Er siðferðislega í lagi að taka „instamyndir“ við minnisvarðann um helförina? Atli Ísleifsson skrifar 24. september 2023 21:56 Henry Alexander segir gagnrýnin á „instamyndirnar“ á stöðum sem þessum beinast að virðingarleysinu sem komi fram þegar fólk virðist ekki skilja táknrænt samhengi aðstæðna og umhverfis. Aðsend/Getty Images Reglulega blossa upp umræður í athugasemdakerfum samfélagsmiðla þar sem notandi birtir mynd af sér, uppstilltum, brosandi eða jafnvel með stút á vörunum við minnisvarða um hörmungar fyrri tíma. Þetta hefur verið sérstaklega áberandi í tengslum við hinn mikla minnisvarða um helförina í þýsku höfuðborginni Berlín og sýnist sitt hverjum. Aðspurður um hvort í það sé siðferðislega í lagi að birta sjálfur eða „instamyndir“ frá slíkum stöðum segir Henry Alexander Henrysson, stjórnarmaður í Siðfræðistofnun Háskóla Íslands, að hann sé á því að fólk verði þar að skilja að skilja táknrænt samhengi aðstæðna og umhverfis. Hann er á því að gagnrýni sem hafi oft komið fram á sumar sjálfsmyndatökur á stöðum líkt og við minnisvarðann um helförina í Berlín eigi við rök að styðjast og að oft megi hún vera býsna hörð. Almennt á því að við hneykslumst of mikið Henry Alexander segist almennt vera þeirrar skoðunar að við hneykslumst of mikið á því sem samborgarar okkar setji inn á samskiptamiðla sína. „Það er ekki langt síðan ég átti samræður við blaðamann Vísis um það sem ég kallaði „allsnægtamyndbirtingar“ hjá Íslendingum og varaði þá við að láta gagnrýni beinast um of að einstaklingum og einstaka myndbirtingum. Ég sá til dæmis núna fyrir skömmu lítinn tilgang í því að tefla fram siðferðilegum umvöndunartóni við stutt þyrluflug ungs fólks sem á von á sínu fyrsta barni. Til lengri tíma litið er ekki gott að blanda um of saman í samfélagsumræðunni smekkleysi og siðferðilegum brestum,“ segir Henry. Milljónir ferðamanna leggja leið sína að minnisvarðanum um helförina í Berlín á ári hverju. Getty Fólk kynni sér tengsl og samhengi aðstæðna Henry Alexander segist þó vera á annarri skoðun þegar kemur að gagnrýni á sjálfsmyndatökur á stöðum sem er ætlað að minna okkur á hörmungar og voðaverk, eða á stöðum þar sem umhverfis- eða samfélagslegar hörmungar hafa nýlega gengið yfir. „Vissulega eigum við alltaf að vera tilbúin að hlusta á afsökunarbeiðnir og gefa fólki tækifæri til að gangast við kæru- og hugsunarleysi, en ég held þó að gagnrýni sem hefur oft komið fram á sumar sjálfsmyndatökur eigi við rök að styðjast og oft megi hún vera býsna hörð. Það sem greinir slíkar myndatökur frá einföldum myndatökum eins og þeim að sýna hvað maður er kátur með nýja bílinn sinn er samhengið sem þær eru teknar í. Siðferðileg gagnrýni á sjálfsmyndatökur við minnismerki eins og það sem reist var í Berlín til að minnast helfararinnar beinist að því hvernig sá eða sú sem tekur myndina virðist ekki í tengslum við umhverfi sitt eða sögu. Grunnhugmyndin felst í því að okkur beri einhvers konar siðferðileg skylda til að kynna okkur tengsl og samhengi þeirrar aðstæðna sem við sækjumst eftir að koma okkur í,“ segir Henry Alexander. Hlutverk og skyldur ferðamannsins Henry Alexander segir að þessi umræða tengist svo inn í miklu stærri umræðu um hlutverk, réttindi og skyldur ferðamanna víða um heim. „Nýlega urðu miklar umræður eftir að íbúum Balí varð nóg boðið með hvers konar myndatökur fóru fram nálægt tré sem nýtur helgi á eyjunni. Konu var vísað úr landi eftir að hafa staðið ákaflega léttklædd ef ekki nakin hjá trénu og birt myndir af. Í grunninn er þetta hin klassíska spurning hvernig réttindi og skyldur speglast. Við búum við mikið, og í raun einstakt í sögu heimsins, ferðafrelsi. Hverju og einu okkar finnst það vera nokkurs konar réttur okkar að ferðast um og upplifa ótal staði sem við sjáum stöðugt myndefni af. En slíkum „rétti“ – ef hann er þá raunverulegur – hlýtur að fylgja sú skylda að setja sig inn í samhengi þess sem maður ætlar að upplifa,“ segir Henry. Peter Eisenman er hönnuður minnisvarðans sem stendur skammt frá Brandenborgarhliðinu. Verkið samanstendur af um 2.700 steinum, en framkvæmdum lauk við verkið árið 2004.Getty Felst ekki í að mæla stútinn á vörunum Henry Alexander segir að gagnrýni á sumar sjálfsmyndatöku við minnismerki Helfararinnar í Berlín felist því ekki í að mæla hversu mikinn stút viðkomandi hefur sett á varirnar. Né heldur að því að sjálfsmyndatökur séu hápunktur hégómans. „Gagnrýnin beinist að virðingarleysinu sem kemur fram þegar fólk virðist ekki skilja táknrænt samhengi aðstæðna og umhverfis. Viðbrögð okkar eiga ekki að vera þau að banna alfarið eða leggjast gegn myndatökum á staðnum. Slíkt væri heldur ekki gott því minnismerkjum er jú ætlað að vekja athygli á því sem hefur átt sér stað. Mögulega er svarið við þessu öllu að hluta til það að „gestgjafinn“ minni betur og ítarlegar gesti sína á hvers konar stað þau eru komin á með upplýsingagjöf og ábendingum. En ábyrgðin hlýtur alltaf að stærstum hluta að liggja hjá gestunum sjálfum. Mér ber alltaf skylda til að kynna mér samhengi og tengsl í þeim aðstæðum sem ég sjálfur sækist eftir að koma mér í,“ segir Henry Alexander. Samfélagsmiðlar Ljósmyndun Seinni heimsstyrjöldin Þýskaland Tengdar fréttir Spara eigi stóru orðin gagnvart fólki í allsnægtarfréttum Siðfræðingur segir að varla sé hægt að tala um aukna efnishyggju sem staðreynd í íslensku samfélagi. Fjölmiðlar skapi ákveðið gildismat með fréttaflutningi sínum. Mikilvægt sé að passa sig á að ganga ekki of harkalega með siðavöndinn og hneykslast. Hið versta sem gæti gerst sé að óbrúanleg gjá myndist milli fólks með ólíkt gildismat. 28. júlí 2023 16:00 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Aðspurður um hvort í það sé siðferðislega í lagi að birta sjálfur eða „instamyndir“ frá slíkum stöðum segir Henry Alexander Henrysson, stjórnarmaður í Siðfræðistofnun Háskóla Íslands, að hann sé á því að fólk verði þar að skilja að skilja táknrænt samhengi aðstæðna og umhverfis. Hann er á því að gagnrýni sem hafi oft komið fram á sumar sjálfsmyndatökur á stöðum líkt og við minnisvarðann um helförina í Berlín eigi við rök að styðjast og að oft megi hún vera býsna hörð. Almennt á því að við hneykslumst of mikið Henry Alexander segist almennt vera þeirrar skoðunar að við hneykslumst of mikið á því sem samborgarar okkar setji inn á samskiptamiðla sína. „Það er ekki langt síðan ég átti samræður við blaðamann Vísis um það sem ég kallaði „allsnægtamyndbirtingar“ hjá Íslendingum og varaði þá við að láta gagnrýni beinast um of að einstaklingum og einstaka myndbirtingum. Ég sá til dæmis núna fyrir skömmu lítinn tilgang í því að tefla fram siðferðilegum umvöndunartóni við stutt þyrluflug ungs fólks sem á von á sínu fyrsta barni. Til lengri tíma litið er ekki gott að blanda um of saman í samfélagsumræðunni smekkleysi og siðferðilegum brestum,“ segir Henry. Milljónir ferðamanna leggja leið sína að minnisvarðanum um helförina í Berlín á ári hverju. Getty Fólk kynni sér tengsl og samhengi aðstæðna Henry Alexander segist þó vera á annarri skoðun þegar kemur að gagnrýni á sjálfsmyndatökur á stöðum sem er ætlað að minna okkur á hörmungar og voðaverk, eða á stöðum þar sem umhverfis- eða samfélagslegar hörmungar hafa nýlega gengið yfir. „Vissulega eigum við alltaf að vera tilbúin að hlusta á afsökunarbeiðnir og gefa fólki tækifæri til að gangast við kæru- og hugsunarleysi, en ég held þó að gagnrýni sem hefur oft komið fram á sumar sjálfsmyndatökur eigi við rök að styðjast og oft megi hún vera býsna hörð. Það sem greinir slíkar myndatökur frá einföldum myndatökum eins og þeim að sýna hvað maður er kátur með nýja bílinn sinn er samhengið sem þær eru teknar í. Siðferðileg gagnrýni á sjálfsmyndatökur við minnismerki eins og það sem reist var í Berlín til að minnast helfararinnar beinist að því hvernig sá eða sú sem tekur myndina virðist ekki í tengslum við umhverfi sitt eða sögu. Grunnhugmyndin felst í því að okkur beri einhvers konar siðferðileg skylda til að kynna okkur tengsl og samhengi þeirrar aðstæðna sem við sækjumst eftir að koma okkur í,“ segir Henry Alexander. Hlutverk og skyldur ferðamannsins Henry Alexander segir að þessi umræða tengist svo inn í miklu stærri umræðu um hlutverk, réttindi og skyldur ferðamanna víða um heim. „Nýlega urðu miklar umræður eftir að íbúum Balí varð nóg boðið með hvers konar myndatökur fóru fram nálægt tré sem nýtur helgi á eyjunni. Konu var vísað úr landi eftir að hafa staðið ákaflega léttklædd ef ekki nakin hjá trénu og birt myndir af. Í grunninn er þetta hin klassíska spurning hvernig réttindi og skyldur speglast. Við búum við mikið, og í raun einstakt í sögu heimsins, ferðafrelsi. Hverju og einu okkar finnst það vera nokkurs konar réttur okkar að ferðast um og upplifa ótal staði sem við sjáum stöðugt myndefni af. En slíkum „rétti“ – ef hann er þá raunverulegur – hlýtur að fylgja sú skylda að setja sig inn í samhengi þess sem maður ætlar að upplifa,“ segir Henry. Peter Eisenman er hönnuður minnisvarðans sem stendur skammt frá Brandenborgarhliðinu. Verkið samanstendur af um 2.700 steinum, en framkvæmdum lauk við verkið árið 2004.Getty Felst ekki í að mæla stútinn á vörunum Henry Alexander segir að gagnrýni á sumar sjálfsmyndatöku við minnismerki Helfararinnar í Berlín felist því ekki í að mæla hversu mikinn stút viðkomandi hefur sett á varirnar. Né heldur að því að sjálfsmyndatökur séu hápunktur hégómans. „Gagnrýnin beinist að virðingarleysinu sem kemur fram þegar fólk virðist ekki skilja táknrænt samhengi aðstæðna og umhverfis. Viðbrögð okkar eiga ekki að vera þau að banna alfarið eða leggjast gegn myndatökum á staðnum. Slíkt væri heldur ekki gott því minnismerkjum er jú ætlað að vekja athygli á því sem hefur átt sér stað. Mögulega er svarið við þessu öllu að hluta til það að „gestgjafinn“ minni betur og ítarlegar gesti sína á hvers konar stað þau eru komin á með upplýsingagjöf og ábendingum. En ábyrgðin hlýtur alltaf að stærstum hluta að liggja hjá gestunum sjálfum. Mér ber alltaf skylda til að kynna mér samhengi og tengsl í þeim aðstæðum sem ég sjálfur sækist eftir að koma mér í,“ segir Henry Alexander.
Samfélagsmiðlar Ljósmyndun Seinni heimsstyrjöldin Þýskaland Tengdar fréttir Spara eigi stóru orðin gagnvart fólki í allsnægtarfréttum Siðfræðingur segir að varla sé hægt að tala um aukna efnishyggju sem staðreynd í íslensku samfélagi. Fjölmiðlar skapi ákveðið gildismat með fréttaflutningi sínum. Mikilvægt sé að passa sig á að ganga ekki of harkalega með siðavöndinn og hneykslast. Hið versta sem gæti gerst sé að óbrúanleg gjá myndist milli fólks með ólíkt gildismat. 28. júlí 2023 16:00 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Spara eigi stóru orðin gagnvart fólki í allsnægtarfréttum Siðfræðingur segir að varla sé hægt að tala um aukna efnishyggju sem staðreynd í íslensku samfélagi. Fjölmiðlar skapi ákveðið gildismat með fréttaflutningi sínum. Mikilvægt sé að passa sig á að ganga ekki of harkalega með siðavöndinn og hneykslast. Hið versta sem gæti gerst sé að óbrúanleg gjá myndist milli fólks með ólíkt gildismat. 28. júlí 2023 16:00