Bjóða aðstoð hersins eftir að 100 lögreglumenn leggja niður vopn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. september 2023 08:09 Lögregla virðist ósátt við að ákæra hafi verið gefin út eftir að óvopnaður borgari var skotinn til bana. epa/Andy Rain Breska varnarmálaráðuneytið hefur boðið löggæsluyfirvöldum í Lundúnum aðstoð hermanna eftir að fjöldi lögreglumanna í höfuðborginni skilaði inn skotvopnum sínum. Samkvæmt BBC eru vopnaðir lögreglumenn í borginni um það bil 2.500 en yfir hundrað hafa skilað inn skotvopnaleyfum sínum í mótmælaskyni eftir að lögreglumaður var ákærður fyrir að skjóta óvopnaðan mann til bana. Mark Rowley, yfirmaður Lundúnarlögreglunnar, hefur fagnað boðaðri rannsókn stjórnvalda á vopnaburði lögreglu og segir rétt að gera ríkar kröfur til lögreglu hvað þetta varðar. Hann segir regluverkið sem nú sé í gildi hins vegar grafa undan lögreglunni og að lögreglumenn þurfi að njóta aukinnar lagalegrar verndar. Umrætt atvik átti sér stað í september í fyrra en þá lést hinn 24 ára Chris Kaba eftir að lögreglumaður skaut á bifreið sem hann ók í Streatham í suðurhluta Lundúna. Kaba var byggingaverkamaður og tilvonandi faðir. Það kom seinna í ljós að umrædd bifreið, sem Kaba virðist hafa fengið lánaða, hafði verið tengd við lögreglumál frá deginum áður, þar sem skotvopn komu við sögu. Framgöngu lögreglu var harðlega mótmælt. Rowley hefur sagt að lögreglumenn þurfi að njóta nægrar verndar til að geta sinnt störfum sínum almennilega og að þegar upp komi atvik þar sem þeir hafa fari út fyrir mörk þurfi að ganga hraðar að rannsaka og gera upp mál. Innanríkisráðherrann Suella Braverman segir almenning reiða sig á vopnaða lögreglumenn til að tryggja öryggi þeirra og að umræddir lögreglumenn þurfi oft að taka ákvarðanir á augnabliki, við erfiðar kringumstæður. Hún segir lögregluna njóta fulls stuðnings ráðuneytisins. Lundúnarlögreglan hefur sagt að boð varnarmálaráðuneytisins verði aðeins þegið ef erfiðar aðstæður skapast og ljóst þyki að lögregla ráði ekki við ástandið. Eins og sakir standa njóti lögreglan í höfuðborginni stuðnings lögreglu í nágrannaumdæmum. Bretland Skotvopn Erlend sakamál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Samkvæmt BBC eru vopnaðir lögreglumenn í borginni um það bil 2.500 en yfir hundrað hafa skilað inn skotvopnaleyfum sínum í mótmælaskyni eftir að lögreglumaður var ákærður fyrir að skjóta óvopnaðan mann til bana. Mark Rowley, yfirmaður Lundúnarlögreglunnar, hefur fagnað boðaðri rannsókn stjórnvalda á vopnaburði lögreglu og segir rétt að gera ríkar kröfur til lögreglu hvað þetta varðar. Hann segir regluverkið sem nú sé í gildi hins vegar grafa undan lögreglunni og að lögreglumenn þurfi að njóta aukinnar lagalegrar verndar. Umrætt atvik átti sér stað í september í fyrra en þá lést hinn 24 ára Chris Kaba eftir að lögreglumaður skaut á bifreið sem hann ók í Streatham í suðurhluta Lundúna. Kaba var byggingaverkamaður og tilvonandi faðir. Það kom seinna í ljós að umrædd bifreið, sem Kaba virðist hafa fengið lánaða, hafði verið tengd við lögreglumál frá deginum áður, þar sem skotvopn komu við sögu. Framgöngu lögreglu var harðlega mótmælt. Rowley hefur sagt að lögreglumenn þurfi að njóta nægrar verndar til að geta sinnt störfum sínum almennilega og að þegar upp komi atvik þar sem þeir hafa fari út fyrir mörk þurfi að ganga hraðar að rannsaka og gera upp mál. Innanríkisráðherrann Suella Braverman segir almenning reiða sig á vopnaða lögreglumenn til að tryggja öryggi þeirra og að umræddir lögreglumenn þurfi oft að taka ákvarðanir á augnabliki, við erfiðar kringumstæður. Hún segir lögregluna njóta fulls stuðnings ráðuneytisins. Lundúnarlögreglan hefur sagt að boð varnarmálaráðuneytisins verði aðeins þegið ef erfiðar aðstæður skapast og ljóst þyki að lögregla ráði ekki við ástandið. Eins og sakir standa njóti lögreglan í höfuðborginni stuðnings lögreglu í nágrannaumdæmum.
Bretland Skotvopn Erlend sakamál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira