„Þeir munu standa heiðursvörð á morgun“ Smári Jökull Jónsson skrifar 24. september 2023 17:11 Arnar Gunnlaugsson, þjálfari toppliðs Víkings. Vísir/Hulda Margrét Víkingar urðu í dag Íslandsmeistarar í knattspyrnu án þess þó að spila. Arnar Gunnlaugsson þjálfari liðsins segir tilfinninguna engu að síður jafn sæta. „Það er bara stórkostlegt. Maður er hálf meyr. Þetta er ótrúlega flottur hópur og við ákváðum að horfa á leikinn saman vonandi að vinir mínir í KR myndu tryggja okkur titilinn. Þetta er búið að vera stórkostlegt tímabil,“ sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga í samtali við Svövu Kristínu íþróttafréttakonu um leið og titilinn var í höfn. Víkingar hittust í Víkinni til þess að horfa saman á leik KR og Vals. Eftir að ljóst að sá leikur endaði með jafntefli var titillinn í höfn hjá Víkingum. Sjálfir eiga Víkingar leik við Breiðablik á Kópavogsvelli á morgun. „Á móti Breiðabliki? Nei, það verður ekkert mál. Ég get lofað þér því,“ sagði Arnar þegar Svava Kristín spurði hann hvort það yrði ekkert mál að gíra Víkingsliðið upp í leikinn gegn Blikum í ljósi þess að titillinn væri í höfn. „Þetta er orðið hörkuleikur fyrir Blika í Evrópubaráttunni og fyrir okkur að setja tóninn fyrir næsta tímabil. Mér finnst heilindi fótboltans í veði á morgun og í öllum þeim leikjum sem við eigum eftir að spila í úrslitakeppninni. Það er fullt af liðum sem eru að treysta á að við séum ekki bara komnir í frí. Það er fullt af stigum eftir í boði fyrir lið sem eru í þessari Evrópubaráttu,“ sagði Arnar áður en konfettísprengja sprakk í Víkinni með tilheyrandi látum. „Öðruvísi tilfinning en jafn sæt“ Svava Kristín spurði hann hvort það væri ekki öðruvísi að verða sófameistari heldur en að tryggja sér titilinn inni á vellinum. „Þetta er samt stressandi. Þegar þú ert kominn með hendur á þetta er þetta samt stressandi. Er þetta að fara að klikka? Þetta er úrslitakeppni á móti mjög sterkum liðum og þú getur allt í einu tekið upp á því að fara að tapa öllum leikjum.“ „Það er stutt á milli. Fyrsti titillinn var óneitanlega eftirminnilegur miðað við hvernig það ár var að þróast. Bæði vítið hjá Ingvari gegn KR og svo leikurinn gegn Leikni hér í troðfullri Víkinni. Þetta er öðruvísi tilfinning en engu að síður jafn sæt.“ „Umræða sem mun aldrei fást nein niðurstaða í“ Víkingar hafa haft mikla yfirburði á tímabilinu og slógu meðal annars stigamet í tólf liða deild hér á landi. Einhverjir hafa velt upp þeirri spurningu hvort liðið sé það besta í sögunni og Arnar sagði gaman að heyra slíka umræðu. „Þetta er svo skemmtileg umræða því það eru svo mörg frábær lið í gegnum sögu íslensks fótbolta og margir frábærir þjálfarar. Bara að vera nefndur á sama tíma og bestu lið sögunnar það fyllir okkur mjög miklu stolti. Þetta er umræða sem mun aldrei fást nein niðurstaða í. Nema það komi einhver tímavél og láti okkur spila innbyrðis. Að vera hluti af þessum hóp er mjög skemmtilegt.“ Allt viðtal Svövu Kristínar við Arnar má sjá hér fyrir neðan en þar ræðir Arnar meðal annars leikinn við Breiðablik á morgun og segist viss um að Breiðablik muni standa heiðursvörð þegar Víkingar ganga inn á völlinn. Klippa: Viðtal - Arnar Gunnlaugsson Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Fleiri fréttir „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjá meira
„Það er bara stórkostlegt. Maður er hálf meyr. Þetta er ótrúlega flottur hópur og við ákváðum að horfa á leikinn saman vonandi að vinir mínir í KR myndu tryggja okkur titilinn. Þetta er búið að vera stórkostlegt tímabil,“ sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga í samtali við Svövu Kristínu íþróttafréttakonu um leið og titilinn var í höfn. Víkingar hittust í Víkinni til þess að horfa saman á leik KR og Vals. Eftir að ljóst að sá leikur endaði með jafntefli var titillinn í höfn hjá Víkingum. Sjálfir eiga Víkingar leik við Breiðablik á Kópavogsvelli á morgun. „Á móti Breiðabliki? Nei, það verður ekkert mál. Ég get lofað þér því,“ sagði Arnar þegar Svava Kristín spurði hann hvort það yrði ekkert mál að gíra Víkingsliðið upp í leikinn gegn Blikum í ljósi þess að titillinn væri í höfn. „Þetta er orðið hörkuleikur fyrir Blika í Evrópubaráttunni og fyrir okkur að setja tóninn fyrir næsta tímabil. Mér finnst heilindi fótboltans í veði á morgun og í öllum þeim leikjum sem við eigum eftir að spila í úrslitakeppninni. Það er fullt af liðum sem eru að treysta á að við séum ekki bara komnir í frí. Það er fullt af stigum eftir í boði fyrir lið sem eru í þessari Evrópubaráttu,“ sagði Arnar áður en konfettísprengja sprakk í Víkinni með tilheyrandi látum. „Öðruvísi tilfinning en jafn sæt“ Svava Kristín spurði hann hvort það væri ekki öðruvísi að verða sófameistari heldur en að tryggja sér titilinn inni á vellinum. „Þetta er samt stressandi. Þegar þú ert kominn með hendur á þetta er þetta samt stressandi. Er þetta að fara að klikka? Þetta er úrslitakeppni á móti mjög sterkum liðum og þú getur allt í einu tekið upp á því að fara að tapa öllum leikjum.“ „Það er stutt á milli. Fyrsti titillinn var óneitanlega eftirminnilegur miðað við hvernig það ár var að þróast. Bæði vítið hjá Ingvari gegn KR og svo leikurinn gegn Leikni hér í troðfullri Víkinni. Þetta er öðruvísi tilfinning en engu að síður jafn sæt.“ „Umræða sem mun aldrei fást nein niðurstaða í“ Víkingar hafa haft mikla yfirburði á tímabilinu og slógu meðal annars stigamet í tólf liða deild hér á landi. Einhverjir hafa velt upp þeirri spurningu hvort liðið sé það besta í sögunni og Arnar sagði gaman að heyra slíka umræðu. „Þetta er svo skemmtileg umræða því það eru svo mörg frábær lið í gegnum sögu íslensks fótbolta og margir frábærir þjálfarar. Bara að vera nefndur á sama tíma og bestu lið sögunnar það fyllir okkur mjög miklu stolti. Þetta er umræða sem mun aldrei fást nein niðurstaða í. Nema það komi einhver tímavél og láti okkur spila innbyrðis. Að vera hluti af þessum hóp er mjög skemmtilegt.“ Allt viðtal Svövu Kristínar við Arnar má sjá hér fyrir neðan en þar ræðir Arnar meðal annars leikinn við Breiðablik á morgun og segist viss um að Breiðablik muni standa heiðursvörð þegar Víkingar ganga inn á völlinn. Klippa: Viðtal - Arnar Gunnlaugsson
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Fleiri fréttir „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjá meira