Stýrði liðinu til síns fyrsta sigurs í efstu deild eftir 16 ár í starfi Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. september 2023 08:30 Frank Schmidt fagnaði 16 ára þjálfaraafmælinu með því að vinna fyrsta sigur Heidenheim í efstu deild frá upphafi. Sebastian Widmann/Getty Images Frank Schmidt, þjálfari Heidenheim, varð í gær sá þjálfari sem hefur verið lengst í starfi í sögu þýska fótboltans, sama dag og félagið vann sinn fyrsta leik í sögunni í þýsku úrvalsdeildinni. Ævintýri Heidenheim og Schmidt hófst árið 2007 þegar hann tók við liðinu. Þá var Heidenheim í fimmtu efstu deild Þýskalands og draumurinn um að spila í efstu deild því fjarlægur. Eftir að hafa farið upp um fjórar deildir á þessum 16 árum er liðið þó mætt í efstu deild. Fyrsti sigur Heidenheim í sögunni í þýsku úrvalsdeildinni varð í gær staðreynd er liðið vann 4-2 sigur gegn Werder Bremen í leik þar sem Eren Dinkci skoraði tvívegis, en hann er á láni hjá Heidenheim frá einmitt Werder Bremen. Það sem gerir sigurinn enn merkilegri fyrir þjálfarann Schmidt er að hann kom einmitt á 16 ára afmæli hans sem þjálfari liðsins. Það þýðir að hann er orðinn sá þjálfari sem hefur verið lengst í starfi í sögu þýska fótboltans og bætti þar með með met Volker Finke sem stýrði Freiburg í 15 ár og 364 daga frá 1. júlí 1991 til 30. júní 2007. Heidenheim manager Frank Schmidt is set to become the longest-serving coach in German football history this weekend!After taking charge of the team in 2007, he is now approaching his 591st game across 16 unbroken years at the helm as his side face Werder Bremen on Sunday! #HDH pic.twitter.com/6c1pLoQjaj— Bundesliga First Touch (@BLFirstTouch) September 15, 2023 Þessi 49 ára gamli þjálfari var fyrirliði félagsins undir lok leikmannaferils síns sem lauk árið 2007. Hann varð svo aðstoðarþjálfari liðsins að ferlinum loknum, en tók við starfinu af Dieter Markle þann 17. september 2007. Undir stjórn Schmidt hefur Heidenheim komist upp um fjórar deildir og leikið 591 leik. Þýski boltinn Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira
Ævintýri Heidenheim og Schmidt hófst árið 2007 þegar hann tók við liðinu. Þá var Heidenheim í fimmtu efstu deild Þýskalands og draumurinn um að spila í efstu deild því fjarlægur. Eftir að hafa farið upp um fjórar deildir á þessum 16 árum er liðið þó mætt í efstu deild. Fyrsti sigur Heidenheim í sögunni í þýsku úrvalsdeildinni varð í gær staðreynd er liðið vann 4-2 sigur gegn Werder Bremen í leik þar sem Eren Dinkci skoraði tvívegis, en hann er á láni hjá Heidenheim frá einmitt Werder Bremen. Það sem gerir sigurinn enn merkilegri fyrir þjálfarann Schmidt er að hann kom einmitt á 16 ára afmæli hans sem þjálfari liðsins. Það þýðir að hann er orðinn sá þjálfari sem hefur verið lengst í starfi í sögu þýska fótboltans og bætti þar með með met Volker Finke sem stýrði Freiburg í 15 ár og 364 daga frá 1. júlí 1991 til 30. júní 2007. Heidenheim manager Frank Schmidt is set to become the longest-serving coach in German football history this weekend!After taking charge of the team in 2007, he is now approaching his 591st game across 16 unbroken years at the helm as his side face Werder Bremen on Sunday! #HDH pic.twitter.com/6c1pLoQjaj— Bundesliga First Touch (@BLFirstTouch) September 15, 2023 Þessi 49 ára gamli þjálfari var fyrirliði félagsins undir lok leikmannaferils síns sem lauk árið 2007. Hann varð svo aðstoðarþjálfari liðsins að ferlinum loknum, en tók við starfinu af Dieter Markle þann 17. september 2007. Undir stjórn Schmidt hefur Heidenheim komist upp um fjórar deildir og leikið 591 leik.
Þýski boltinn Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira