Fótbolti

Utan vallar: Hefja nýjan kafla í Tel Aviv í stöðu sem Ís­lendingar þekkja vel

Aron Guðmundsson skrifar
Blikar spila í forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld.
Blikar spila í forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Vísir/Hulda Margrét

Undan­farna daga hefur setningin „Breiða­blik mun hefja nýjan kafla í sögu ís­lensks fót­bolta“ oft borið á góma og verið rituð. Nú er komið að þeirri stund. Í kvöld mun Breiða­blik svo sannar­lega rita upp­hafs­orðin í nýjum kafla í sögu ís­lensks fót­bolta sem fyrsta ís­lenska karla­liði til að leika í riðla­keppni í Evrópu.

Aron Guðmundsson skrifar frá Tel Aviv, Ísrael.

Það hvernig frum­raun liðsins á þessu sviði mun verða liggur hins vegar enn á huldu og verður ekki ljóst fyrr en seint í kvöld hvernig Blikar komast frá þessu verk­efni.

Hins vegar verður það að segjast að fáir hafa trú á því að Blikar, sem hafa átt í basli undan­farið heima fyrir, muni ná að næla í úr­slit hér á Bloom­fi­eld leik­vanginum í Tel Aviv.

Veð­bankar hafa enga trú á Breiða­bliki og ef lesa má eitt­hvað í mætingu ísraelskra blaða­manna á blaða­manna­fund Breiða­bliks, sem var nær engin, þá eru þeir ekki að taka okkar ís­lensku full­trúa al­var­lega.

Það er hins vegar á svona stundum, í svona að­stæðum, sem full­trúar okkar þjóðar, hvort sem um ræðir lands- eða fé­lags­lið, ná að sýna sitt rétta and­lit. Og það skulum við vona að raunin verði einnig í kvöld.

Það er hér, á Bloomfield leikvanginum í Tel Avív, sem Breiðablik mun rita nýjan kafla í sögu íslensks fótboltaVísir/Samsett mynd

Fyrir æfingu Breiða­bliks á Bloom­fi­eld leik­vanginum í gær­kvöldi mátti heyra það í liðs­ræðu Óskars Hrafns Þor­valds­sonar, þjálfara Breiða­bliks, að frá þessari stundu skyldu leik­menn leggja allt í verk­efnið og sanna fyrir þeim sem standa fyrir utan og fylgjast með liðinu, að það búi enn hellingur í því.

Ef ekki fyrir aðra þá ættu leik­menn að gera það fyrir sjálfa sig, fyrir liðið. Það var ekkert hálfkák á æfingu liðsins í gær, heldur alvöru tempó og góðu dagsverki skilað.

Mín til­finning er sú að Blikar séu mjög vel með­vitaðir um um­ræðuna í kringum liðið undan­farið. Blikar hafa tapað þremur leikjum í röð í að­draganda þessa leiks í kvöld og það væri mikið styrk­leika­merki hjá þeim að skila af sér sann­færandi frammi­stöðu í kvöld.

Verk­efnið er hins vegar ærið. Mac­cabi Tel Aviv er sigur­sælasta fé­lag Ísrael, þaul­reynt á þessu sviði og hefur ekki tapað leik undir stjórn Robbie Kea­ne sem tók við stjórnar­taumunum hjá liðinu í júní.

Stress fyrir svona leiki er eðli­legt, segi ég með alla mína reynslu úr fjórðu deildinni heima, en vonandi fyrir Blika ná þeir einnig að njóta þess að spila á þessu stóra sviði, njóta þess að spila fyrir framan tug­þúsundir á­horf­enda á þessum þétta leik­vangi.

Og hver veit, kannski verðum við vitni að ein­hverju sér­stöku í kvöld.

Flautað verður til leiks hér í Tel Aviv klukkan sjö í kvöld að íslenskum tíma og verður leikurinn í beinni útsendingu á Vodafone sport rásinni.


Tengdar fréttir

Óskar hvetur Blika til dáða: „Menn verði mjög vel stemmdir, hungraðir og hug­rakkir“

Óskar Hrafn Þor­valds­son, þjálfari karla­liðs Breiða­bliks í fót­bolta telur að sýnir leik­menn muni sýna hungur og hug­rekki er liðið opnar nýjan kafla í sögu ís­lensk fót­bolta með að verða fyrsta ís­lenska karla­liðið til að leika í riðla­keppni í Evrópu þegar liðið mætir Mac­cabi Tel Aviv í Sam­bands­deildinni á Bloom­fi­eld leik­vanginum í kvöld. Jafn­framt þurfti Breiða­blik að eiga sinn allra, allra besta leik til að ná í úr­slit hér í Tel Aviv.

Kea­ne van­metur Breiða­blik ekki: „Vitum hvers við erum megnugir“

Robbie Kea­ne, fyrrum marka­hrókur í ensku úr­vals­deildinni og nú­verandi þjálfari ísraelska stór­liðsins Mac­cabi Tel Aviv, býst við erfiðum leik gegn Breiða­bliki í riðla­keppni Sam­bands­deildar Evrópu á morgun og varar leik­menn sína við því að van­meta ís­lenska liðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×