Markvörðurinn bjargaði stigi í blálokin og draumurinn lifir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. september 2023 09:30 Markinu fagnað. Öster Íslendingalið Öster í sænsku B-deildinni í fótbolta náði í stig gegn Västerås SK á heimavelli í gærkvöld þegar liðin gerðu 2-2 jafntefli. Það væri ekki frásögu færandi nema fyrir þá staðreynd að markvörður Öster skoraði jöfnunarmark í 96. mínútu leiksins. Fyrir leikinn sátu liðin í 2. og 3. sæti, Västerås með 44 stig og Öster með 39. Utsikten BK trónir hins vegar á toppnum með 46 stig en efstu tvö liðin fara upp í sænsku úrvalsdeildina á meðan 3. sætið fer í umspil við lið úr þriðja neðsta sæti í úrvalsdeildinni. Það fór um heimamenn í Öster þegar gestirnir komust yfir eftir hálftíma leik. Ekki skánaði það þegar gestirnir tvöfölduðu forystuna snemma í síðari hálfleik. Sem betur fer fyrir Srdjan Tufegdzic – betur þekktur sem Túfa – og hans menn í Öster þá minnkaði Niklas Söderberg muninn nærri samstundis. Í kjölfarið gerði Öster hvað það gat til að jafna. Alex Þór Hauksson og Þorri Már Þórisson komu báðir inn af bekknum. Þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma fékk Herman Magnusson sitt annað gula spjald í liði gestanna og heimamenn manni fleiri það sem lifði leiks. Það nýttu þeir sér en þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma fékk Öster hornspyrnu. Vladimir Rodić tók spyrnuna og markvörðurinn Miloje Preković - sem hafði skokkað yfir endilangan völlinn - stangaði boltann í netið. Östers målvakt Miloje Prekovi kvitterar för Östers IF i den 97:e minuten!!!! pic.twitter.com/e1x7C4PvNW— discovery+ sport (@dplus_sportSE) September 18, 2023 Lokatölur 2-2 og Öster heldur í vonina um að enda í öðru af tveimur efstu sætum deildarinnar. Västerås með 45 stig og Öster 40 þegar átta umferðir eru eftir. Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Sjá meira
Fyrir leikinn sátu liðin í 2. og 3. sæti, Västerås með 44 stig og Öster með 39. Utsikten BK trónir hins vegar á toppnum með 46 stig en efstu tvö liðin fara upp í sænsku úrvalsdeildina á meðan 3. sætið fer í umspil við lið úr þriðja neðsta sæti í úrvalsdeildinni. Það fór um heimamenn í Öster þegar gestirnir komust yfir eftir hálftíma leik. Ekki skánaði það þegar gestirnir tvöfölduðu forystuna snemma í síðari hálfleik. Sem betur fer fyrir Srdjan Tufegdzic – betur þekktur sem Túfa – og hans menn í Öster þá minnkaði Niklas Söderberg muninn nærri samstundis. Í kjölfarið gerði Öster hvað það gat til að jafna. Alex Þór Hauksson og Þorri Már Þórisson komu báðir inn af bekknum. Þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma fékk Herman Magnusson sitt annað gula spjald í liði gestanna og heimamenn manni fleiri það sem lifði leiks. Það nýttu þeir sér en þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma fékk Öster hornspyrnu. Vladimir Rodić tók spyrnuna og markvörðurinn Miloje Preković - sem hafði skokkað yfir endilangan völlinn - stangaði boltann í netið. Östers målvakt Miloje Prekovi kvitterar för Östers IF i den 97:e minuten!!!! pic.twitter.com/e1x7C4PvNW— discovery+ sport (@dplus_sportSE) September 18, 2023 Lokatölur 2-2 og Öster heldur í vonina um að enda í öðru af tveimur efstu sætum deildarinnar. Västerås með 45 stig og Öster 40 þegar átta umferðir eru eftir.
Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Sjá meira