Leið vítiskvalir með áldós fasta í gogginum Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 24. september 2023 11:10 Grágæsin,vel stálpaður og fleygur ungi, hefur liðið miklar þjáningar í þá tvo sólarhringa sem hún var með áldós pikkfasta í gogginum. Náttúrustofa Austurlands Aflífa þurfti unga grágæs sem fannst illa á sig komin við andapollinn á Reyðarfirði í síðustu viku. Gæsin hafði verið með áldós fasta í gogginum í tvo sólarhringa og liðið vítiskvalir. Austurfrétt sagði frá því að gæsin, vel stálpaður og fleygur ungi, hefði fundist illa á sig komin við Andapollinn á Reyðarfirði með áldós pikkfasta í gogginum. Hálfdán Helgi Helgason, fuglavistfræðingur hjá Náttúrustofu Austurlands, segir í samtali við fréttstofu að tilkynning hafi borist til lögreglu vegna málsins. Í kjölfarið var reynt að handsama gæsina en það hafi því miður ekki gengið þar sem hún hafi alltaf flogið burt. „Þessi fugl hefði dregið sig í hlé og haldið áfram að veslast upp. Þetta hefði getað orðið langur og mjög kvalarfullur dauðdagi,“ segir Hálfdán. Leið vítiskvalir Það var því metið sem svo að ekki væri hægt að bjarga gæsinni og hún skotin. Að sögn Hálfdáns var gæsin með dósina fasta við gogginn í tvo sólarhringa. Ljóst er að hún hefur liðið vítiskvalir á meðan. „Hvassar brúnir á dósinni skárust í gogginn og voru grafnar inn í neðri skoltinn þannig að tungan var pikkföst. Þetta hefur verið rosalega kvalarfult.“ Tilkynningar berist ekki oft um fugla í vandræðum eins og þessu. Algengara sé að þeir lendi í efnamengun, svo sem frá grút eða olíu. Áminning um að ganga vel frá sorpi Hálfdán segir að þetta atvik sé ágætis áminning um afleiðingar sem geta hlotist af því að henda rusli í náttúruna. Maður veit svo sem ekki hvernig þetta hefur komið til, rusl getur fokið en þetta er líka áminning um að ganga vel frá sorpi.“ Ég hélt að það væri liðin tíð að henda rusli á víðavangi. Að lokum bendir Hálfdán á að verði fólk vart við dýr í vandræðum eigi að hafa samband við Neyðarlínuna. Lögreglan sinni slíkum málum eða komi þeim áleiðis til Matvælastofnunar eða annara viðbragðsaðila eftir því sem við á. Dýr Fuglar Fjarðabyggð Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Austurfrétt sagði frá því að gæsin, vel stálpaður og fleygur ungi, hefði fundist illa á sig komin við Andapollinn á Reyðarfirði með áldós pikkfasta í gogginum. Hálfdán Helgi Helgason, fuglavistfræðingur hjá Náttúrustofu Austurlands, segir í samtali við fréttstofu að tilkynning hafi borist til lögreglu vegna málsins. Í kjölfarið var reynt að handsama gæsina en það hafi því miður ekki gengið þar sem hún hafi alltaf flogið burt. „Þessi fugl hefði dregið sig í hlé og haldið áfram að veslast upp. Þetta hefði getað orðið langur og mjög kvalarfullur dauðdagi,“ segir Hálfdán. Leið vítiskvalir Það var því metið sem svo að ekki væri hægt að bjarga gæsinni og hún skotin. Að sögn Hálfdáns var gæsin með dósina fasta við gogginn í tvo sólarhringa. Ljóst er að hún hefur liðið vítiskvalir á meðan. „Hvassar brúnir á dósinni skárust í gogginn og voru grafnar inn í neðri skoltinn þannig að tungan var pikkföst. Þetta hefur verið rosalega kvalarfult.“ Tilkynningar berist ekki oft um fugla í vandræðum eins og þessu. Algengara sé að þeir lendi í efnamengun, svo sem frá grút eða olíu. Áminning um að ganga vel frá sorpi Hálfdán segir að þetta atvik sé ágætis áminning um afleiðingar sem geta hlotist af því að henda rusli í náttúruna. Maður veit svo sem ekki hvernig þetta hefur komið til, rusl getur fokið en þetta er líka áminning um að ganga vel frá sorpi.“ Ég hélt að það væri liðin tíð að henda rusli á víðavangi. Að lokum bendir Hálfdán á að verði fólk vart við dýr í vandræðum eigi að hafa samband við Neyðarlínuna. Lögreglan sinni slíkum málum eða komi þeim áleiðis til Matvælastofnunar eða annara viðbragðsaðila eftir því sem við á.
Dýr Fuglar Fjarðabyggð Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira