„Sumir leikmenn þurfa að spila fyrir nýjum samningum“ Árni Gísli Magnússon skrifar 20. september 2023 19:22 Hallgrímur Jónasson og Eiður Ben Eiríksson mynda þjálfarateymi KA. Vísir/Hulda Margrét KA vann 4-2 sigur á Keflavík á Akureyri í dag í fyrstu umferð neðri hluta Bestu deildar karla. Hallgrímur Mar Steingrímsson kláraði leikinn á 88. mínútu með sínu öðru marki og gulltryggði KA stigin þrjú. Eiður Ben Eiríksson, aðstoðarþjálfari KA, hafði sitt hvað að segja um leikinn. „Við vorum kærulausir, afslappaðir, pressulausir. Keflavík voru að berjast fyrir lífi sínu og mér fannst þessi leikur svolítið litast af því. Við vorum betri en Keflavík alltaf hættulegir og hefðu alveg getað refsað okkur oftar.“ KA var komið í 2-0 eftir einungis 6 mínútur og spilaði fyrri hálfleikinn mun betur en þann seinni og Eiður var sammála því. „Við hefðum alveg getað búið okkur betur undir það að þeir væru klárir að fara all-in. Eitthvað sem þeir hafa ekki gert, hafa ekki verið að pressa hátt á vellinum. Um leið og við fórum að leysa það með því að spila boltaum yfir pressuna þá fannst mér við gera það vel og sköpuðum okkur fullt af færum og fleiri færi heldur en við skoruðum úr.“ Leikurinn var opinn og skemmtilegur enda Keflavík að berjast fyrir lífi sínu og KA í raun ekki að spila upp á neitt. „Leikurinn náttúrulega litast af því að við vorum að tapa bikarúrslitaleik þar sem allt var undir. Ég var í rauninni hræddari um að menn yrðu slappari heldur en í dag. Ég bjóst ekki við að menn næðu að mótivera sig undir þetta verkefni. Við getum reynt allt á æfingasvæðinu og reynt að peppa menn og eitthvað svona en þetta er bara mikið högg að tapa svona leik eins og síðustu helgi.“ „Ég bjóst svo sem ekki við neinu en að vera 2-0 yfir eftir 5 mínútur kom manni rosalega á óvart. Kannski eðlilegt að þú slökkvir aðeins á þér en mér fannst við vera svolítið kærulausir á boltann og tókum stundum óþarfa áhættur en eins og í seinni hálfleik fóru þeir bara að pressa maður á mann og við fórum fullseint að spila boltanum yfir pressuna og vera aðeins klókari.“ KA liðið er búið að taka þátt í Evrópuævintýri í ár ásamt því að komast í bikarúrslit og eiga frábært tímabil í deildinni í fyrra. Er erfitt að finna hungur í leikmannahópnum til að spila þessa leiki í neðri hluta deildarinnar? „Ég held að menn þurfi bara að finna það hjá sjálfum sér. Til hvers ertu í þessu? Til hvers ertu að spila fótbolta? Sumir leikmenn eru bara samningslausir og þurfa að spila fyrir nýjum samningum. Sumir leikmenn vilja væntanlega spila meira og bæta sig. Það sem bíður manna eru bara fjórir mánuðir inni í Boga og á lélegum æfingatíma þannig menn þurfa bara að gjöra svo vel að mótivera sig og peppa sig upp í það að spila síðustu fjóra leikina og njóta þess að spila með bros á vör.“ Eru leikmenn að berjast fyrir lífi sínu innan KA í þessum síðustu leikjum tímabilsins? „Ég myndi halda að það sé þannig í einhverjum tilfellum. Þú getur leitað á KSÍ, það eru einhverjir samingslausir“, sagði Eiður að lokum. Íslenski boltinn Besta deild karla KA Keflavík ÍF Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Sjá meira
Eiður Ben Eiríksson, aðstoðarþjálfari KA, hafði sitt hvað að segja um leikinn. „Við vorum kærulausir, afslappaðir, pressulausir. Keflavík voru að berjast fyrir lífi sínu og mér fannst þessi leikur svolítið litast af því. Við vorum betri en Keflavík alltaf hættulegir og hefðu alveg getað refsað okkur oftar.“ KA var komið í 2-0 eftir einungis 6 mínútur og spilaði fyrri hálfleikinn mun betur en þann seinni og Eiður var sammála því. „Við hefðum alveg getað búið okkur betur undir það að þeir væru klárir að fara all-in. Eitthvað sem þeir hafa ekki gert, hafa ekki verið að pressa hátt á vellinum. Um leið og við fórum að leysa það með því að spila boltaum yfir pressuna þá fannst mér við gera það vel og sköpuðum okkur fullt af færum og fleiri færi heldur en við skoruðum úr.“ Leikurinn var opinn og skemmtilegur enda Keflavík að berjast fyrir lífi sínu og KA í raun ekki að spila upp á neitt. „Leikurinn náttúrulega litast af því að við vorum að tapa bikarúrslitaleik þar sem allt var undir. Ég var í rauninni hræddari um að menn yrðu slappari heldur en í dag. Ég bjóst ekki við að menn næðu að mótivera sig undir þetta verkefni. Við getum reynt allt á æfingasvæðinu og reynt að peppa menn og eitthvað svona en þetta er bara mikið högg að tapa svona leik eins og síðustu helgi.“ „Ég bjóst svo sem ekki við neinu en að vera 2-0 yfir eftir 5 mínútur kom manni rosalega á óvart. Kannski eðlilegt að þú slökkvir aðeins á þér en mér fannst við vera svolítið kærulausir á boltann og tókum stundum óþarfa áhættur en eins og í seinni hálfleik fóru þeir bara að pressa maður á mann og við fórum fullseint að spila boltanum yfir pressuna og vera aðeins klókari.“ KA liðið er búið að taka þátt í Evrópuævintýri í ár ásamt því að komast í bikarúrslit og eiga frábært tímabil í deildinni í fyrra. Er erfitt að finna hungur í leikmannahópnum til að spila þessa leiki í neðri hluta deildarinnar? „Ég held að menn þurfi bara að finna það hjá sjálfum sér. Til hvers ertu í þessu? Til hvers ertu að spila fótbolta? Sumir leikmenn eru bara samningslausir og þurfa að spila fyrir nýjum samningum. Sumir leikmenn vilja væntanlega spila meira og bæta sig. Það sem bíður manna eru bara fjórir mánuðir inni í Boga og á lélegum æfingatíma þannig menn þurfa bara að gjöra svo vel að mótivera sig og peppa sig upp í það að spila síðustu fjóra leikina og njóta þess að spila með bros á vör.“ Eru leikmenn að berjast fyrir lífi sínu innan KA í þessum síðustu leikjum tímabilsins? „Ég myndi halda að það sé þannig í einhverjum tilfellum. Þú getur leitað á KSÍ, það eru einhverjir samingslausir“, sagði Eiður að lokum.
Íslenski boltinn Besta deild karla KA Keflavík ÍF Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti