Nokkuð var um ölvunarakstur og akstur undir áhrifum fíkniefna. Ofurölva maður var til vandræða á skemmtistað í miðbænum og neitaði að gefa lögreglu deili á sér. Hann var vistaður í fangaklefa.
Tilkynnt var um um innbrot á hótelherbergi í hverfi 105. Lögregla þekkti meinta gerendur úr eftirlitsmyndavélakerfi og handtók þá skammt frá.
Þá var tilkynnt um mikil læti frá hönum í búri í Kópavogi og ofurölva mann í anddyri fjölbýlishúss í Breiðholti. Að öðru leiti fór nóttin stórslysalaust fram.