„Ég mun líta í kringum mig og sjá Blikastuðningsmennina horfa aðeins á mig“ Smári Jökull Jónsson skrifar 24. september 2023 18:26 Daniej Dejan Djuric fagnar hér í leik með Víkingum. Vísir/Hulda Margrét Danijel Dejan Djuric leikmaður Víkinga var byrjaður að hlakka til að tryggja sér Íslandsbikarinn á Kópavogsvelli gegn Blikum á morgun. Svo verður ekki því titillinn er í höfn eftir jafntefli KR og Vals í dag. Valsmenn geta nú ekki lengur náð Víkingum á toppnum. „Hún er mjög skrýtin. Ég vissi hvernig þetta var fyrirfram og ég veit ekki alveg hvernig þetta er núna. Skrýtin er tilfinningin,“ sagði Danijel þegar Svava Kristín íþróttafréttakona ræddi við hann eftir að Íslandsmeistaratitillinn var í höfn. Liðsmenn Víkings söfnuðust saman á heimavelli sínum í Fossvoginum til að fylgjast með gangi mála. Ef Valsmenn hefðu unnið sigur í dag hefðu Víkingar fengið tækifæri til að tryggja sér titilinn á Kópavogsvelli á morgun þar sem liðið mætir Breiðabliki. Liðin hafa eldað grátt silfur síðustu misseri og Danijel oftar en ekki verið í sviðsljósinu en hann er uppalinn hjá Kópavogsliðinu. Var hann farinn að hlakka til leiksins á Kópavogsvelli á morgun? „Kannski meira mér en öðrum í liðinu. Ég horfði mikið í það að spila leikinn á morgun, kannski meira ég en aðrir í liðinu.“ „Þetta hefði verið geðveikur leikur. Það hefði kitlað mig meira en aðra. Þetta eru blendnar tilfinningar, maður vildi spila alvöru leik á morgun en síðan vildi maður líka verða Íslandmeistari. Þetta er mjög skrýtið, það er það eina sem ég get sagt.“ Danijel segir að það verði lítið mál að gíra Víkingsliðið upp í leikinn gegn Blikum á morgun þó svo að titillin sé í höfn. „Það verður ekkert mál. Breiðablik er alltaf eins og Breiðablik. Enginn vill tapa fyrir Breiðablik og það verður ekkert mál að gíra sig upp í leikinn á morgun.“ Klippa: Viðtal - Danijel Dejan Djuric Blikar munu væntanlega standa heiðursvörð þegar Víkingar ganga inn á völlinn á morgun. Danijel hlakkar til þeirrar stundar. „Ég get lofað ykkur að ég fer hægt út úr göngunum á morgun. Ég mun líta aðeins í kringum mig og sjá Blikastuðningsmennina horfa aðeins á mig. Þetta verður stund sem ég verð mjög stoltur af. Það eina sem ég segi er að hafa trú á sjálfum sér. Ég er Íslands- og bikarmeistari og ég hafði trú á sjálfum mér og þannig er þetta.“ „Einmitt það, stoltur Víkingur,“ sagði Danijel Dejan Djuric að lokum en allt viðtal Svövu Kristínar við hann má sjá hér fyrir ofan. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Fótbolti Fleiri fréttir Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Sjá meira
„Hún er mjög skrýtin. Ég vissi hvernig þetta var fyrirfram og ég veit ekki alveg hvernig þetta er núna. Skrýtin er tilfinningin,“ sagði Danijel þegar Svava Kristín íþróttafréttakona ræddi við hann eftir að Íslandsmeistaratitillinn var í höfn. Liðsmenn Víkings söfnuðust saman á heimavelli sínum í Fossvoginum til að fylgjast með gangi mála. Ef Valsmenn hefðu unnið sigur í dag hefðu Víkingar fengið tækifæri til að tryggja sér titilinn á Kópavogsvelli á morgun þar sem liðið mætir Breiðabliki. Liðin hafa eldað grátt silfur síðustu misseri og Danijel oftar en ekki verið í sviðsljósinu en hann er uppalinn hjá Kópavogsliðinu. Var hann farinn að hlakka til leiksins á Kópavogsvelli á morgun? „Kannski meira mér en öðrum í liðinu. Ég horfði mikið í það að spila leikinn á morgun, kannski meira ég en aðrir í liðinu.“ „Þetta hefði verið geðveikur leikur. Það hefði kitlað mig meira en aðra. Þetta eru blendnar tilfinningar, maður vildi spila alvöru leik á morgun en síðan vildi maður líka verða Íslandmeistari. Þetta er mjög skrýtið, það er það eina sem ég get sagt.“ Danijel segir að það verði lítið mál að gíra Víkingsliðið upp í leikinn gegn Blikum á morgun þó svo að titillin sé í höfn. „Það verður ekkert mál. Breiðablik er alltaf eins og Breiðablik. Enginn vill tapa fyrir Breiðablik og það verður ekkert mál að gíra sig upp í leikinn á morgun.“ Klippa: Viðtal - Danijel Dejan Djuric Blikar munu væntanlega standa heiðursvörð þegar Víkingar ganga inn á völlinn á morgun. Danijel hlakkar til þeirrar stundar. „Ég get lofað ykkur að ég fer hægt út úr göngunum á morgun. Ég mun líta aðeins í kringum mig og sjá Blikastuðningsmennina horfa aðeins á mig. Þetta verður stund sem ég verð mjög stoltur af. Það eina sem ég segi er að hafa trú á sjálfum sér. Ég er Íslands- og bikarmeistari og ég hafði trú á sjálfum mér og þannig er þetta.“ „Einmitt það, stoltur Víkingur,“ sagði Danijel Dejan Djuric að lokum en allt viðtal Svövu Kristínar við hann má sjá hér fyrir ofan.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Fótbolti Fleiri fréttir Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Sjá meira