Kvóti frá Reykjanesbæ til Ólafsvíkur Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 19. september 2023 14:23 Steinunn SH-167. Steinunn Útgerðarfélagið Steinunn ehf. hefur lagt grunn að auknum umsvifum sínum í Ólafsvík með kaupum á fiskveiðiheimildum sem nema ríflega hundrað þorskígildistonnum af Saltveri ehf. í Reykjanesbæ fyrir um 300 milljónir króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá útgerðarfélaginu. Þar segir að kvótanum verði bætt við veiðiheimildir vertíðarbátsins Steinunnar SH-167. Segir ennfremur að með þeim aukist umsvif útgerðarinnar til muna ásamt verkefnum nálægrar landvinnslu. Kaupin eru gerð í framhaldi af sölu á sextíu prósenta hlut í Steinunni til FISK Seafood fyrir tveimur árum með það að leiðarljósi að efla enn frekar útgerðina á heimaslóðum. Markmið og fyrirheit að raungerast Fram kemur í tilkynningunni að þeir bræður, Brynjar og Ægir Kristmundssynir eigi ásamt fjölskyldum sínum hvor sinn 20 prósenta hlut í Steinunni hf. og segist Brynjar sannfærður um að þessi viðbót verði farsæl fyrir heimabyggðina. „Tilgangurinn með sölunni og samstarfinu við FISK Seafood var frá upphafi að styrkja og stækka starfsemina hér í Ólafsvík. Nú eru fyrirheitin og markmiðin að raungerast og því ber að fagna. Útgerð Steinunnar hefur verið með ágætum síðustu árin, veiðarnar hafa gengið vel og fiskverð verið gott. Ég er sannfærður um að þessi fjárfesting verði enn frekari lyftistöng á komandi árum.“ „Þetta eru ákaflega ánægjuleg tíðindi,“ segir Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar í tilkynningunni. „Íbúar í Ólafsvík og nágrenni hafa alla tíð verið stoltir af þessu rótgróna fjölskyldufyrirtæki enda umgjörðin um reksturinn ávallt verið sannkölluð bæjarprýði. Það er greinilegt að með tengslunum við FISK Seafood verður engin breyting þar á og því ber að fagna.“ Sjávarútvegur Snæfellsbær Reykjanesbær Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá útgerðarfélaginu. Þar segir að kvótanum verði bætt við veiðiheimildir vertíðarbátsins Steinunnar SH-167. Segir ennfremur að með þeim aukist umsvif útgerðarinnar til muna ásamt verkefnum nálægrar landvinnslu. Kaupin eru gerð í framhaldi af sölu á sextíu prósenta hlut í Steinunni til FISK Seafood fyrir tveimur árum með það að leiðarljósi að efla enn frekar útgerðina á heimaslóðum. Markmið og fyrirheit að raungerast Fram kemur í tilkynningunni að þeir bræður, Brynjar og Ægir Kristmundssynir eigi ásamt fjölskyldum sínum hvor sinn 20 prósenta hlut í Steinunni hf. og segist Brynjar sannfærður um að þessi viðbót verði farsæl fyrir heimabyggðina. „Tilgangurinn með sölunni og samstarfinu við FISK Seafood var frá upphafi að styrkja og stækka starfsemina hér í Ólafsvík. Nú eru fyrirheitin og markmiðin að raungerast og því ber að fagna. Útgerð Steinunnar hefur verið með ágætum síðustu árin, veiðarnar hafa gengið vel og fiskverð verið gott. Ég er sannfærður um að þessi fjárfesting verði enn frekari lyftistöng á komandi árum.“ „Þetta eru ákaflega ánægjuleg tíðindi,“ segir Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar í tilkynningunni. „Íbúar í Ólafsvík og nágrenni hafa alla tíð verið stoltir af þessu rótgróna fjölskyldufyrirtæki enda umgjörðin um reksturinn ávallt verið sannkölluð bæjarprýði. Það er greinilegt að með tengslunum við FISK Seafood verður engin breyting þar á og því ber að fagna.“
Sjávarútvegur Snæfellsbær Reykjanesbær Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira