Dómafordæmi: Réttlæti hins sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar 19. september 2023 14:31 Mér var kennt það í barnaskóla að dómar Hæstaréttar ættu að vera fordæmisgefandi fyrir dómskerfið í heild. Samt sem áður leyfir Hæstiréttur sér að samþykkja og skila frá sér dómum þar sem einkum önnur hlið málsins er útskýrð, það er hlið þess sem dæmt er í vil, en því sleppt jafnvel alveg að minnast á hina hlið málsins. Þetta var útskýrt í grein minni sem birt var 1. september síðast liðinn. Ég á erfitt með að skilja að dómur, sem ekki er útskýrður frá báðum hliðum, geti verið fordæmisgefandi. Að minnsta kosti vantar þar eitthvað verulega upp á. Fyrst og fremst er það í héraði sem dómar eru útskýrðir. Séu í dómsforsendum báðar hliðar málsins ekki útskýrðar finnst mér að Hæstiréttur, og nú einnig Landsréttur, eigi að vera skyldugur til að senda málið til baka til undirréttar, jafnvel til endurupptöku. Rekjanleiki dóma hlýtur að vera sjálf grunnstoð réttarkerfisins. Hvernig unnt sé að finna dóma um það mál sem er sambærilegast því sem um ræðir og hvers vegna dómurinn í því var kveðinn upp nákvæmlega eins og gert var en ekki einhvern veginn öðru vísi. Mikilvægast er að fyrir hendi sé sem best aðgengi að dómum ásamt auðveldustu og nákvæmustu flokkun þeirra sem völ er á. Samræmi í dómskerfinu er vart hugsanlegt án þess. Krafa almennings hlýtur að vera sú að unnt sé að rekja dóma eftir nákvæmum skilgreiningum þannig að öruggt sé að samræmi sé í dómum, sama hver eða hverjir eigi í hlut. Þetta þarf einnig að gera til þess að lögmenn geti upplýst viðskiptavini sína með nokkrum sanni hvernig ákveðið dómsmál muni fara sem lítur svona og svona út. Þetta nægir að vísu ekki. Dómskerfið þarf einnig að þróast í takt við þjóðfélagsbreytingarnar og tæknina á hverjum tíma og sívaxandi hraða breytinga í þjóðfélaginu. Tækni er að þróast með sívaxandi hraða. Vísindamenn fullyrða að það sé hreinlega náttúrulögmál að hraði breytinga muni sífellt herða á sér samkvæmt veldiskúrvu. Í því sambandi verður að benda á að Alþingi og dómstólar eru fornt fyrirbæri sem verður að þróa í takt við tímann. Hugsanlegt er að um 2040–2050 verði álíka miklar breytingar á mánuði og nú verða á einu ári. Athuga þarf að það er allt þjóðfélagið, ekki bara tæknin, sem er að breytast svona ört. Sem dæmi má nefna alls konar fjarvinnu sem nú ryður sér ört til rúms. Það verður að vera til aðili innan dómskerfisins sem fylgist grannt með þróuninni og tekur við og miðlar ábendingum varðandi hana. Hlutverk hans yrði að koma á framfæri breytingum um gildi ákveðinna sönnunargagna og dómsmeðferða sem síðan þarf að fá víðtækt samþykki innan dómarastéttarinnar. Þetta yrði gert opinbert þannig að það geti nýst öllum sem að dómsmálum koma og þyrfti að koma inn í dómaskýringar sem viðbótarupplýsingar. Væntanlega verður að setja lög um þessa starfsemi og hafa þarf hugfast að þörf verður á hraðari ákvarðanatökum eftir því sem árin líða. Þegar ný lög verða sett um meðferð einkamála, sem verður að gera sem allra fyrst, þarf að láta þau miðast við fyrirsjáanlegar tæknibreytingar næstu 10–15 árin. Þá munu þau hugsanlega ná að endast sæmilega þann tíma. Forðast þarf eins og heitan eldinn að svipað gerist og þegar Alþingi samþykkti lög um meðferð einkamála árið 1991sem áttu við þjóðfélagið 20 árum áður, það er árið 1970 eða jafnvel miklu fyrr. Í bókinni Réttlæti hins sterka, Ádeila á dómskerfið og Alþingi er að finna fyllri lýsingu á þessum málum.