Álamafía upprætt í Evrópu Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 17. september 2023 15:30 Frá álauppboði í Asturias á Norður-Spáni. Tim Graham/Getty Images Evrópska lögreglan, Europol, hefur í samstarfi við lögreglu í á 4. tug landa upprætt umfangsmikið smygl á álum til Kína. Alls voru rúmlega 250 manns handteknir í aðgerðinni. Í aðgerðinni var lagt hald á meira en 25 tonn af álum, stærstur hluti álanna var á Spáni, eða um 18 tonn. Lögregluaðgerðir í 32 löndum 256 manns voru handteknir, þar af 30 á Spáni og telur lögreglan að henni hafi tekist að uppræta tvo glæpahringi sem helguðu sig álasmygli, báðir með höfuðstöðvar á Spáni, í Astúrías og í San Sebastian á Norður-Spáni. Alls teygðu aðgerðir Europol sig til 32ja landa, en aðalumsvifin voru á Spáni, í Portúgal og Frakklandi. Kílóið kostar 1,3 milljónir króna Til stóð að smygla álunum til Kína, en þar fást allt að 9.000 evrum fyrir kílóið af evrópska álnum, andvirði um 1.300.000 króna. Því lætur nærri að andvirði álanna sem voru gerðir upptækir í aðgerðinni hafi numið að andvirði rúmlega 30 milljarða íslenskra króna. Álarnir sem fundust voru ýmist lifandi eða frystir. Þeim er smyglað í sérútbúnum ferðatöskum þar sem hægt er að halda hinum lifandi álum á lífi með súrefnisgjöf í allt að 42 klukkustundir. Bannað að flytja ál út fyrir mæri Evrópusambandsins Evrópski állinn er talinn vera í hættu á Spáni og eru veiðar á honum bannaðar víða á Spáni, frístundaveiðar eru bannaðar og veiðar í atvinnuskyni eru háðar miklum takmörkunum. Þá er bannað að flytja álinn út fyrir mæri Evrópusambandsins. Í tilkynningu spænsku lögreglunnar segir að eitt af viðkvæmari og mikilvægustu verkefnum lögregluaðgerðarinnar hafi verið að koma hinum lifandi, fullvöxnu álum aftur út í náttúruna, en með aðstoð ýmissa náttúruverndarsamtaka var þeim sleppt í spænskar ár, allt frá suðri til norðurs. Spánn Dýr Erlend sakamál Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Í aðgerðinni var lagt hald á meira en 25 tonn af álum, stærstur hluti álanna var á Spáni, eða um 18 tonn. Lögregluaðgerðir í 32 löndum 256 manns voru handteknir, þar af 30 á Spáni og telur lögreglan að henni hafi tekist að uppræta tvo glæpahringi sem helguðu sig álasmygli, báðir með höfuðstöðvar á Spáni, í Astúrías og í San Sebastian á Norður-Spáni. Alls teygðu aðgerðir Europol sig til 32ja landa, en aðalumsvifin voru á Spáni, í Portúgal og Frakklandi. Kílóið kostar 1,3 milljónir króna Til stóð að smygla álunum til Kína, en þar fást allt að 9.000 evrum fyrir kílóið af evrópska álnum, andvirði um 1.300.000 króna. Því lætur nærri að andvirði álanna sem voru gerðir upptækir í aðgerðinni hafi numið að andvirði rúmlega 30 milljarða íslenskra króna. Álarnir sem fundust voru ýmist lifandi eða frystir. Þeim er smyglað í sérútbúnum ferðatöskum þar sem hægt er að halda hinum lifandi álum á lífi með súrefnisgjöf í allt að 42 klukkustundir. Bannað að flytja ál út fyrir mæri Evrópusambandsins Evrópski állinn er talinn vera í hættu á Spáni og eru veiðar á honum bannaðar víða á Spáni, frístundaveiðar eru bannaðar og veiðar í atvinnuskyni eru háðar miklum takmörkunum. Þá er bannað að flytja álinn út fyrir mæri Evrópusambandsins. Í tilkynningu spænsku lögreglunnar segir að eitt af viðkvæmari og mikilvægustu verkefnum lögregluaðgerðarinnar hafi verið að koma hinum lifandi, fullvöxnu álum aftur út í náttúruna, en með aðstoð ýmissa náttúruverndarsamtaka var þeim sleppt í spænskar ár, allt frá suðri til norðurs.
Spánn Dýr Erlend sakamál Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira