Bæjarstjóri áhyggjufullur yfir fyrsta viðbragði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. september 2023 15:03 Sigurjón Andrésson, bæjarstjóri, sem hefur áhyggjur af fyrsta viðbragði í sveitarfélaginu ef eitthvað stórt kemur upp á til dæmis, sem tengist ferðamönnum. Hann fórnar höndum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Bæjarstjóri Hornafjarðar hefur miklar áhyggjur af öryggisinnviðum í sveitarfélaginu þegar ferðamenn eru annars vegar. Hann segir að fyrsta viðbragð eins og heilbrigðiskerfið og löggæsla hafa ekki fylgt mikilli fjölgun ferðamanna í sveitarfélaginu. Margir af þekktustu ferðamannastöðum landsins eru í Sveitarfélaginu Hornafirði og nægir þar til dæmis að nefna Skaftafell, Jökulsárlón og svo alla jöklana. Á sama tíma og mikill fjöldi ferðamanna heimsækir allar náttúruperlurnar í Hornafirði hefur Sigurjón Andrésson, bæjarstjóri áhyggjur af stöðu mála þegar kemur af öryggisinnviðum ef eitthvað stórt gerist, ekki síst hvað varðar heilbrigðiskerfið og löggæslu. En hvað á Sigurjón nákvæmlega við? „Við erum með til dæmis með heilbrigðisstofnun hér, sem er þriggja lækna stöð, sem miðast við 2.500 íbúa eða svo en á hverri einustu nóttu sofa 2.500 ferðamenn bara á gististöðum og hótelum hérna í sveitarfélaginu. Þá er ótalið þeir, sem eru á eigin vegum og eru til dæmis í ferðavögnum eða tjöldum. Og þá er íbúafjöldinn orðin mun meira en tvöfaldur og síðan er þá ótalið allur sá fjöldi, sem heimsækir okkur eða keyrir í gengum sveitarfélagið,“ segir Sigurjón. Sigurjón segir að hver heilvita maður sjái að fámennt heilbrigðiskerfi ráði ekki við stöðuna gerist eitthvað stórt.Þá sé sama staða uppi hvað varðar fyrsta viðbragð hjá lögreglu, slökkviliði eða björgunarsveit. „Það er um langan veg að fara hjá okkur þegar einn atburður gerist og þá er viðbragðið orðið laskað á öðrum stað,“ segir Sigurjón um leið og hann vekur athygli á því að vinsælasti ferðamannastaðurinn í Sveitarfélaginu Hornafirði sé Jökulsárlón á Breiðamerkursandi en þar munu kom vel yfir milljón ferðamenn á þessu ári og því sé mikilvægt að fyrsta viðbragð þar eins og á öðrum ferðamannastöðum í sveitarfélaginu verði alltaf gott. Yfir ein milljón ferðamanna munu heimsækja Jökulsárlón á Breiðamerkursand í ár.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sveitarfélagið Hornafjörður Ferðamennska á Íslandi Heilbrigðismál Byggðamál Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Þekkt baráttukona hinseginréttinda myrt í Pétursborg Erlent Skelkuðum ferðamönnum komið til bjargar Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Margir af þekktustu ferðamannastöðum landsins eru í Sveitarfélaginu Hornafirði og nægir þar til dæmis að nefna Skaftafell, Jökulsárlón og svo alla jöklana. Á sama tíma og mikill fjöldi ferðamanna heimsækir allar náttúruperlurnar í Hornafirði hefur Sigurjón Andrésson, bæjarstjóri áhyggjur af stöðu mála þegar kemur af öryggisinnviðum ef eitthvað stórt gerist, ekki síst hvað varðar heilbrigðiskerfið og löggæslu. En hvað á Sigurjón nákvæmlega við? „Við erum með til dæmis með heilbrigðisstofnun hér, sem er þriggja lækna stöð, sem miðast við 2.500 íbúa eða svo en á hverri einustu nóttu sofa 2.500 ferðamenn bara á gististöðum og hótelum hérna í sveitarfélaginu. Þá er ótalið þeir, sem eru á eigin vegum og eru til dæmis í ferðavögnum eða tjöldum. Og þá er íbúafjöldinn orðin mun meira en tvöfaldur og síðan er þá ótalið allur sá fjöldi, sem heimsækir okkur eða keyrir í gengum sveitarfélagið,“ segir Sigurjón. Sigurjón segir að hver heilvita maður sjái að fámennt heilbrigðiskerfi ráði ekki við stöðuna gerist eitthvað stórt.Þá sé sama staða uppi hvað varðar fyrsta viðbragð hjá lögreglu, slökkviliði eða björgunarsveit. „Það er um langan veg að fara hjá okkur þegar einn atburður gerist og þá er viðbragðið orðið laskað á öðrum stað,“ segir Sigurjón um leið og hann vekur athygli á því að vinsælasti ferðamannastaðurinn í Sveitarfélaginu Hornafirði sé Jökulsárlón á Breiðamerkursandi en þar munu kom vel yfir milljón ferðamenn á þessu ári og því sé mikilvægt að fyrsta viðbragð þar eins og á öðrum ferðamannastöðum í sveitarfélaginu verði alltaf gott. Yfir ein milljón ferðamanna munu heimsækja Jökulsárlón á Breiðamerkursand í ár.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Sveitarfélagið Hornafjörður Ferðamennska á Íslandi Heilbrigðismál Byggðamál Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Þekkt baráttukona hinseginréttinda myrt í Pétursborg Erlent Skelkuðum ferðamönnum komið til bjargar Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira