Heimila þungunarrof 11 ára stúlku sem var nauðgað Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 16. september 2023 19:31 Frá Lima, höfuðborg Perú. GettyImages Ellefu ára stúlku í Perú hefur verið heimilað að undirgangast þungunarrof, en stjúpfaðir hennar hafði um langt skeið beitt hana kynferðislegu ofbeldi. Kaþólska kirkjan beitti sér gegn því að stúlkan fengi þungunarrof. Fórnarlamb nauðgunar Unga stúlkan komst að því í sumar að hún bæri barn undir belti. Stjúpfaðir hennar hafði nauðgað henni reglulega frá því hún fór að hafa á klæðum og hafði barnið reynt að segja móður sinni frá ofbeldinu, án árangurs, enda var móðirin einnig beitt margvíslegu ofbeldi af hálfu föðurins. Þegar í ljós kom að stúlkan var ólétt var móðurinni hins vegar nóg boðið og kærði eiginmann sinn. Lögreglan handtók föðurinn Lucas allsnarlega, en dómarinn í málinu leysti hann úr haldi og sagði að ekki væru nægar ástæður til að úrskurða hann í gæsluvarðhald. Læknar og kirkjan vildu að stúlkan fæddi barnið Um mánuði eftir að stúlkan kærði nauðgara sinn, ákváðu læknar sjúkrahússins í heimabyggð stúlkunnar að henni bæri að halda meðgöngu áfram, henni stafaði ekki hætta af meðgöngunni og því væri þungunarrof ekki heimilt. Engu að síður hefur verið sýnt fram á að meðganga ungra stúlkna undir 15 ára aldri er þeim allt að þrisvar sinnum hættulegri en meðganga kvenna sem náð hafa tvítugsaldri. Um svipað leyti sendi kirkjuþing Perú frá sér ályktun þar sem því var hafnað að stúlkan gæti ekki gengið með barnið. Hvert mannslíf væri heilagt og það væri einungis á valdi Guðs að ákvarða um líf eða dauða. Þar að auki, bættu guðsmennirnir við, í öllum þungunum sem til kæmu vegna nauðgunar væru þrjár persónur, nauðgarinn, fórnarlambið og einn sakleysingi. Þar af leiðandi væri ekki hægt að réttlæta þungunarrof og dauða til að auka vellíðan annarrar persónu. Prestarnir höfðu sömuleiðis áhyggjur af því að Perú væri smám saman að opna fyrir ákveðna dauðamenningu. Þingmenn íhaldsmanna tóku undir skoðanir Prestastefnunnar og talsmaður þeirra sagði að hún þyrfti að lifa með þessari ákvörðun og það væri ekki á stúlkuna leggjandi. Mannréttindahreyfingar skárust í leikinn Það var ekki fyrr en fjöldi mannréttindahreyfinga fóru að vekja athygli á málinu að læknaráð í Lima, höfuðborg Perú, samþykkti að stúlkan fengi að undirgangast þungunarrof og var hún þá gengin 18 vikur. Málið hefur samtímis vakið mikla athygli á stöðu mála í Peru, en talið er að 1.100 stúlkubörn undir 15 ára aldri eignist barn á ári hverju í Perú. Einum og hálfum mánuði eftir að nauðgaranum var sleppt úr haldi var á ný gefin út handtökuskipun á hendur honum. Það kann þó að vera til lítils, þar sem hann virðist vera týndur og tröllum gefinn. Perú Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira
Fórnarlamb nauðgunar Unga stúlkan komst að því í sumar að hún bæri barn undir belti. Stjúpfaðir hennar hafði nauðgað henni reglulega frá því hún fór að hafa á klæðum og hafði barnið reynt að segja móður sinni frá ofbeldinu, án árangurs, enda var móðirin einnig beitt margvíslegu ofbeldi af hálfu föðurins. Þegar í ljós kom að stúlkan var ólétt var móðurinni hins vegar nóg boðið og kærði eiginmann sinn. Lögreglan handtók föðurinn Lucas allsnarlega, en dómarinn í málinu leysti hann úr haldi og sagði að ekki væru nægar ástæður til að úrskurða hann í gæsluvarðhald. Læknar og kirkjan vildu að stúlkan fæddi barnið Um mánuði eftir að stúlkan kærði nauðgara sinn, ákváðu læknar sjúkrahússins í heimabyggð stúlkunnar að henni bæri að halda meðgöngu áfram, henni stafaði ekki hætta af meðgöngunni og því væri þungunarrof ekki heimilt. Engu að síður hefur verið sýnt fram á að meðganga ungra stúlkna undir 15 ára aldri er þeim allt að þrisvar sinnum hættulegri en meðganga kvenna sem náð hafa tvítugsaldri. Um svipað leyti sendi kirkjuþing Perú frá sér ályktun þar sem því var hafnað að stúlkan gæti ekki gengið með barnið. Hvert mannslíf væri heilagt og það væri einungis á valdi Guðs að ákvarða um líf eða dauða. Þar að auki, bættu guðsmennirnir við, í öllum þungunum sem til kæmu vegna nauðgunar væru þrjár persónur, nauðgarinn, fórnarlambið og einn sakleysingi. Þar af leiðandi væri ekki hægt að réttlæta þungunarrof og dauða til að auka vellíðan annarrar persónu. Prestarnir höfðu sömuleiðis áhyggjur af því að Perú væri smám saman að opna fyrir ákveðna dauðamenningu. Þingmenn íhaldsmanna tóku undir skoðanir Prestastefnunnar og talsmaður þeirra sagði að hún þyrfti að lifa með þessari ákvörðun og það væri ekki á stúlkuna leggjandi. Mannréttindahreyfingar skárust í leikinn Það var ekki fyrr en fjöldi mannréttindahreyfinga fóru að vekja athygli á málinu að læknaráð í Lima, höfuðborg Perú, samþykkti að stúlkan fengi að undirgangast þungunarrof og var hún þá gengin 18 vikur. Málið hefur samtímis vakið mikla athygli á stöðu mála í Peru, en talið er að 1.100 stúlkubörn undir 15 ára aldri eignist barn á ári hverju í Perú. Einum og hálfum mánuði eftir að nauðgaranum var sleppt úr haldi var á ný gefin út handtökuskipun á hendur honum. Það kann þó að vera til lítils, þar sem hann virðist vera týndur og tröllum gefinn.
Perú Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira