Frá þessu er greint á samfélagsmiðlum Tindastóls, en Domingo er 28 ára gamall framherji af amerískum og nígerískum ættum.
Hann var í U17 ára landsliði Bandaríkjanna sem varð heimsmeistari árið 2012 og síðar varð hann fyrirliði nígeríska landsliðsins.
Á ferlinum hefur Domingo spilað með Donar í Hollandi og Lakeland Magic og Indiana Mad Ants í bandarísku G-deildinni, sem er varadeild NBA.