Lægstu barnabætur aldarinnar? Kristófer Már Maronsson skrifar 21. september 2023 07:30 Í Sprengisandi á sunnudaginn tókust á formenn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar um fjárlagafrumvarpið. Nokkrum mínútum vörðu formennirnir í að ræða velferðarkerfið og lét Kristrún Frostadóttir eftirfarandi orð m.a. falla: „Barnabætur sem hlutfall af landsframleiðslu, eftir þetta átak ríkisstjórnarinnar, hafa aldrei verið lægri á þessari öld. Þær eru helmingi minni sem hlutfall af hagkerfinu heldur en á Norðurlöndunum.” Er rétt að mæla barnabætur sem hlutfall af landsframleiðslu? Þegar við mælum eitthvað sem hlutfall af landsframleiðslu erum við yfirleitt að skoða stærðir sem þróast í samræmi við landsframleiðslu, t.d. framleiðslutölur einstakra atvinnugreina eða afkomu ríkissjóðs. Barnabætur er hins vegar ekki rétt að mæla sem hlutfall af landsframleiðslu og vont að sjá formann Samfylkingarinnar tileinka sér þennan misskilning verkalýðshreyfingarinnar. Árið 2000 voru börn undir 18 ára aldri tæplega 28% þjóðarinnar en í lok árs 2022 voru þau tæplega 22%. Íbúum á Íslandi hefur fjölgað um rúm 41% frá aldamótum og hlutfall barna af íbúafjölda fer sífellt minnkandi. Út frá þessum staðreyndum má draga þá ályktun að landsframleiðsla sé að þróast talsvert hraðar en þörf fyrir stuðning til barnafjölskyldna þar sem börnum fækkar í hlutfalli við heildarmannfjölda. Stendur barnabótakerfið með fólki þegar tekjur lækka? Barnabótakerfið er byggt upp fyrir tekjulágar fjölskyldur til þess að létta undir kostnaði þeirra við að ala upp börn. Barnabætur byggja ekki á ákveðnum potti í fjárlögum sem dreift er til þeirra sem á þurfa að halda, heldur breytast þær í takt við tekjur barnafjölskyldna að öðru óbreyttu. Hægt er að skoða nokkra mælikvarða en einn mælikvarði sem mér þykir rétt að skoða í þessu samhengi er hvort barnabætur þróist að einhverju leyti í takt við atvinnuleysi foreldra barna. Á grafinu hér að neðan er bláa línan barnabætur úr ríkisreikning á verðlagi ársins 2022 og þeim deilt á fjölda barna. Það segir ekki nákvæmlega til um hvernig stuðningur er við tekjulágar barnafjölskyldur, enda misjafnt hverjar tekjur foreldra eru, en gefur ágætis mynd. Gula línan er svo atvinnuleysi 25-54 ára. Auðvitað eru foreldrar barna á aðeins breiðari aldri, en framboð gagna stýrir þessari framsetningu. Það er tvennt áhugavert við þessa mynd. Í fyrsta lagi má sjá árin 2009-2013, betur þekkt sem vinstri stjórnarárin. Barnabætur á hvert barn hríðfalla, sem er í takt við það að fjárhæðir barnabóta voru ekki hækkaðar árin 2009-2012. Árið fyrir kosningar var þeim svo flengt upp. Svo eru árin eftir vinstri stjórnina, þar sem mikil fylgni er á milli atvinnuleysis og barnabóta á hvert barn. Þannig má draga þá ályktun að þegar atvinnuleysi skýst upp í covid kemur barnabótakerfið (og viðbætur stjórnvalda) til þess að grípa fjölskyldur sem lenda í erfiðleikum. Þá er einnig vert að nefna að grunnfjárhæðir barnabóta hafa hækkað umfram verðlag frá því Sjálfstæðisflokkurinn tók við af vinstri stjórninni árið 2013. Þróun launa, verðlags og skerðingarmarka barnabóta Því er oft haldið fram af vinstri mönnum að með öllum launahækkunum undanfarinna ára að barnabætur skerðist bara og þannig hætti fólk að fá barnabætur. Betra er að skoða þessa þróun í samhengi áður en slíkum bullyrðingum er kastað fram. Launavísitala hefur tæplega þrefaldast og vísitala neysluverðs rúmlega tvöfaldast frá 2006 - 2022. Skerðingarmörk barnabóta hafa tæplega fimmfaldast frá árinu 2006, þrátt fyrir algera kyrrstöðu hjá vinstri stjórninni fram að kosningaári. Svo má sjá hvernig skerðingamörk hækka á ný og hafa gert viðstöðulaust síðan slitabúin lögðu fram stöðugleikaframlög sem runnu í ríkissjóð - aðgerð sem vinstri menn höfðu enga trú á að hægt væri að framkvæma. Umræðan þarf að byggjast á staðreyndum en ekki bullyrðingum Við búum hér í einu mesta velferðarkerfi heims en höfum ekkert alltaf gert hlutina eins og aðrar þjóðir. Til dæmis þegar kemur að barnabótum eru flest Norðurlöndin með ótekjutengdar barnabætur, þannig hæst launuðustu foreldrar samfélagsins og þeir lægst launuðustu fá jafn mikið. Sjálfstæðisflokkurinn leggur mikla áherslu á að tryggja afkomu og velferð þeirra sem minnst hafa á milli handanna og fer það í taugarnar á vinstri mönnum, sem reyna að halda öðru fram. Það að barnabætur séu þær lægstu á öldinni sem hlutfall af landsframleiðslu getur sagt margar sögur, m.a. að barnafjölskyldur hafi aldrei verið tekjuhærri eftir aldamót. Það er skrítið að heyra fullyrðingar um að ríkisstjórnin með Sjálfstæðisflokkinn í fjármálaráðuneytinu sé að grafa undan barnabótakerfinu, en jafnframt skiljanlegt að fólk hlusti þegar formaður Samfylkingarinnar talar enda klár og frambærileg stjórnmálakona. Staðreyndin er hins vegar sú að þessi fullyrðing er bullyrðing og vinstri menn ættu að líta sér nær, en því miður flækjast staðreyndir oft ekki fyrir stjórnmálamönnum á atkvæðaveiðum. Höfundur er hagfræðingur og aðstoðarmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristófer Már Maronsson Félagsmál Rekstur hins opinbera Fjárlagafrumvarp 2024 Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Í Sprengisandi á sunnudaginn tókust á formenn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar um fjárlagafrumvarpið. Nokkrum mínútum vörðu formennirnir í að ræða velferðarkerfið og lét Kristrún Frostadóttir eftirfarandi orð m.a. falla: „Barnabætur sem hlutfall af landsframleiðslu, eftir þetta átak ríkisstjórnarinnar, hafa aldrei verið lægri á þessari öld. Þær eru helmingi minni sem hlutfall af hagkerfinu heldur en á Norðurlöndunum.” Er rétt að mæla barnabætur sem hlutfall af landsframleiðslu? Þegar við mælum eitthvað sem hlutfall af landsframleiðslu erum við yfirleitt að skoða stærðir sem þróast í samræmi við landsframleiðslu, t.d. framleiðslutölur einstakra atvinnugreina eða afkomu ríkissjóðs. Barnabætur er hins vegar ekki rétt að mæla sem hlutfall af landsframleiðslu og vont að sjá formann Samfylkingarinnar tileinka sér þennan misskilning verkalýðshreyfingarinnar. Árið 2000 voru börn undir 18 ára aldri tæplega 28% þjóðarinnar en í lok árs 2022 voru þau tæplega 22%. Íbúum á Íslandi hefur fjölgað um rúm 41% frá aldamótum og hlutfall barna af íbúafjölda fer sífellt minnkandi. Út frá þessum staðreyndum má draga þá ályktun að landsframleiðsla sé að þróast talsvert hraðar en þörf fyrir stuðning til barnafjölskyldna þar sem börnum fækkar í hlutfalli við heildarmannfjölda. Stendur barnabótakerfið með fólki þegar tekjur lækka? Barnabótakerfið er byggt upp fyrir tekjulágar fjölskyldur til þess að létta undir kostnaði þeirra við að ala upp börn. Barnabætur byggja ekki á ákveðnum potti í fjárlögum sem dreift er til þeirra sem á þurfa að halda, heldur breytast þær í takt við tekjur barnafjölskyldna að öðru óbreyttu. Hægt er að skoða nokkra mælikvarða en einn mælikvarði sem mér þykir rétt að skoða í þessu samhengi er hvort barnabætur þróist að einhverju leyti í takt við atvinnuleysi foreldra barna. Á grafinu hér að neðan er bláa línan barnabætur úr ríkisreikning á verðlagi ársins 2022 og þeim deilt á fjölda barna. Það segir ekki nákvæmlega til um hvernig stuðningur er við tekjulágar barnafjölskyldur, enda misjafnt hverjar tekjur foreldra eru, en gefur ágætis mynd. Gula línan er svo atvinnuleysi 25-54 ára. Auðvitað eru foreldrar barna á aðeins breiðari aldri, en framboð gagna stýrir þessari framsetningu. Það er tvennt áhugavert við þessa mynd. Í fyrsta lagi má sjá árin 2009-2013, betur þekkt sem vinstri stjórnarárin. Barnabætur á hvert barn hríðfalla, sem er í takt við það að fjárhæðir barnabóta voru ekki hækkaðar árin 2009-2012. Árið fyrir kosningar var þeim svo flengt upp. Svo eru árin eftir vinstri stjórnina, þar sem mikil fylgni er á milli atvinnuleysis og barnabóta á hvert barn. Þannig má draga þá ályktun að þegar atvinnuleysi skýst upp í covid kemur barnabótakerfið (og viðbætur stjórnvalda) til þess að grípa fjölskyldur sem lenda í erfiðleikum. Þá er einnig vert að nefna að grunnfjárhæðir barnabóta hafa hækkað umfram verðlag frá því Sjálfstæðisflokkurinn tók við af vinstri stjórninni árið 2013. Þróun launa, verðlags og skerðingarmarka barnabóta Því er oft haldið fram af vinstri mönnum að með öllum launahækkunum undanfarinna ára að barnabætur skerðist bara og þannig hætti fólk að fá barnabætur. Betra er að skoða þessa þróun í samhengi áður en slíkum bullyrðingum er kastað fram. Launavísitala hefur tæplega þrefaldast og vísitala neysluverðs rúmlega tvöfaldast frá 2006 - 2022. Skerðingarmörk barnabóta hafa tæplega fimmfaldast frá árinu 2006, þrátt fyrir algera kyrrstöðu hjá vinstri stjórninni fram að kosningaári. Svo má sjá hvernig skerðingamörk hækka á ný og hafa gert viðstöðulaust síðan slitabúin lögðu fram stöðugleikaframlög sem runnu í ríkissjóð - aðgerð sem vinstri menn höfðu enga trú á að hægt væri að framkvæma. Umræðan þarf að byggjast á staðreyndum en ekki bullyrðingum Við búum hér í einu mesta velferðarkerfi heims en höfum ekkert alltaf gert hlutina eins og aðrar þjóðir. Til dæmis þegar kemur að barnabótum eru flest Norðurlöndin með ótekjutengdar barnabætur, þannig hæst launuðustu foreldrar samfélagsins og þeir lægst launuðustu fá jafn mikið. Sjálfstæðisflokkurinn leggur mikla áherslu á að tryggja afkomu og velferð þeirra sem minnst hafa á milli handanna og fer það í taugarnar á vinstri mönnum, sem reyna að halda öðru fram. Það að barnabætur séu þær lægstu á öldinni sem hlutfall af landsframleiðslu getur sagt margar sögur, m.a. að barnafjölskyldur hafi aldrei verið tekjuhærri eftir aldamót. Það er skrítið að heyra fullyrðingar um að ríkisstjórnin með Sjálfstæðisflokkinn í fjármálaráðuneytinu sé að grafa undan barnabótakerfinu, en jafnframt skiljanlegt að fólk hlusti þegar formaður Samfylkingarinnar talar enda klár og frambærileg stjórnmálakona. Staðreyndin er hins vegar sú að þessi fullyrðing er bullyrðing og vinstri menn ættu að líta sér nær, en því miður flækjast staðreyndir oft ekki fyrir stjórnmálamönnum á atkvæðaveiðum. Höfundur er hagfræðingur og aðstoðarmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar