Davíð Smári: Pínu lukka með okkur í dag en betra liðið fór áfram Ágúst Orri Arnarson skrifar 24. september 2023 17:50 Davíð Smári Lamude og Daníel Badu aðstoðarmaður hans þjálfa Vestra. vestri.is Vestri vinnur einvígi sitt gegn Fjölni 2-1 samanlagt eftir baráttuleik í Grafarvogi sem endaði með 1-1 jafntefli og tveimur rauðum spjöldum. Þeir munu spila úrslitaleik gegn Aftureldingu á Laugardalsvelli næsta laugardag, sigurvegari þess leiks mun leika í deild þeirra bestu á næsta tímabili. „Maður er bara hálfhrærður. Stuðningurinn sem við fengum frá stúkunni í dag er bara eitt það trylltasta sem ég hef séð. Vorum jafnvel bara með betri stuðning heldur en Fjölnismenn. Þessi leikur þróaðist bara þannig að þetta var algjör rússíbanareið fyrir mann að horfa á þetta svona af hlíðarlínunni. Og eins ég segi þá gerði stuðningurinn frá stúkunni þetta alveg extra, extra fallegt að lokum“ sagði Davíð Smári, þjálfari Vestra, strax að leik loknum. Davíð þakkar góðum stuðningi aðdáenda liðsins og blaðamaður getur vottað fyrir kraftinn sem hann færði liðinu í dag. Vestri kom af mikilli ákefð inn í þennan leik, innan sem utan vallar og leiddu leikinn með einu marki þegar flautað var til fyrri hálfleiks. Í seinni hálfleik fór svo aðeins að halla undan fæti hjá þeim. „Við missum mann útaf og missum aðeins tökin þar. Varnarlega var "aggressionið", sérstaklega frá bakvörðunum okkar ekki nógu mikið og við stigum ekki alveg nógu vel upp á þá. Við komum bara ekki alveg nógu góðir til seinni hálfleiks og að endingu var bara pínu lukka með okkur í dag“ sagði Davíð um seinni hálfleikinn og þakkar lukkudísunum að hafa verið með sér í liði. Hann tekur það samt skýrt fram að betra liðið hafi farið áfram úr þessu einvígi. „Staðreyndin er bara sú að þetta er fjórði leikur okkar við Fjölni í sumar og þeir hafa ekki unnið okkur í einum leik. Án þess að ég sé að vera of "cocky" með mitt lið eða okkar frammistöður þá held ég að betri liðið hafi farið áfram.“ Markaskorari liðsins Vladimir Tufegdzic fór meiddur af velli á 71. mínútu. Meiðslin voru ekki alvarleg og hann verður líklega með liðinu í úrslitaleiknum gegn Aftureldingun, en það grípur þjálfarann engin örvænting ef hann missir af leiknum. „Það verður bara að koma í ljós. Hann var bæði ofboðslega þreyttur og svo lendir hann illa á hnakkanum og leið ekki vel þannig að við þurfum bara að sjá til með það. En við erum bara með leikmenn sem eru graðir í að hjálpa liðinu og koma inn á þannig að það eru engar áhyggjur ef hann er off.“ Vestri mætir sem áður segir Aftureldingu næstu helgi í úrslitaleik um sæti í Bestu deildinni á næsta tímabili. Þeir vonast til að nýta meðbyrinn og sigla sigrinum heim gegn Aftureldingu sem voru besta lið deildarinnar framan af tímabili en hefur dregið segl sín svolítið saman síðan þá. „Bara vel, alveg sama hvort sem það hefði verið Leiknir eða Afturelding. Það er ofboðslegur meðbyr með okkur, við höfum varla tapað leik síðan bara ég man ekki hvenær. Gott gengi og mikil trú á liðinu, það fleytir manni langt“ sagði Davíð Smári kokhraustur að lokum. Íslenski boltinn Vestri Lengjudeild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Laugardalsvöllur bíður Vestra Vestri er á leiðinni í umspil á Laugardalsvelli um sæti í efstu deild að ári eftir 1-1 jafntefli gegn Fjölni í dag. Liðið mætir þar Aftureldingu sem lagði Leikni örugglega í dag, 3-0. 24. september 2023 16:12 Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Hóta að sniðganga NFL leiki vegna karlkyns klappstýra Sport Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Fótbolti Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Enski boltinn Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Dagskráin: Fyrsti þáttur af VARsjánni með Stefáni Árna og Alberti Sport Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Fótbolti Fleiri fréttir Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Sjá meira
„Maður er bara hálfhrærður. Stuðningurinn sem við fengum frá stúkunni í dag er bara eitt það trylltasta sem ég hef séð. Vorum jafnvel bara með betri stuðning heldur en Fjölnismenn. Þessi leikur þróaðist bara þannig að þetta var algjör rússíbanareið fyrir mann að horfa á þetta svona af hlíðarlínunni. Og eins ég segi þá gerði stuðningurinn frá stúkunni þetta alveg extra, extra fallegt að lokum“ sagði Davíð Smári, þjálfari Vestra, strax að leik loknum. Davíð þakkar góðum stuðningi aðdáenda liðsins og blaðamaður getur vottað fyrir kraftinn sem hann færði liðinu í dag. Vestri kom af mikilli ákefð inn í þennan leik, innan sem utan vallar og leiddu leikinn með einu marki þegar flautað var til fyrri hálfleiks. Í seinni hálfleik fór svo aðeins að halla undan fæti hjá þeim. „Við missum mann útaf og missum aðeins tökin þar. Varnarlega var "aggressionið", sérstaklega frá bakvörðunum okkar ekki nógu mikið og við stigum ekki alveg nógu vel upp á þá. Við komum bara ekki alveg nógu góðir til seinni hálfleiks og að endingu var bara pínu lukka með okkur í dag“ sagði Davíð um seinni hálfleikinn og þakkar lukkudísunum að hafa verið með sér í liði. Hann tekur það samt skýrt fram að betra liðið hafi farið áfram úr þessu einvígi. „Staðreyndin er bara sú að þetta er fjórði leikur okkar við Fjölni í sumar og þeir hafa ekki unnið okkur í einum leik. Án þess að ég sé að vera of "cocky" með mitt lið eða okkar frammistöður þá held ég að betri liðið hafi farið áfram.“ Markaskorari liðsins Vladimir Tufegdzic fór meiddur af velli á 71. mínútu. Meiðslin voru ekki alvarleg og hann verður líklega með liðinu í úrslitaleiknum gegn Aftureldingun, en það grípur þjálfarann engin örvænting ef hann missir af leiknum. „Það verður bara að koma í ljós. Hann var bæði ofboðslega þreyttur og svo lendir hann illa á hnakkanum og leið ekki vel þannig að við þurfum bara að sjá til með það. En við erum bara með leikmenn sem eru graðir í að hjálpa liðinu og koma inn á þannig að það eru engar áhyggjur ef hann er off.“ Vestri mætir sem áður segir Aftureldingu næstu helgi í úrslitaleik um sæti í Bestu deildinni á næsta tímabili. Þeir vonast til að nýta meðbyrinn og sigla sigrinum heim gegn Aftureldingu sem voru besta lið deildarinnar framan af tímabili en hefur dregið segl sín svolítið saman síðan þá. „Bara vel, alveg sama hvort sem það hefði verið Leiknir eða Afturelding. Það er ofboðslegur meðbyr með okkur, við höfum varla tapað leik síðan bara ég man ekki hvenær. Gott gengi og mikil trú á liðinu, það fleytir manni langt“ sagði Davíð Smári kokhraustur að lokum.
Íslenski boltinn Vestri Lengjudeild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Laugardalsvöllur bíður Vestra Vestri er á leiðinni í umspil á Laugardalsvelli um sæti í efstu deild að ári eftir 1-1 jafntefli gegn Fjölni í dag. Liðið mætir þar Aftureldingu sem lagði Leikni örugglega í dag, 3-0. 24. september 2023 16:12 Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Hóta að sniðganga NFL leiki vegna karlkyns klappstýra Sport Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Fótbolti Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Enski boltinn Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Dagskráin: Fyrsti þáttur af VARsjánni með Stefáni Árna og Alberti Sport Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Fótbolti Fleiri fréttir Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Sjá meira
Umfjöllun: Laugardalsvöllur bíður Vestra Vestri er á leiðinni í umspil á Laugardalsvelli um sæti í efstu deild að ári eftir 1-1 jafntefli gegn Fjölni í dag. Liðið mætir þar Aftureldingu sem lagði Leikni örugglega í dag, 3-0. 24. september 2023 16:12