Þá má spyrja hvort það geti gengið mikið lengur að vera með dómskerfi sem miðast við þjóðfélagið frá því fyrir og jafnvel löngu fyrir 1970. Svarið hlýtur að vera nei, að þetta megi ekki og geti ekki haldið svona áfram. Höfundur er rekstrarverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jörgen Ingimar Hansson Mest lesið Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Mér var kennt það í barnaskóla að dómar Hæstaréttar ættu að vera fordæmisgefandi fyrir dómskerfið í heild. Samt sem áður leyfir Hæstiréttur sér að samþykkja og skila frá sér dómum þar sem einkum önnur hlið málsins er útskýrð, það er hlið þess sem dæmt er í vil, en því sleppt jafnvel alveg að minnast á hina hlið málsins. Þetta var útskýrt í grein minni sem birt var 1. september síðast liðinn. Ég á erfitt með að skilja að dómur, sem ekki er útskýrður frá báðum hliðum, geti verið fordæmisgefandi. Að minnsta kosti vantar þar eitthvað verulega upp á. Fyrst og fremst er það í héraði sem dómar eru útskýrðir. Séu í dómsforsendum báðar hliðar málsins ekki útskýrðar finnst mér að Hæstiréttur, og nú einnig Landsréttur, eigi að vera skyldugur til að senda málið til baka til undirréttar, jafnvel til endurupptöku. Rekjanleiki dóma hlýtur að vera sjálf grunnstoð réttarkerfisins. Hvernig unnt sé að finna dóma um það mál sem er sambærilegast því sem um ræðir og hvers vegna dómurinn í því var kveðinn upp nákvæmlega eins og gert var en ekki einhvern veginn öðru vísi. Mikilvægast er að fyrir hendi sé sem best aðgengi að dómum ásamt auðveldustu og nákvæmustu flokkun þeirra sem völ er á. Samræmi í dómskerfinu er vart hugsanlegt án þess. Krafa almennings hlýtur að vera sú að unnt sé að rekja dóma eftir nákvæmum skilgreiningum þannig að öruggt sé að samræmi sé í dómum, sama hver eða hverjir eigi í hlut. Þetta þarf einnig að gera til þess að lögmenn geti upplýst viðskiptavini sína með nokkrum sanni hvernig ákveðið dómsmál muni fara sem lítur svona og svona út. Þetta nægir að vísu ekki. Dómskerfið þarf einnig að þróast í takt við þjóðfélagsbreytingarnar og tæknina á hverjum tíma og sívaxandi hraða breytinga í þjóðfélaginu. Tækni er að þróast með sívaxandi hraða. Vísindamenn fullyrða að það sé hreinlega náttúrulögmál að hraði breytinga muni sífellt herða á sér samkvæmt veldiskúrvu. Í því sambandi verður að benda á að Alþingi og dómstólar eru fornt fyrirbæri sem verður að þróa í takt við tímann. Hugsanlegt er að um 2040–2050 verði álíka miklar breytingar á mánuði og nú verða á einu ári. Athuga þarf að það er allt þjóðfélagið, ekki bara tæknin, sem er að breytast svona ört. Sem dæmi má nefna alls konar fjarvinnu sem nú ryður sér ört til rúms. Það verður að vera til aðili innan dómskerfisins sem fylgist grannt með þróuninni og tekur við og miðlar ábendingum varðandi hana. Hlutverk hans yrði að koma á framfæri breytingum um gildi ákveðinna sönnunargagna og dómsmeðferða sem síðan þarf að fá víðtækt samþykki innan dómarastéttarinnar. Þetta yrði gert opinbert þannig að það geti nýst öllum sem að dómsmálum koma og þyrfti að koma inn í dómaskýringar sem viðbótarupplýsingar. Væntanlega verður að setja lög um þessa starfsemi og hafa þarf hugfast að þörf verður á hraðari ákvarðanatökum eftir því sem árin líða. Þegar ný lög verða sett um meðferð einkamála, sem verður að gera sem allra fyrst, þarf að láta þau miðast við fyrirsjáanlegar tæknibreytingar næstu 10–15 árin. Þá munu þau hugsanlega ná að endast sæmilega þann tíma. Forðast þarf eins og heitan eldinn að svipað gerist og þegar Alþingi samþykkti lög um meðferð einkamála árið 1991sem áttu við þjóðfélagið 20 árum áður, það er árið 1970 eða jafnvel miklu fyrr. Í bókinni Réttlæti hins sterka, Ádeila á dómskerfið og Alþingi er að finna fyllri lýsingu á þessum málum.Þá má spyrja hvort það geti gengið mikið lengur að vera með dómskerfi sem miðast við þjóðfélagið frá því fyrir og jafnvel löngu fyrir 1970. Svarið hlýtur að vera nei, að þetta megi ekki og geti ekki haldið svona áfram. Höfundur er rekstrarverkfræðingur.
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun