Frakkar hörfa frá Níger Samúel Karl Ólason skrifar 25. september 2023 09:04 Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segist hafa miklar áhyggjur af ástandinu á Sahel-svæðinu. AP/Christophe Ena Emmanuel Macron, forseti Frakklands, tilkynnti í gær að sendiherra Frakklands í Níger og allir hermenn landsins þar myndu snúa aftur heim fyrir lok þessa árs. Tveir mánuðir eru síðan herinn tók völdin í Níger og fangelsaði forsetann Mohamed Bazoum. Síðan þá hefur herforingjastjórnin krafist þess að Frakkar kalli allt sitt fólk aftur heim en Macron sagði þá að herforingjarnir hefðu ekki umboð til þess, þar sem valdarán þeirra væri ólöglegt. Macron tilkynnti svo í gær að Sylvain Itte, sendiherrann, og erindrekar Frakklands myndu fara aftur heim á næstu klukkutímum. Hermenn myndu svo fylgja eftir á næstu vikum og mánuðum og að engir franskir hermenn yrðu í landinu fyrir áramótin, samkvæmt frétt France24. Sjá einnig: Sendiherra Frakklands í Níger haldið í gíslingu valdaræningjanna Herforingjastjórnin í Níger sagði tilkynningu Macrons vera „nýtt skref í átt að fullveldi“ landsins. Macron segist hafa tekið þessa ákvörðun eftir að hafa rætt við Bazoum, sem er í stofufangelsi. Hann var kjörinn forseti árið 2021, í fyrstu friðsömu valdaskiptum Níger frá því landið hlaut sjálfstæði. Árásum fjölgar eftir valdarán Um 1.500 franskir hermenn eru í Níger þar sem þeir hafa verið að berjast gegn hryðjuverkahópum á Sahel-svæðinu svokallaða. Það er þurrt svæði suður af Sahara-eyðimörkinni og nær yfir þvera Afríku. Al-Qaeda, ISIS og fleiri hryðjuverkahópar hafa verið virkir á þessu svæði um árabil. Rúmlega þúsund bandarískir hermenn eru enn í Níger. Í bæði Búrkína Fasó og Malí sögðust herforingjar hafa tekið völdin vegna þess að þeir gætu barist betur gegn vígahópum á svæðinu. Ofbeldið hefur þá aukist í þeim löndum og árásum hryðjuverkamanna fjölgað. Macron sagði í yfirlýsingu sinni að svo virtist sem herforingjastjórnin í Níger hefði ekki lengur áhuga á að berjast gegn vígahópum. Sjá einnig: Sendir herforingjastjórn Níger tóninn AP fréttaveitan sagði frá því fyrir helgi að árásum vígamanna í Malí, nágrannaríki Níger, hefði fjölgað mjög á undanförnum vikum. Frá því friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna hefðu byrjað að hörfa frá norðurhluta landsins hefði fjöldi árása tvöfaldast og á einum mánuði hefðu rúmlega 150 manns fallið í árásum vígamanna. Þá er útlit fyrir að friðarsamkomulag milli hers Malí og uppreisnarmanna í norðurhluta landsins muni ekki halda. Sjá einnig: Tugir borgara féllu í árás hryðjuverkamanna í Malí Macron sagði í gær að hann hefði miklar áhyggjur af svæðinu. Herforingjastjórnir í Níger, Malí og Búrkína Fasó væru bandamenn óreiðu. Frakkland Níger Malí Búrkína Fasó Tengdar fréttir Hermenn handtóku forseta Gabon Hópur hermanna í Gabon segist hafa handsamað Ali Bongo, forseta landsins. Þrátt fyrir að Bongo hafi kallað eftir mótmælum vegna handtöku hans virðist sem íbúar landsins hafi tekið handtökunni fagnandi. 30. ágúst 2023 12:14 Óttast um heilsu nígerska forsetans Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna og Bandaríkjastjórn hafa lýst áhyggjum af heilsu og öryggi Mohameds Bazoum, forseta Nígers, sem hefur verið í stofufangelsi frá valdaráni hersins fyrir tveimur vikum. Honum er sagt haldið við ömurlegar aðstæður. 10. ágúst 2023 10:39 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Sjá meira
Síðan þá hefur herforingjastjórnin krafist þess að Frakkar kalli allt sitt fólk aftur heim en Macron sagði þá að herforingjarnir hefðu ekki umboð til þess, þar sem valdarán þeirra væri ólöglegt. Macron tilkynnti svo í gær að Sylvain Itte, sendiherrann, og erindrekar Frakklands myndu fara aftur heim á næstu klukkutímum. Hermenn myndu svo fylgja eftir á næstu vikum og mánuðum og að engir franskir hermenn yrðu í landinu fyrir áramótin, samkvæmt frétt France24. Sjá einnig: Sendiherra Frakklands í Níger haldið í gíslingu valdaræningjanna Herforingjastjórnin í Níger sagði tilkynningu Macrons vera „nýtt skref í átt að fullveldi“ landsins. Macron segist hafa tekið þessa ákvörðun eftir að hafa rætt við Bazoum, sem er í stofufangelsi. Hann var kjörinn forseti árið 2021, í fyrstu friðsömu valdaskiptum Níger frá því landið hlaut sjálfstæði. Árásum fjölgar eftir valdarán Um 1.500 franskir hermenn eru í Níger þar sem þeir hafa verið að berjast gegn hryðjuverkahópum á Sahel-svæðinu svokallaða. Það er þurrt svæði suður af Sahara-eyðimörkinni og nær yfir þvera Afríku. Al-Qaeda, ISIS og fleiri hryðjuverkahópar hafa verið virkir á þessu svæði um árabil. Rúmlega þúsund bandarískir hermenn eru enn í Níger. Í bæði Búrkína Fasó og Malí sögðust herforingjar hafa tekið völdin vegna þess að þeir gætu barist betur gegn vígahópum á svæðinu. Ofbeldið hefur þá aukist í þeim löndum og árásum hryðjuverkamanna fjölgað. Macron sagði í yfirlýsingu sinni að svo virtist sem herforingjastjórnin í Níger hefði ekki lengur áhuga á að berjast gegn vígahópum. Sjá einnig: Sendir herforingjastjórn Níger tóninn AP fréttaveitan sagði frá því fyrir helgi að árásum vígamanna í Malí, nágrannaríki Níger, hefði fjölgað mjög á undanförnum vikum. Frá því friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna hefðu byrjað að hörfa frá norðurhluta landsins hefði fjöldi árása tvöfaldast og á einum mánuði hefðu rúmlega 150 manns fallið í árásum vígamanna. Þá er útlit fyrir að friðarsamkomulag milli hers Malí og uppreisnarmanna í norðurhluta landsins muni ekki halda. Sjá einnig: Tugir borgara féllu í árás hryðjuverkamanna í Malí Macron sagði í gær að hann hefði miklar áhyggjur af svæðinu. Herforingjastjórnir í Níger, Malí og Búrkína Fasó væru bandamenn óreiðu.
Frakkland Níger Malí Búrkína Fasó Tengdar fréttir Hermenn handtóku forseta Gabon Hópur hermanna í Gabon segist hafa handsamað Ali Bongo, forseta landsins. Þrátt fyrir að Bongo hafi kallað eftir mótmælum vegna handtöku hans virðist sem íbúar landsins hafi tekið handtökunni fagnandi. 30. ágúst 2023 12:14 Óttast um heilsu nígerska forsetans Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna og Bandaríkjastjórn hafa lýst áhyggjum af heilsu og öryggi Mohameds Bazoum, forseta Nígers, sem hefur verið í stofufangelsi frá valdaráni hersins fyrir tveimur vikum. Honum er sagt haldið við ömurlegar aðstæður. 10. ágúst 2023 10:39 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Sjá meira
Hermenn handtóku forseta Gabon Hópur hermanna í Gabon segist hafa handsamað Ali Bongo, forseta landsins. Þrátt fyrir að Bongo hafi kallað eftir mótmælum vegna handtöku hans virðist sem íbúar landsins hafi tekið handtökunni fagnandi. 30. ágúst 2023 12:14
Óttast um heilsu nígerska forsetans Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna og Bandaríkjastjórn hafa lýst áhyggjum af heilsu og öryggi Mohameds Bazoum, forseta Nígers, sem hefur verið í stofufangelsi frá valdaráni hersins fyrir tveimur vikum. Honum er sagt haldið við ömurlegar aðstæður. 10. ágúst 2023 10:39