Skoða að fela ÍE rannsóknir á lífsýnum og líkamspörtum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. september 2023 06:43 Kári hefur boðið fram starfskrafta Íslenskrar erfðagreiningar og Sigríður Björk segir málið verða skoðað á næstu vikum. Lögfræðingar embættis ríkislögreglustjóra skoða nú þann möguleika að Íslenskri erfðagreiningu verði falið að rannsaka lífsýni og líkamsparta sem finnast hér á landi og bera þarf kennsl á. Frá þessu greinir Morgunblaðið. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur gagnrýnt kennslanefnd ríkislögreglustjóra fyrir að nýta sér ekki þennan möguleika og leita þess í stað út fyrir landsteinana. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir málið til skoðunar en fundað var með Kára í fyrra, þar sem rætt var um mögulegt samstarf. Hins vegar sé nauðsynlegt að huga að persónuverndarsjónarmiðum og fleiru áður en niðurstaða fæst í málið. „Þetta hefur verið rætt en það hafa ekki komið upp nein tilvik sem myndu falla undir þetta samstarf frá því samtali,“ segir Sigríður Björk. „Við myndum líklega vilja láta reyna á það fyrir dómstólum fyrst, hvort við mættum nýta þessi gögn í þessum tilgangi. Við þurfum að fara vel yfir þetta út frá lögfræðilegum sjónarmiðum. Við erum að fara yfir það núna hjá okkur.“ Sigríður segir að málið verði skoðað á næstu vikum en það liggi ekki fyrir hvort það væri endilega hagkvæmt hvað varðar tíma og fjármuni að rannsaka sýni hér heima frekar en í útlöndum. Hún bendir á að málin séu fá og að rannsóknarstofa þyrfti vottun og fleira. Kári hefur lýst því yfir að það muni ekki standa á Íslenskri erfðagreiningu að verða sér út um vottun og tilskilin leyfi ef áhugi reynist fyrir hendi að láta reyna á samstarf. Íslensk erfðagreining Lögreglumál Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Fleiri fréttir Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Sjá meira
Frá þessu greinir Morgunblaðið. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur gagnrýnt kennslanefnd ríkislögreglustjóra fyrir að nýta sér ekki þennan möguleika og leita þess í stað út fyrir landsteinana. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir málið til skoðunar en fundað var með Kára í fyrra, þar sem rætt var um mögulegt samstarf. Hins vegar sé nauðsynlegt að huga að persónuverndarsjónarmiðum og fleiru áður en niðurstaða fæst í málið. „Þetta hefur verið rætt en það hafa ekki komið upp nein tilvik sem myndu falla undir þetta samstarf frá því samtali,“ segir Sigríður Björk. „Við myndum líklega vilja láta reyna á það fyrir dómstólum fyrst, hvort við mættum nýta þessi gögn í þessum tilgangi. Við þurfum að fara vel yfir þetta út frá lögfræðilegum sjónarmiðum. Við erum að fara yfir það núna hjá okkur.“ Sigríður segir að málið verði skoðað á næstu vikum en það liggi ekki fyrir hvort það væri endilega hagkvæmt hvað varðar tíma og fjármuni að rannsaka sýni hér heima frekar en í útlöndum. Hún bendir á að málin séu fá og að rannsóknarstofa þyrfti vottun og fleira. Kári hefur lýst því yfir að það muni ekki standa á Íslenskri erfðagreiningu að verða sér út um vottun og tilskilin leyfi ef áhugi reynist fyrir hendi að láta reyna á samstarf.
Íslensk erfðagreining Lögreglumál Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Fleiri fréttir Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Sjá meira