Bílrúðuviðgerð er ókeypis og umhverfisvæn Ágúst Mogensen skrifar 22. september 2023 11:01 Ef þú fékkst sprungu í bílrúðuna í sumar og ert búinn að vera að hugsa um að láta laga hana þá er rétti tíminn núna. Með kólnandi veðri og frosti er hætta á að litla sprungan stækki ört og það er til mikils að vinna að koma í veg fyrir það. Með því að strjúka yfir skemmdina og setja bílrúðumiða yfir kemur þú mögulega í veg fyrir að skipta þurfi rúðunni út. Ef hægt er að gera við rúðuna þá borgar þú ekki neitt og velur margfalt umhverfisvænni leið til að leysa vandamálið. Þú borgar ekkert Ef skemmdin er minni en límmiðinn og ekki í sjónlínu ökumanns eru góðar líkur á að hægt sé að gera við rúðuna. Þú borgar ekkert ef þú ert með bílrúðutryggingu, enga eigináhættu, ekki krónu. Framrúður eru sífellt að verða tæknilegri og um leið dýrari. Mikill breytileiki er í verðum þeirra eftir tegund og gerð ökutækja en ef miðað er við að meðalframrúðuskipti kosti 135.000 krónur og eigináhætta sé 25% þá spara eigendur ökutækja sér 33.750 krónur að meðaltali með viðgerð í stað rúðuskipta. Það munar um minna á komandi verðbólguvetri. Bílrúðumiðinn Ef þú færð sprungu í framrúðuna er gott að vera með bílrúðumiða við höndina til að auka líkurnar á að hægt sé að gera við rúðuna. Þú færð bílrúðumiða á skrifstofum tryggingarfélaga, mörgum verkstæðum og skoðunarstöðum. Með því að líma hann yfir skemmd helst sárið hreint þar til þú pantar tíma á verkstæði. Að láta gera við framrúðu er ókeypis, umhverfisvænt og tekur styttri tíma en ef henni er skipt út. Vandamálið er stórt Fjöldi rúða sem skemmast árlega á Íslandi eru sennilega um 17.000 og má þar kenna ýmsu um. Holur í vegum, lausamöl í kanti, slitlagsviðgerðir og malarvegir. Það er því miður mikið af lausu grjóti á vegum og götum. Ökumenn geta dregið úr líkum á grjótkasti með því að aka hægar í möl og halda fjarlægð við næsta bíl. Ekki vera sá sem spýtir grjóti í næsta bíl eða veldur lakkskemmdum. Skemmdar bílrúður trufla ökumenn við akstur og ef skemmdin er í sjónlínu ökumanns þarf að skipta um rúðuna. Framrúðan er hluti af burðarvirki bílsins og öryggismál að styrkur þess sé óskipt. Frostþensla Vatn sem þiðnar og frýs til skiptis sest í smæstu sprungur. Þegar vatnið breytist í ís þenst það út og hringrás hitabreytinga veldur því að litla sprungan sem þú tókst eftir í síðustu viku stækkar og stækkar. Þessi frostþensla á líka stóran þátt í að mynda holur og sprungur í vegina sem veldur því að mölin í undirlaginu kemur á yfirborðið og spýtist á rúður. Sjálfbærnivegferðin Viðgerð á rúðu þýðir að ekki þarf að flytja inn nýja rúðu til landsins og farga þeirri gömlu. Að meðaltali vegur hver framrúða í fólksbíl 13 kg og því má ætla, miðað við 17.000 rúður árlega, að 220 tonnum af gleri sé skipt út. Því fylgir tilheyrandi kolefnisspor og þess vegna eigum við að reyna að láta gera við rúðurnar í meira mæli. Undanfarin ár hefur hlutfall rúðuviðgerða verið um og undir 10% hjá Verði en félagið hefur sett sér metnaðarfullt markmið í ár og vill ná viðgerðum upp í 18%. Með betri viðgerðarbúnaði og aukinni umræðu er hlutfallið að hækka en við eigum að geta gert mun betur. Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Mogensen Slysavarnir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Ef þú fékkst sprungu í bílrúðuna í sumar og ert búinn að vera að hugsa um að láta laga hana þá er rétti tíminn núna. Með kólnandi veðri og frosti er hætta á að litla sprungan stækki ört og það er til mikils að vinna að koma í veg fyrir það. Með því að strjúka yfir skemmdina og setja bílrúðumiða yfir kemur þú mögulega í veg fyrir að skipta þurfi rúðunni út. Ef hægt er að gera við rúðuna þá borgar þú ekki neitt og velur margfalt umhverfisvænni leið til að leysa vandamálið. Þú borgar ekkert Ef skemmdin er minni en límmiðinn og ekki í sjónlínu ökumanns eru góðar líkur á að hægt sé að gera við rúðuna. Þú borgar ekkert ef þú ert með bílrúðutryggingu, enga eigináhættu, ekki krónu. Framrúður eru sífellt að verða tæknilegri og um leið dýrari. Mikill breytileiki er í verðum þeirra eftir tegund og gerð ökutækja en ef miðað er við að meðalframrúðuskipti kosti 135.000 krónur og eigináhætta sé 25% þá spara eigendur ökutækja sér 33.750 krónur að meðaltali með viðgerð í stað rúðuskipta. Það munar um minna á komandi verðbólguvetri. Bílrúðumiðinn Ef þú færð sprungu í framrúðuna er gott að vera með bílrúðumiða við höndina til að auka líkurnar á að hægt sé að gera við rúðuna. Þú færð bílrúðumiða á skrifstofum tryggingarfélaga, mörgum verkstæðum og skoðunarstöðum. Með því að líma hann yfir skemmd helst sárið hreint þar til þú pantar tíma á verkstæði. Að láta gera við framrúðu er ókeypis, umhverfisvænt og tekur styttri tíma en ef henni er skipt út. Vandamálið er stórt Fjöldi rúða sem skemmast árlega á Íslandi eru sennilega um 17.000 og má þar kenna ýmsu um. Holur í vegum, lausamöl í kanti, slitlagsviðgerðir og malarvegir. Það er því miður mikið af lausu grjóti á vegum og götum. Ökumenn geta dregið úr líkum á grjótkasti með því að aka hægar í möl og halda fjarlægð við næsta bíl. Ekki vera sá sem spýtir grjóti í næsta bíl eða veldur lakkskemmdum. Skemmdar bílrúður trufla ökumenn við akstur og ef skemmdin er í sjónlínu ökumanns þarf að skipta um rúðuna. Framrúðan er hluti af burðarvirki bílsins og öryggismál að styrkur þess sé óskipt. Frostþensla Vatn sem þiðnar og frýs til skiptis sest í smæstu sprungur. Þegar vatnið breytist í ís þenst það út og hringrás hitabreytinga veldur því að litla sprungan sem þú tókst eftir í síðustu viku stækkar og stækkar. Þessi frostþensla á líka stóran þátt í að mynda holur og sprungur í vegina sem veldur því að mölin í undirlaginu kemur á yfirborðið og spýtist á rúður. Sjálfbærnivegferðin Viðgerð á rúðu þýðir að ekki þarf að flytja inn nýja rúðu til landsins og farga þeirri gömlu. Að meðaltali vegur hver framrúða í fólksbíl 13 kg og því má ætla, miðað við 17.000 rúður árlega, að 220 tonnum af gleri sé skipt út. Því fylgir tilheyrandi kolefnisspor og þess vegna eigum við að reyna að láta gera við rúðurnar í meira mæli. Undanfarin ár hefur hlutfall rúðuviðgerða verið um og undir 10% hjá Verði en félagið hefur sett sér metnaðarfullt markmið í ár og vill ná viðgerðum upp í 18%. Með betri viðgerðarbúnaði og aukinni umræðu er hlutfallið að hækka en við eigum að geta gert mun betur. Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar