Gera má ráð fyrir úrkomu í öllum landshlutum fram á fimmtudag en uppsöfnuð úrkoma verður mest á Ströndum, annesjum á Norðurlandi og í grennd við jöklana á Suðurlandi. Spárnar gera ráð fyrir að það byrji að rigna í dag en að mesta úrkomuákefðin verði á morgun.

Gul veðurviðvörun tekur gildi á Breiðafirði og Vestfjörðum eldsnemma í fyrramálið og stendur fram til miðnættis annað kvöld. Norðaustan þrettán til tuttugu metrar á sekúndu með hvössum vindstrengjum, einkum við fjöll.