„Það er bara ítrekað eitthvað að klikka hjá þeim“ Bjarki Sigurðsson skrifar 22. september 2023 16:10 Hrönn Ólína Jörundsdóttir, forstjóri Matvælastofnunar. vísir/egill Forstjóri Matvælastofnunar segir það ekki satt að bilað spil hafi verið það einu vandræðin sem Hvalur 8 lenti í þann 7. september síðastliðinn. Langt myndband sem stofnunin er með í höndunum sýni það. Hún segir umræðu forstjóra Hvals hf. ekki vera sérstaklega málefnalega. Fyrr í dag staðfesti Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., við fréttastofu að Matvælastofnun (MAST) hafi aflétt tímabundnu banni hvalveiðiskipsins Hvals 8. Var bannið sett á fyrir rúmri viku vegna þess sem MAST kallaði „alvarleg brot á velferð dýra“ við veiðar á einum hval sem þurfti að kveljast í rúmlega hálftíma áður en hann var aflífaður. Hrönn Ólína Jörundsdóttir, forstjóri MAST, segir í samtali við fréttastofu að stofnunin meti sem svo að Hvalur hafi uppfyllt kröfur um uppfærslu verklags og gæðahandbókar. „Sömuleiðis þá höfum við fengið staðfestingu á því að áhafnir beggja báta hafi fengið þjálfun í þessu nýja verklagi. Svo munu þeir framkvæma skottilraunir á leiðinni út og eftirlitsmaður fiskistofu fylgist þá með,“ segir Hrönn. Ekki bara spilið Í löngu viðtali við fréttastofu fyrr í vikunni sagði Kristján Loftsson að bilun í spili á skipinu hafi gert það að verkum að ekki var hægt að aflífa hvalinn fyrr. Hrönn segir að vissulega hafi bilun í spilinu haft áhrif en þó hafi margt annað gerst þar á undan. Það sjáist í rúmlega fjörutíu mínútna myndbandi sem stofnunin hefur undir höndunum. „Heldur byrjar ferlið á því að skyttan hittir dýrið mjög illa. Það er í raun fyrsta atriðið sem fer úrskeiðis. Svo virðast vera rosalega hæg viðbrögð og í raun og veru að okkar mati ekki rétt viðbrögð eftir að dýrið er hitt illa. Þeir taka um það bil átta mínútur í að endurhlaða skutulbyssuna og það stafar af því að það er hlíf sem er ryðguð föst og það eru þrír starfsmenn með hamar að reyna að losa þessa hlíf. Það hefði verið átt að athuga það að tæki og búnaður séu í lagi,“ segir Hrönn. Skyttan ekki nægilega hæf Vill hún meina að það hafi ekki verið fyrr en þrettán mínútum eftir að hvalurinn var skotinn fyrst sem spilið bilaði. „Það er bara ítrekað að eitthvað klikkar hjá þeim. Illa undirbúnir, ekki búnir að tryggja það að tæki og búnaður séu í lagi og skyttan virðist ekki vera nægilega hæf. Við höfum töluverðar áhyggjur af því að þarna hafi margt farið úrskeiðis. Að því leitinu gerum við athugasemdir og á þeim forsendum stöðvum við þessar veiðar,“ segir Hrönn. Ekki málefnaleg umræða Í viðtölum hefur Kristján meðal annars haldið því fram að enginn starfsmaður MAST vissi neitt um sjósókn. Hrönn segir þessi orð benda til þess að Kristján sé rökþrota. „Hann hefur bara fullan rétt á að hafa sína skoðun en rökin finnst mér ekkert sérstaklega málefnaleg eða umræðan hjá honum. Hann verður bara að eiga það við sjálfan sig,“ segir Hrönn. Hvalveiðar Dýr Dýraheilbrigði Sjávarútvegur Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Fyrr í dag staðfesti Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., við fréttastofu að Matvælastofnun (MAST) hafi aflétt tímabundnu banni hvalveiðiskipsins Hvals 8. Var bannið sett á fyrir rúmri viku vegna þess sem MAST kallaði „alvarleg brot á velferð dýra“ við veiðar á einum hval sem þurfti að kveljast í rúmlega hálftíma áður en hann var aflífaður. Hrönn Ólína Jörundsdóttir, forstjóri MAST, segir í samtali við fréttastofu að stofnunin meti sem svo að Hvalur hafi uppfyllt kröfur um uppfærslu verklags og gæðahandbókar. „Sömuleiðis þá höfum við fengið staðfestingu á því að áhafnir beggja báta hafi fengið þjálfun í þessu nýja verklagi. Svo munu þeir framkvæma skottilraunir á leiðinni út og eftirlitsmaður fiskistofu fylgist þá með,“ segir Hrönn. Ekki bara spilið Í löngu viðtali við fréttastofu fyrr í vikunni sagði Kristján Loftsson að bilun í spili á skipinu hafi gert það að verkum að ekki var hægt að aflífa hvalinn fyrr. Hrönn segir að vissulega hafi bilun í spilinu haft áhrif en þó hafi margt annað gerst þar á undan. Það sjáist í rúmlega fjörutíu mínútna myndbandi sem stofnunin hefur undir höndunum. „Heldur byrjar ferlið á því að skyttan hittir dýrið mjög illa. Það er í raun fyrsta atriðið sem fer úrskeiðis. Svo virðast vera rosalega hæg viðbrögð og í raun og veru að okkar mati ekki rétt viðbrögð eftir að dýrið er hitt illa. Þeir taka um það bil átta mínútur í að endurhlaða skutulbyssuna og það stafar af því að það er hlíf sem er ryðguð föst og það eru þrír starfsmenn með hamar að reyna að losa þessa hlíf. Það hefði verið átt að athuga það að tæki og búnaður séu í lagi,“ segir Hrönn. Skyttan ekki nægilega hæf Vill hún meina að það hafi ekki verið fyrr en þrettán mínútum eftir að hvalurinn var skotinn fyrst sem spilið bilaði. „Það er bara ítrekað að eitthvað klikkar hjá þeim. Illa undirbúnir, ekki búnir að tryggja það að tæki og búnaður séu í lagi og skyttan virðist ekki vera nægilega hæf. Við höfum töluverðar áhyggjur af því að þarna hafi margt farið úrskeiðis. Að því leitinu gerum við athugasemdir og á þeim forsendum stöðvum við þessar veiðar,“ segir Hrönn. Ekki málefnaleg umræða Í viðtölum hefur Kristján meðal annars haldið því fram að enginn starfsmaður MAST vissi neitt um sjósókn. Hrönn segir þessi orð benda til þess að Kristján sé rökþrota. „Hann hefur bara fullan rétt á að hafa sína skoðun en rökin finnst mér ekkert sérstaklega málefnaleg eða umræðan hjá honum. Hann verður bara að eiga það við sjálfan sig,“ segir Hrönn.
Hvalveiðar Dýr Dýraheilbrigði Sjávarútvegur Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira