Götóttar kvíar og enn lekara regluverk Tómas Guðbjartsson skrifar 25. september 2023 07:00 Á Louisiana safninu í Danmörku er þetta risastóra verk eftir afríska listamenn - netamöskvar með gati í miðjunni. Því miður tengir maður strax við umhverfisslysið í Patreksfirði þar sem hátt í 4000 laxar sluppu út um gat á sjókví. Því synda nú kynbættir norskir laxar upp flestar laxveiðiár á Vestur- og Norðurlandi. Þessar kynbætur eru afar óæskilegar og vinna gegn þúsund ára aðlögun íslenska laxastofnsins og eðlilegu náttúruvali hans. Dagný Heiðdal Laxa-Tjernobyl Laxalekinn í Patreksfirði er sannkallað Tjernobyl fyrir íslenska laxinn - en líka sjókvíaeldi sem atvinnugrein. Laxarnir eru flestir kynþroska, eitthvað sem enginn átti von á og átti að fyrirbyggja með vetrarljósum - en var ekki gert! Því synda þessir norsku eldislaxar beint upp í laxveiðiár okkar til að hrygna - þar sem þeir blandast íslenska laxastofninum sem er einstakur á heimsvísu - og ber að vernda. Einnig er ljóst að viðvörunarbúnaður á kerjunum Arctic Fish sem láku var ekki til staðar og því uppgötvaðist lekinn alltof seint. Arctic Fúsk? Hér hefur Arctic Fish skitið á sig big tæm og ekki skrítið að gárungarnir kalli það Arctic Fúsk. Það eru jú bara 2 ár síðan 80.000 laxar sluppu úr kvíum Arnarlax, sem var katastrófa líka, en þeir fiskar voru minni og ekki kynþroska. Þá var sagt að þetta ætti ekki að geta gerst aftur! Tveimur árum síðar horfum við á norska froskmenn synda um laxveiðiár okkar og veiða eldislax með skotspjótum - sem er álíka súrrealistískt og atriði úr Fellinimynd. Viðbrögð Arctic Fish segja einnig allt um ruglið sem er í gangi, en þeir gátu varla beðið að láta áróðursmálgagn sitt, Bæjarins besta á Ísafirði, birta frétt um að ENGINN strokulax hefði veiðst í net þeirra! (https://www.bb.is/.../arctic-fish-enginn-sleppilax-i-netin/). Sú frétt eldist álíka illa og viðtal við Daníel Jakobsson framkvæmdastjóra Arctic Fish og fyrrverandi bæjarstjóra Ísafjarðar daginn eftir. Þar segir: "Á þessu stigi er ekki vitað hvort einhver fiskur slapp út úr kvínni eða hversu margir en rannsóknir á sleppifiskum hafa sýnt að fullvaxnir fiskar eru ólíklegari en yngri til að fara úr kvínni og að lífslíkur þeirra utan kvíar eru afar litlar þar sem fiskarnir eru illa færir um að bjarga sér. Þá minnka líkur á sleppingum ef götin eru ofarlega á kvínni". Fáránleg ritstjórnargrein Ekki nóg með að svona ruglfréttir birtist á síðum BB, heldur skrifar riststjórinn og alþingisamaðurinn fyrrverandi, Kristinn H. Gunnarsson, "tímamóta" ritstjórnargrein í málgagn sitt: Slysasleppingar - enginn skaði skeður (https://www.bb.is/.../slysasleppingar-enginn-skadi-skedur/)! Daginn eftir baðst Arctif Fish loks opinberlega afsökunar - með semingi þó - og norskir froskmenn á leiðinni til landsins í flugi. Vekjaraklukka? Allur þessi laxalekafarsi ætti að kenna okkur Íslendingum lexíu, en hætt við því að hann geri það ekki. A hverju er regluverkið í kringum sjókvíaeldi svo götótt hér á landi og viðurlög við lögbrotum í skötulíki? Af hverju eru leyfin seld til norskra auðhringa á brunaútsölu og hagnaði laumað úr landi? Í hvaða þróuðu þjóðfélögum tíðkast það að fyrrverandi ráðherrar og bæjarstjórar séu talsmenn slíkra fyrirtækja - og varðhundar þeirra á kostnað almenningshagsmuna? Þetta fyrirbæri kallast "revolving door" en fyrrverandi embættimenn af þessum kalíber þekkja jú best af öllum götin í regluverkinu, sem því miður er fjölmörg og auðveldar þessum risafyrirtækjum að beita "við komumst upp með þetta" strategíu. Ljóst er að endurmeta þarf frá grunni burðarþols- og áhættumat erfðablöndunar í íslensku sjókvíeldi. Vonandi verður þetta ömurlega umhverfisslys vekjaraklukka á íslenska þjóð og ráðamenn - en því miður höfum við enn eina ferðina öll sofið illilega yfir okkur þegar kemur að sjókvíaeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjókvíaeldi Lax Umhverfismál Tómas Guðbjartsson Fiskeldi Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Sjá meira
Á Louisiana safninu í Danmörku er þetta risastóra verk eftir afríska listamenn - netamöskvar með gati í miðjunni. Því miður tengir maður strax við umhverfisslysið í Patreksfirði þar sem hátt í 4000 laxar sluppu út um gat á sjókví. Því synda nú kynbættir norskir laxar upp flestar laxveiðiár á Vestur- og Norðurlandi. Þessar kynbætur eru afar óæskilegar og vinna gegn þúsund ára aðlögun íslenska laxastofnsins og eðlilegu náttúruvali hans. Dagný Heiðdal Laxa-Tjernobyl Laxalekinn í Patreksfirði er sannkallað Tjernobyl fyrir íslenska laxinn - en líka sjókvíaeldi sem atvinnugrein. Laxarnir eru flestir kynþroska, eitthvað sem enginn átti von á og átti að fyrirbyggja með vetrarljósum - en var ekki gert! Því synda þessir norsku eldislaxar beint upp í laxveiðiár okkar til að hrygna - þar sem þeir blandast íslenska laxastofninum sem er einstakur á heimsvísu - og ber að vernda. Einnig er ljóst að viðvörunarbúnaður á kerjunum Arctic Fish sem láku var ekki til staðar og því uppgötvaðist lekinn alltof seint. Arctic Fúsk? Hér hefur Arctic Fish skitið á sig big tæm og ekki skrítið að gárungarnir kalli það Arctic Fúsk. Það eru jú bara 2 ár síðan 80.000 laxar sluppu úr kvíum Arnarlax, sem var katastrófa líka, en þeir fiskar voru minni og ekki kynþroska. Þá var sagt að þetta ætti ekki að geta gerst aftur! Tveimur árum síðar horfum við á norska froskmenn synda um laxveiðiár okkar og veiða eldislax með skotspjótum - sem er álíka súrrealistískt og atriði úr Fellinimynd. Viðbrögð Arctic Fish segja einnig allt um ruglið sem er í gangi, en þeir gátu varla beðið að láta áróðursmálgagn sitt, Bæjarins besta á Ísafirði, birta frétt um að ENGINN strokulax hefði veiðst í net þeirra! (https://www.bb.is/.../arctic-fish-enginn-sleppilax-i-netin/). Sú frétt eldist álíka illa og viðtal við Daníel Jakobsson framkvæmdastjóra Arctic Fish og fyrrverandi bæjarstjóra Ísafjarðar daginn eftir. Þar segir: "Á þessu stigi er ekki vitað hvort einhver fiskur slapp út úr kvínni eða hversu margir en rannsóknir á sleppifiskum hafa sýnt að fullvaxnir fiskar eru ólíklegari en yngri til að fara úr kvínni og að lífslíkur þeirra utan kvíar eru afar litlar þar sem fiskarnir eru illa færir um að bjarga sér. Þá minnka líkur á sleppingum ef götin eru ofarlega á kvínni". Fáránleg ritstjórnargrein Ekki nóg með að svona ruglfréttir birtist á síðum BB, heldur skrifar riststjórinn og alþingisamaðurinn fyrrverandi, Kristinn H. Gunnarsson, "tímamóta" ritstjórnargrein í málgagn sitt: Slysasleppingar - enginn skaði skeður (https://www.bb.is/.../slysasleppingar-enginn-skadi-skedur/)! Daginn eftir baðst Arctif Fish loks opinberlega afsökunar - með semingi þó - og norskir froskmenn á leiðinni til landsins í flugi. Vekjaraklukka? Allur þessi laxalekafarsi ætti að kenna okkur Íslendingum lexíu, en hætt við því að hann geri það ekki. A hverju er regluverkið í kringum sjókvíaeldi svo götótt hér á landi og viðurlög við lögbrotum í skötulíki? Af hverju eru leyfin seld til norskra auðhringa á brunaútsölu og hagnaði laumað úr landi? Í hvaða þróuðu þjóðfélögum tíðkast það að fyrrverandi ráðherrar og bæjarstjórar séu talsmenn slíkra fyrirtækja - og varðhundar þeirra á kostnað almenningshagsmuna? Þetta fyrirbæri kallast "revolving door" en fyrrverandi embættimenn af þessum kalíber þekkja jú best af öllum götin í regluverkinu, sem því miður er fjölmörg og auðveldar þessum risafyrirtækjum að beita "við komumst upp með þetta" strategíu. Ljóst er að endurmeta þarf frá grunni burðarþols- og áhættumat erfðablöndunar í íslensku sjókvíeldi. Vonandi verður þetta ömurlega umhverfisslys vekjaraklukka á íslenska þjóð og ráðamenn - en því miður höfum við enn eina ferðina öll sofið illilega yfir okkur þegar kemur að sjókvíaeldi.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun