föst leikatriði og þetta eru yfirleitt 25-30 prósent af mörkum liða. Við æfum þetta mjög vel og Sölvi Geir er algjör snillingur í sínu fagi og þetta skilar sér í svona titlum.“ Aðspurður hvaða þýðingu það hefði fyrir Arnar að vera kominn með fimm titla fyrir Víking sagði Arnar að það væri algjört rugl. „Það er algjört rugl og ég meina það innilega. Ég var mjög ánægður með að hafa unnið bikarinn árið 2019. Hópurinn svarar svo vel á hverju ári og síðan koma nýjir leikmenn inn og við höldum alltaf áfram. Ég vil aldrei vakna úr þessu ævintýri.“ Víkingur er í efsta sæti Bestu-deildarinnar með 14 stiga forskot fyrir síðustu fimm leikina. Arnar hafði ekki áhyggjur af því að menn færu að slaka á. „Það er nóg af metum sem á eftir að bæta og sjá til þess að mögulega verði aldrei slegið stigamet og þess háttar. Fyrir svona hóp er nóg eftir en auðvitað er mannlegt eðli að gefa eftir. Fyrst ætlum við að tryggja okkur titilinn og síðan getum við rætt hvað menn fá langt frí,“ sagði Arnar Gunnlaugsson að lokum.
Víkingur Reykjavík Mjólkurbikar karla Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sjá meira