„Svakaleg“ markaðsetning hjá sólbaðsstofum landsins Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 24. september 2023 09:47 Jenna Huld Eysteinsdóttir vill banna notkun ljósabekkja alfarið hér á landi. Vísir/Vilhelm/Getty Merki eru um að ungmenni sæki í síauknum mæli í ljósabekki. Húðlæknir segir markaðsetningu villandi en dæmi séu um að sólbaðstofur auglýsi ljósabekki sem sagðir eru auka collagen framleiðslu húðarinnar og séu d-vítamínbætandi. Hún telur að banna ætti ljósabekkjanotkun algjörlega hér á landi. Jenna Huld Eysteinsdóttir, húðlæknir á Húðlæknastöðinn var til viðtals í Reykjavík síðdegis á föstudag. Tilefnið var frétt Rúv þar sem sagt var frá því að ljósabekkir væru komnir aftur í tísku. Rætt var við ungmenni í Verslunarskóla Íslands sem margir hverjir stunduðu slíka bekki í þeim tilgangi að verða „brún og sæt.“ Þrátt fyrir að átján ára aldurstakmark virtust krakkarnir ekki eiga í neinum vandræðum með að komast í bekkina, þeir væru sjaldnast spurðir um skilríki og ef svo færi væri lítið mál að hringja í foreldra sem gæfu leyfi. Jenna segir þetta hræðilegar fréttir og það að ljósabekkjanotkun sé að aukast væri veruleg afturför. „Við vitum að ljósabekkir valda húðkrabbameini. Það eru rannsóknir á bakvið það og við vitum það öllsömul.“ Jenna vill að ljósabekkir verði alfarið bannaðir hér á landi. „Þegar þetta kom fyrst fram á sjónarsviðið héldu menn að þetta væri skaðlaust fyrirbæri. Svo fara gögnin að hrannast inn sem sýndu það gagnstæða. Við vitum í dag hversu krabbameinsvaldandi þetta er. Alþjóðaheilbrigðisstofnun er búin að skilgreina þetta sem krabbameinsvald, líkt og reykingar.“ Hún bendir á nýlega rannsókn á 63 konum sem greinst höfðu með sortuæxli, alvarlegustu tegund húðkrabbameina. „97% af þeim höfðu stundað ljósabekki. Þetta voru ungar konur, þetta er ekki krabbamein eldra fólksins. En þegar maður er ungur heldur maður að maður sé ódauðlegur og ekkert komi fyrir mann.“ Það er svo mikið af gögnum og mikil tengsl sem við sjáum í mörgum rannsóknum. Þannig ég skil ekki af hverju þetta er enn þá leyft.“ Aðspurð um hvort ljósabekkir séu skárri en sjálf sólin segir Jenna þetta í raun jafn skaðlegt. „Ef þú ert í sólinni á Tenerife og verð þig ekki fyrir geislunum. Þessir náttúrulegu útfjólubláu geislar eru í sólinni og við vitum að þeira valda krabbameini. Í ljósabekkjunum ertu með artificial, eða gervi-útfjólubláa geisla.“ Markaðsetning hjá sólbaðstofum „svakaleg“ Jenna gagnrýnir markaðsetningu sólbaðsstofa sem oft reyni að láta líta út fyrir að bekkirnir séu skaðlausari en raun ber vitni. „Það er í raun verið að selja krökkum að þetta sé d-vítamín bætandi, að þetta sé collagen, að þetta séu græn ljós og eitthvað svoleiðis. Þetta er í rauninni allt til að rugla okkur, við verðum ekki brún nema verða fyrir útfjólublárri geislun. Ef húðin verður brún þá hefurðu orðið fyrir útfjólublárri geislun og skaða á erfðaefninu í húðinni. Þetta hreinlega brýtur líka niður collagen og elastín og öldrun á húðinni líka. “ Sólarvörn alltaf betri en ekki Talsverð umræða skapaðist fyrir skömmu um sólarvarnir og hættuleg efni sem mögulega kynnu að leynast í þeim sem gætu borist inn í blóðkerfið. Jenna segir að það þurfi að fara varlega í þá umræðu. „Sólin er mun meira krabbameinsvaldandi heldur en nokkur kemísk efni í sólarvörnum í snefilmagni. Ég mæli algjörlega með því að nota sólarvörn. Það voru fjögur efni sem fundust í blóði einstaklinga sem höfðu borið á sig sólarvörn í ríkulegu magni. Hvaða hlutverki það gegnir svo, hvort það sé skaðlegt mannslíkamanum eða ekki vitum við hreinlega ekki.“ Það þarf að rannsaka það betur, fara varlega í orðræðuna og ekki vera að hræða fólk. Það er miklu betra fyrir lýðheilsuna að verja sig. En fyrir þá sem eru staðráðnir í að fara í ljós, er betra að bera á sig sólarvörn? „Auðvitað vitum við að þú ert ekki að fara gera það, þú ert að borga pening fyrir að fá á þig brúna litinn. Og sólarvörnin náttúrulega blokkar fyrir það.“ Jenna segir þörf á því að ráðast í átak og mikla fræðslu varðandi ljósabekkjanotkun. „Ljósabekkir hafa verið bannaðir í mörgum löndum, við á Íslandi þurfum núna að keyra í gang alla fræðslu til þess að koma í veg fyrir þessa þróun. Þegar ljósabekkjanotkun stóð sem hæst hér á landi á milli 2000 og 2005, þá var tíðni sortuæxla algjörlega í hlutfalli við ljósabekkjanotkun. Svo þegar notkunin minnkaði þá féll tíðni sortuæxla líka. Ef þetta heldur áfram svona þá munum við sjá þvílíka tíðni í aukningu sortuæxla næstu ár.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Jennu í heild sinni. Heilbrigðismál Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Ljósabekkjum fer fjölgandi á höfuðborgarsvæðinu Lítilleg fjölgun hefur orðið á þeim fjölda ljósabekkja sem fólki er seldur aðgangur að hér á landi frá árinu 2017. Eru þeir nú 97 talsins og hefur fjölgað um sjö á síðustu þremur árum. Aukningin á sér öll stað á höfuðborgarsvæðinu en fjöldi ljósabekkja á landsbyggðinni hefur minnkað lítillega á sama tímabili. 13. janúar 2021 14:47 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Fleiri fréttir Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Sjá meira
Jenna Huld Eysteinsdóttir, húðlæknir á Húðlæknastöðinn var til viðtals í Reykjavík síðdegis á föstudag. Tilefnið var frétt Rúv þar sem sagt var frá því að ljósabekkir væru komnir aftur í tísku. Rætt var við ungmenni í Verslunarskóla Íslands sem margir hverjir stunduðu slíka bekki í þeim tilgangi að verða „brún og sæt.“ Þrátt fyrir að átján ára aldurstakmark virtust krakkarnir ekki eiga í neinum vandræðum með að komast í bekkina, þeir væru sjaldnast spurðir um skilríki og ef svo færi væri lítið mál að hringja í foreldra sem gæfu leyfi. Jenna segir þetta hræðilegar fréttir og það að ljósabekkjanotkun sé að aukast væri veruleg afturför. „Við vitum að ljósabekkir valda húðkrabbameini. Það eru rannsóknir á bakvið það og við vitum það öllsömul.“ Jenna vill að ljósabekkir verði alfarið bannaðir hér á landi. „Þegar þetta kom fyrst fram á sjónarsviðið héldu menn að þetta væri skaðlaust fyrirbæri. Svo fara gögnin að hrannast inn sem sýndu það gagnstæða. Við vitum í dag hversu krabbameinsvaldandi þetta er. Alþjóðaheilbrigðisstofnun er búin að skilgreina þetta sem krabbameinsvald, líkt og reykingar.“ Hún bendir á nýlega rannsókn á 63 konum sem greinst höfðu með sortuæxli, alvarlegustu tegund húðkrabbameina. „97% af þeim höfðu stundað ljósabekki. Þetta voru ungar konur, þetta er ekki krabbamein eldra fólksins. En þegar maður er ungur heldur maður að maður sé ódauðlegur og ekkert komi fyrir mann.“ Það er svo mikið af gögnum og mikil tengsl sem við sjáum í mörgum rannsóknum. Þannig ég skil ekki af hverju þetta er enn þá leyft.“ Aðspurð um hvort ljósabekkir séu skárri en sjálf sólin segir Jenna þetta í raun jafn skaðlegt. „Ef þú ert í sólinni á Tenerife og verð þig ekki fyrir geislunum. Þessir náttúrulegu útfjólubláu geislar eru í sólinni og við vitum að þeira valda krabbameini. Í ljósabekkjunum ertu með artificial, eða gervi-útfjólubláa geisla.“ Markaðsetning hjá sólbaðstofum „svakaleg“ Jenna gagnrýnir markaðsetningu sólbaðsstofa sem oft reyni að láta líta út fyrir að bekkirnir séu skaðlausari en raun ber vitni. „Það er í raun verið að selja krökkum að þetta sé d-vítamín bætandi, að þetta sé collagen, að þetta séu græn ljós og eitthvað svoleiðis. Þetta er í rauninni allt til að rugla okkur, við verðum ekki brún nema verða fyrir útfjólublárri geislun. Ef húðin verður brún þá hefurðu orðið fyrir útfjólublárri geislun og skaða á erfðaefninu í húðinni. Þetta hreinlega brýtur líka niður collagen og elastín og öldrun á húðinni líka. “ Sólarvörn alltaf betri en ekki Talsverð umræða skapaðist fyrir skömmu um sólarvarnir og hættuleg efni sem mögulega kynnu að leynast í þeim sem gætu borist inn í blóðkerfið. Jenna segir að það þurfi að fara varlega í þá umræðu. „Sólin er mun meira krabbameinsvaldandi heldur en nokkur kemísk efni í sólarvörnum í snefilmagni. Ég mæli algjörlega með því að nota sólarvörn. Það voru fjögur efni sem fundust í blóði einstaklinga sem höfðu borið á sig sólarvörn í ríkulegu magni. Hvaða hlutverki það gegnir svo, hvort það sé skaðlegt mannslíkamanum eða ekki vitum við hreinlega ekki.“ Það þarf að rannsaka það betur, fara varlega í orðræðuna og ekki vera að hræða fólk. Það er miklu betra fyrir lýðheilsuna að verja sig. En fyrir þá sem eru staðráðnir í að fara í ljós, er betra að bera á sig sólarvörn? „Auðvitað vitum við að þú ert ekki að fara gera það, þú ert að borga pening fyrir að fá á þig brúna litinn. Og sólarvörnin náttúrulega blokkar fyrir það.“ Jenna segir þörf á því að ráðast í átak og mikla fræðslu varðandi ljósabekkjanotkun. „Ljósabekkir hafa verið bannaðir í mörgum löndum, við á Íslandi þurfum núna að keyra í gang alla fræðslu til þess að koma í veg fyrir þessa þróun. Þegar ljósabekkjanotkun stóð sem hæst hér á landi á milli 2000 og 2005, þá var tíðni sortuæxla algjörlega í hlutfalli við ljósabekkjanotkun. Svo þegar notkunin minnkaði þá féll tíðni sortuæxla líka. Ef þetta heldur áfram svona þá munum við sjá þvílíka tíðni í aukningu sortuæxla næstu ár.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Jennu í heild sinni.
Heilbrigðismál Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Ljósabekkjum fer fjölgandi á höfuðborgarsvæðinu Lítilleg fjölgun hefur orðið á þeim fjölda ljósabekkja sem fólki er seldur aðgangur að hér á landi frá árinu 2017. Eru þeir nú 97 talsins og hefur fjölgað um sjö á síðustu þremur árum. Aukningin á sér öll stað á höfuðborgarsvæðinu en fjöldi ljósabekkja á landsbyggðinni hefur minnkað lítillega á sama tímabili. 13. janúar 2021 14:47 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Fleiri fréttir Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Sjá meira
Ljósabekkjum fer fjölgandi á höfuðborgarsvæðinu Lítilleg fjölgun hefur orðið á þeim fjölda ljósabekkja sem fólki er seldur aðgangur að hér á landi frá árinu 2017. Eru þeir nú 97 talsins og hefur fjölgað um sjö á síðustu þremur árum. Aukningin á sér öll stað á höfuðborgarsvæðinu en fjöldi ljósabekkja á landsbyggðinni hefur minnkað lítillega á sama tímabili. 13. janúar 2021 14:47