Kristrún segir almenning þurfa aðgerðir núna Lovísa Arnardóttir skrifar 17. september 2023 13:09 Bjarni og Kristrun voru gestir Kristjáns í Sprengisandi og tókust á um efnahagsmálin. Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra og formaður Samfylkingarinnar ræddu efnahagsmálin og ólíkar aðferðir til að takast á við hærri verðbólgu og hátt vaxtastig. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagráðherra og Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar tókust um efnahagsmál í Sprengisandi í morgun. Nýtt fjárlagafrumvarp ráðherra var auðvitað efst á baugi en Kristrún sagði lítið í frumvarpinu taka á þeirri spennu sem sé að finna á markaði eins og stendur. Hún benti á mikla verðbólgu, það sé búið að hækka stýrivexti fjórtán sinnum og að yfirvofandi séu kjarasamningsviðræður. Kristrún sagði að þótt svo að ríkið eigi ekki endilega að vera stærsti aðilinn að kjarasamningsviðræðum þá hefði þau, í Samfylkingunni, viljað sjá einhvern sterkari kjarapakka í frumvarpinu þar sem barna- og vaxtabætur væru til dæmis styrktar. Bjarni svaraði því á þá leið að við þessu væri verið að bregðast með nýjum leiðum og að aðkoma stjórnvalda að bættum kjörum almennings væri sem dæmi í rammasamningum við sveitarfélög um íbúðauppbyggingu. „Við erum að fara frá vaxtabótakerfinu sem Kristrún talar um yfir í kerfi sem við köllum almennar íbúðir með stofnstyrkjum og húsnæðisbótum,“ sagði Bjarni og að það sem vantaði helst þar væri aukið framboð fjölbreyttari lóða fyrir allar tegundir húsnæðis og að sú þörf yrði ekki uppfyllt á hinum ýmsum þéttingarreitum miðsvæðis í Reykjavík. Hann benti á áætlanir yfirvalda um að byggja hér 35 þúsund íbúðir til langs tíma sem Kristrún svo gagnrýndi. Hún sagði erfitt fyrir fólk að hugsa um það sem er til langs tíma, þegar staðan er erfið núna með tilliti til vaxtaumhverfis og efnahags. „Það er ekki bara hægt að segja að til langs tíma verður hér jafnvægi. Þrátt fyrir að raunverð hafi hægt á sér þá stendur fólk frammi fyrir byrðinni núna,“ sagði Kristrún og að stjórnvöld yrðu að axla á því ábyrgð í stað þess að velta ábyrgðinni annað. Eins og á Seðlabankann, sveitarfélög eða vinnumarkað. Verðbólgan mikilvægasta verkefni Bjarni og Kristrún tókust svo á um bótakerfið og pólitískar skoðanir sínar á því. Kristrún sagði Ísland standa sig verr en mörg Norðurlöndin sem Bjarni sagði ekki rétt. Hann sagði mikilvægasta verkefni sem við stöndum frammi fyrir eins og stendur að ná tökum á verðbólgunni. „Við getum náð tökum á verðbólgunni ef við missum ekki þolinmæðina,“ sagði Bjarni. Hann sagði verkefni vandasamt og að ríkið væri að leggja sitt af mörkum með hagræðingaraðgerðum og með því að standa á sama tíma við viðkvæmum hópum. „Við munum ná stöðugleika á ný.“ Að því loknu fóru þau um víðan völl. Ræddu sveitarstjórnarmál, velferðarsamfélagið, tilfærslur í kerfi og skattkerfið sem þau eru mjög ósammála um. „Vinstri menn hætta aldrei að fá hugmyndir að sköttum til að hækka,“ sagði Bjarni í umræðu um hækkun fjármagnstekjuskatts sem Kristrún sagði að væri hæfilegur í 25 prósent en ekki 22,5 prósent og þá væri hægt að fá auka fimm milljarða inn í kerfið. Hún sagðist svo sammála þeim málflutningi Bjarna um að það væri gott að vera á Íslandi, en sagði það þó uppgjöf að láta þar staðar numið. Stjórnmálamenn ættu að vilja gera betur. Viðtalið er hægt að hlusta á í heild sinni hér að neðan en þeim varð nokkuð heitt í hamsi undir lokin. Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Efnahagsmál Fjárlagafrumvarp 2024 Fjármál heimilisins Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Munu ekkert gefa eftir í kjarasamningsviðræðum Forseti ASÍ segir nýtt fjárlagafrumvarp ekki gefa mikið inn í kjarasamningsviðræður. ASÍ hefði viljað sjá meira gert fyrir heimilin í landinu. Hann segir mögulega hörku framundan í viðræðum. 13. september 2023 21:11 Fjármálafrumvarpið, ólögmætt samráð og hinseginleikinn Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er í beinni útsendingu á Bylgjunni og hér á Vísi frá klukkan tíu til tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem eru efst á baugi í samfélaginu hverju sinni. 17. september 2023 09:31 Sætta sig ekki við að tekjuhærri fái meiri skattalækkun Nýtt fjárlagafrumvarp stuðlar ekki að gerð langtímasamninga á vinnumarkaði að mati formanns Starfsgreinasambandsins. Hann segist ekki munu sætta sig við það að hátekjufólk fái meiri skattlækkun en þeir sem lægstu launin hafa á næsta ári. 13. september 2023 12:06 „Augljóst að það er ekki traust til fjármálaráðherra að selja Íslandsbanka“ Búist er við miklum átökum á Alþingi í vetur þegar ríkisstjórnin leggur fram mörg umdeild frumvörp. Þingmenn stjórnarandstöðunnar spá því að efnahagsmálin verði umfangsmikil og treysta ekki fjármálaráðherra til að selja Íslandsbanka. Ríkisstjórnin er sögð rúin trausti. 13. september 2023 18:31 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagráðherra og Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar tókust um efnahagsmál í Sprengisandi í morgun. Nýtt fjárlagafrumvarp ráðherra var auðvitað efst á baugi en Kristrún sagði lítið í frumvarpinu taka á þeirri spennu sem sé að finna á markaði eins og stendur. Hún benti á mikla verðbólgu, það sé búið að hækka stýrivexti fjórtán sinnum og að yfirvofandi séu kjarasamningsviðræður. Kristrún sagði að þótt svo að ríkið eigi ekki endilega að vera stærsti aðilinn að kjarasamningsviðræðum þá hefði þau, í Samfylkingunni, viljað sjá einhvern sterkari kjarapakka í frumvarpinu þar sem barna- og vaxtabætur væru til dæmis styrktar. Bjarni svaraði því á þá leið að við þessu væri verið að bregðast með nýjum leiðum og að aðkoma stjórnvalda að bættum kjörum almennings væri sem dæmi í rammasamningum við sveitarfélög um íbúðauppbyggingu. „Við erum að fara frá vaxtabótakerfinu sem Kristrún talar um yfir í kerfi sem við köllum almennar íbúðir með stofnstyrkjum og húsnæðisbótum,“ sagði Bjarni og að það sem vantaði helst þar væri aukið framboð fjölbreyttari lóða fyrir allar tegundir húsnæðis og að sú þörf yrði ekki uppfyllt á hinum ýmsum þéttingarreitum miðsvæðis í Reykjavík. Hann benti á áætlanir yfirvalda um að byggja hér 35 þúsund íbúðir til langs tíma sem Kristrún svo gagnrýndi. Hún sagði erfitt fyrir fólk að hugsa um það sem er til langs tíma, þegar staðan er erfið núna með tilliti til vaxtaumhverfis og efnahags. „Það er ekki bara hægt að segja að til langs tíma verður hér jafnvægi. Þrátt fyrir að raunverð hafi hægt á sér þá stendur fólk frammi fyrir byrðinni núna,“ sagði Kristrún og að stjórnvöld yrðu að axla á því ábyrgð í stað þess að velta ábyrgðinni annað. Eins og á Seðlabankann, sveitarfélög eða vinnumarkað. Verðbólgan mikilvægasta verkefni Bjarni og Kristrún tókust svo á um bótakerfið og pólitískar skoðanir sínar á því. Kristrún sagði Ísland standa sig verr en mörg Norðurlöndin sem Bjarni sagði ekki rétt. Hann sagði mikilvægasta verkefni sem við stöndum frammi fyrir eins og stendur að ná tökum á verðbólgunni. „Við getum náð tökum á verðbólgunni ef við missum ekki þolinmæðina,“ sagði Bjarni. Hann sagði verkefni vandasamt og að ríkið væri að leggja sitt af mörkum með hagræðingaraðgerðum og með því að standa á sama tíma við viðkvæmum hópum. „Við munum ná stöðugleika á ný.“ Að því loknu fóru þau um víðan völl. Ræddu sveitarstjórnarmál, velferðarsamfélagið, tilfærslur í kerfi og skattkerfið sem þau eru mjög ósammála um. „Vinstri menn hætta aldrei að fá hugmyndir að sköttum til að hækka,“ sagði Bjarni í umræðu um hækkun fjármagnstekjuskatts sem Kristrún sagði að væri hæfilegur í 25 prósent en ekki 22,5 prósent og þá væri hægt að fá auka fimm milljarða inn í kerfið. Hún sagðist svo sammála þeim málflutningi Bjarna um að það væri gott að vera á Íslandi, en sagði það þó uppgjöf að láta þar staðar numið. Stjórnmálamenn ættu að vilja gera betur. Viðtalið er hægt að hlusta á í heild sinni hér að neðan en þeim varð nokkuð heitt í hamsi undir lokin.
Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Efnahagsmál Fjárlagafrumvarp 2024 Fjármál heimilisins Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Munu ekkert gefa eftir í kjarasamningsviðræðum Forseti ASÍ segir nýtt fjárlagafrumvarp ekki gefa mikið inn í kjarasamningsviðræður. ASÍ hefði viljað sjá meira gert fyrir heimilin í landinu. Hann segir mögulega hörku framundan í viðræðum. 13. september 2023 21:11 Fjármálafrumvarpið, ólögmætt samráð og hinseginleikinn Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er í beinni útsendingu á Bylgjunni og hér á Vísi frá klukkan tíu til tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem eru efst á baugi í samfélaginu hverju sinni. 17. september 2023 09:31 Sætta sig ekki við að tekjuhærri fái meiri skattalækkun Nýtt fjárlagafrumvarp stuðlar ekki að gerð langtímasamninga á vinnumarkaði að mati formanns Starfsgreinasambandsins. Hann segist ekki munu sætta sig við það að hátekjufólk fái meiri skattlækkun en þeir sem lægstu launin hafa á næsta ári. 13. september 2023 12:06 „Augljóst að það er ekki traust til fjármálaráðherra að selja Íslandsbanka“ Búist er við miklum átökum á Alþingi í vetur þegar ríkisstjórnin leggur fram mörg umdeild frumvörp. Þingmenn stjórnarandstöðunnar spá því að efnahagsmálin verði umfangsmikil og treysta ekki fjármálaráðherra til að selja Íslandsbanka. Ríkisstjórnin er sögð rúin trausti. 13. september 2023 18:31 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Munu ekkert gefa eftir í kjarasamningsviðræðum Forseti ASÍ segir nýtt fjárlagafrumvarp ekki gefa mikið inn í kjarasamningsviðræður. ASÍ hefði viljað sjá meira gert fyrir heimilin í landinu. Hann segir mögulega hörku framundan í viðræðum. 13. september 2023 21:11
Fjármálafrumvarpið, ólögmætt samráð og hinseginleikinn Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er í beinni útsendingu á Bylgjunni og hér á Vísi frá klukkan tíu til tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem eru efst á baugi í samfélaginu hverju sinni. 17. september 2023 09:31
Sætta sig ekki við að tekjuhærri fái meiri skattalækkun Nýtt fjárlagafrumvarp stuðlar ekki að gerð langtímasamninga á vinnumarkaði að mati formanns Starfsgreinasambandsins. Hann segist ekki munu sætta sig við það að hátekjufólk fái meiri skattlækkun en þeir sem lægstu launin hafa á næsta ári. 13. september 2023 12:06
„Augljóst að það er ekki traust til fjármálaráðherra að selja Íslandsbanka“ Búist er við miklum átökum á Alþingi í vetur þegar ríkisstjórnin leggur fram mörg umdeild frumvörp. Þingmenn stjórnarandstöðunnar spá því að efnahagsmálin verði umfangsmikil og treysta ekki fjármálaráðherra til að selja Íslandsbanka. Ríkisstjórnin er sögð rúin trausti. 13. september 2023 18:31