Ítreka að verkfallið standi þó þær hafi verið valdar í komandi verkefni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. september 2023 09:01 Spænsku landsliðskonurnar hafa varla fengið að njóta þess að vera ríkjandi heimsmeistarar. Julieta Ferrario/Getty Images Landsliðshópur spænska kvennalandsliðsins í knattspyrnu fyrir komandi verkefni inniheldur fimmtán leikmenn sem hafa gefið út að þær séu í verkfalli vegna vinnubragða spænska knattspyrnusambandsins. Þær ítreka að þær séu í verkfalli og muni ekki spila. Upphaflega frestað spænska knattspyrnusambandið að tilkynna hópinn fyrir komandi leiki í Þjóðadeildinni. Alls hafa 39 leikmenn, þar af 21 af þeim 23 sem tóku þátt á HM staðfest að þær séu í verkfalli eftir að Luis Rubiales, fráfarandi forseti spænska sambandsins, kyssti Jenni Hermoso óumbeðinn á munninn eftir að Spánn sigraði England 1-0 í úrslitaleik HM fyrr í sumar. Jenni Hermoso has not been included in Spain's first squad since winning the Women's World Cup.Fifteen members of that triumphant team have been named.#BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) September 18, 2023 Fimmtán þeirra voru valdar í komandi verkefni gegn Svíþjóð og Sviss. Þær ítreka að verkfallið haldi áfram þangað til breytingar verði gerðar og leikmönnum líður að þær séu á öruggum stað þegar þær eru með landsliðinu. Alexia Putellas, ein besta knattspyrnukona heims, var meðal þeirra 15 sem eru í verkfalli en voru samt sem áður boðaðar í komandi verkefni. pic.twitter.com/PQbtX8aZWe— Alexia Putellas (@alexiaputellas) September 18, 2023 Landsliðskonurnar hafa því þurft að ítreka að þær séu í verkfalli sem og að þeim þyki leitt að þær hafi verið settar í stöðu sem þær vildu aldrei vera í. Þá staðfestu þær að skoðaður verði lagalegar flækjur þess að vera boðaðar í verkefni eftir að hafa tekið skýrt fram að viðkomandi gæfi ekki kost á sér. Upprunalega átti Montse Tome, núverandi landsliðsþjálfari Spánar, að tilkynna hóp sinn á föstudag en vegna verkfallsins var því frestað til mánudags. Tome tók við af Jorge Vilda sem var látinn fara fyrr í þessum mánuði. Tome starfaði lengi vel aðstoðarkona Vilda og er fyrsta konan til að vera aðalþjálfari spænska kvennalandsliðsins í fótbolta. Hennar fyrsta verkefni er verðugt en sem stendur nær Spánn varla í lið vegna verkfallsins og það styttist í leikinn gegn Svíþjóð sem fram fer í Gautaborg á föstudaginn kemur. Fótbolti Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Sjá meira
Upphaflega frestað spænska knattspyrnusambandið að tilkynna hópinn fyrir komandi leiki í Þjóðadeildinni. Alls hafa 39 leikmenn, þar af 21 af þeim 23 sem tóku þátt á HM staðfest að þær séu í verkfalli eftir að Luis Rubiales, fráfarandi forseti spænska sambandsins, kyssti Jenni Hermoso óumbeðinn á munninn eftir að Spánn sigraði England 1-0 í úrslitaleik HM fyrr í sumar. Jenni Hermoso has not been included in Spain's first squad since winning the Women's World Cup.Fifteen members of that triumphant team have been named.#BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) September 18, 2023 Fimmtán þeirra voru valdar í komandi verkefni gegn Svíþjóð og Sviss. Þær ítreka að verkfallið haldi áfram þangað til breytingar verði gerðar og leikmönnum líður að þær séu á öruggum stað þegar þær eru með landsliðinu. Alexia Putellas, ein besta knattspyrnukona heims, var meðal þeirra 15 sem eru í verkfalli en voru samt sem áður boðaðar í komandi verkefni. pic.twitter.com/PQbtX8aZWe— Alexia Putellas (@alexiaputellas) September 18, 2023 Landsliðskonurnar hafa því þurft að ítreka að þær séu í verkfalli sem og að þeim þyki leitt að þær hafi verið settar í stöðu sem þær vildu aldrei vera í. Þá staðfestu þær að skoðaður verði lagalegar flækjur þess að vera boðaðar í verkefni eftir að hafa tekið skýrt fram að viðkomandi gæfi ekki kost á sér. Upprunalega átti Montse Tome, núverandi landsliðsþjálfari Spánar, að tilkynna hóp sinn á föstudag en vegna verkfallsins var því frestað til mánudags. Tome tók við af Jorge Vilda sem var látinn fara fyrr í þessum mánuði. Tome starfaði lengi vel aðstoðarkona Vilda og er fyrsta konan til að vera aðalþjálfari spænska kvennalandsliðsins í fótbolta. Hennar fyrsta verkefni er verðugt en sem stendur nær Spánn varla í lið vegna verkfallsins og það styttist í leikinn gegn Svíþjóð sem fram fer í Gautaborg á föstudaginn kemur.
Fótbolti Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Sjá meira