Meint kynferðisbrot Brand til rannsóknar hjá lögreglu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. september 2023 20:13 Rannsóknarlögreglan Scotland Yard hefur meint kynferðisbrot Russell Brand til rannsóknar. AP/James Manning Breska rannsóknarlögreglan Scotland Yard hefur nú til rannsóknar nokkrar ásakanir um kynferðisofbeldi á hendur grínistanum Russel Brand. Til rannsóknar eru bæði ásakanir um ofbeldi sem á að hafa átt sér stað á breskri grundu og annars staðar. Fram kemur í umfjöllun fréttastofu Sky að lögreglan hafi greint frá því að allar ásakanirnar, sem eru til rannsóknar, séu um brot sem áttu sér ekki stað nýlega. Í kjölfar umfjöllunar The Sunday Times og Channel 4 um meint brot Brands hafi lögreglunni borist fjöldi ásakana um brot sem eigi að hafa átt sér stað í Lundúnum. „Við höfum einnig fengið ásakanir á borð okkar um kynferðisbrot sem framin voru utan landsteinanna og munum taka þær til rannsóknar,“ er haft eftir Scotland Yard í umfjöllun Sky. Lögreglan greindi frá því síðastliðinn mánudag að henni hafi borist ásökun gegn Brand um kynferðisbrot, sem á að hafa átt sér stað árið 2003. Í kjölfarið hvatti lögreglan fleiri mögulega þolendur grínistans til að stíga fram. Brand birti á föstudagskvöld þriggja mínútna langt myndband á samfélagsmiðlum þar sem hann lýsti enn og aftur yfir sakleysi sínu og sagði síðastliðna viku verið „stórfurðulega og erfiða“. Hann talaði undir rós en bað aðdáendur sína um að „taka upplýsingum með fyrirvara“. Þá kvartaði hann einnig yfir fjölmiðlum, sagði þá spillta og minntist á svokallað „djúpríki“, sem er vinsælt hugtak meðal samsæriskenningasmiða. Óásættanleg vinnustaðahegðun Fjórar konur stigu fram 16. september síðastliðinn og sökuðu Brand um að hafa brotið á sér kynferðislega. Mikið hefur verið fjallað um málið í fjölmiðlum á Bretlandi og hafa breska ríkissjónvarpið, Chanel 4 og framleiðslufyrirtækið Banijay UK hafið rannsókn á Brand. Brand starfaði hjá öllum þremur vinnustöðum og hafa komið fram lýsingar af óásættanlegri vinnustaðahegðun hans. Til að mynda hafa The Times eftir heimildamanni að kvartið hafi verið til BBC vegna „ógnvekjandi yfirgangssemi og virðingaleysis“ Brand í garð annarra. Ásakanirnar ná yfir bæði nauðgun og kynferðisofbeldi sem á að hafa átt sér stað á árunum 2006 til 2013. Áður en ásakanirnar voru gerðar opinberar í fjölmiðlum birti Brand myndband á samfélagsmiðlum þar sem hann þvertók fyrir að hafa brotið af sér. Myndbandið vakti nokkra furðu þar sem enginn vissi hverju Brand væri að neita fyrr en nokkru síðar, þegar umfjöllun fjölmiðla um meint brot hans birtist. Bretland Kynferðisofbeldi Hollywood Mál Russell Brand Tengdar fréttir Russell Brand kærður til lögreglu Lögreglunni í Lundúnum hefur borist kæra gegn Russel Brand, breskum grínista. Kona kærði hann fyrir kynferðisbrot sem á að hafa átt sér stað í borginni árið 2003. Breskir fjölmiðlar birtu um helgina sögu fjögurra kvenna sem sökuðu hann um nauðgun, kynferðislega áreitni og andlegt ofbeldi yfir sjö ára tímabil, eða frá 2006 til 2013. 18. september 2023 16:14 Tjáir sig í fyrsta sinn eftir ásakanirnar Leikarinn Russell Brand segir síðastliðna viku hafa verið „stórfurðulega og erfiða.“ Fjórar konur stigu nýlega fram og sögðu hann hafa brotið á sér kynferðislega. Ein þeirra hefur kært hann fyrir kynferðisbrot. 22. september 2023 22:17 YouTube lokar á auglýsingar hjá Russell Brand YouTube hefur brugðist við þeim ásökunum um kynferðisofbeldi sem nú beinast að breska grínistanum, leikaranum og heilsugúrúnum Russell Brand með því að loka á auglýsingar á reikningum hans á YouTube. 19. september 2023 07:36 Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Sjá meira
Fram kemur í umfjöllun fréttastofu Sky að lögreglan hafi greint frá því að allar ásakanirnar, sem eru til rannsóknar, séu um brot sem áttu sér ekki stað nýlega. Í kjölfar umfjöllunar The Sunday Times og Channel 4 um meint brot Brands hafi lögreglunni borist fjöldi ásakana um brot sem eigi að hafa átt sér stað í Lundúnum. „Við höfum einnig fengið ásakanir á borð okkar um kynferðisbrot sem framin voru utan landsteinanna og munum taka þær til rannsóknar,“ er haft eftir Scotland Yard í umfjöllun Sky. Lögreglan greindi frá því síðastliðinn mánudag að henni hafi borist ásökun gegn Brand um kynferðisbrot, sem á að hafa átt sér stað árið 2003. Í kjölfarið hvatti lögreglan fleiri mögulega þolendur grínistans til að stíga fram. Brand birti á föstudagskvöld þriggja mínútna langt myndband á samfélagsmiðlum þar sem hann lýsti enn og aftur yfir sakleysi sínu og sagði síðastliðna viku verið „stórfurðulega og erfiða“. Hann talaði undir rós en bað aðdáendur sína um að „taka upplýsingum með fyrirvara“. Þá kvartaði hann einnig yfir fjölmiðlum, sagði þá spillta og minntist á svokallað „djúpríki“, sem er vinsælt hugtak meðal samsæriskenningasmiða. Óásættanleg vinnustaðahegðun Fjórar konur stigu fram 16. september síðastliðinn og sökuðu Brand um að hafa brotið á sér kynferðislega. Mikið hefur verið fjallað um málið í fjölmiðlum á Bretlandi og hafa breska ríkissjónvarpið, Chanel 4 og framleiðslufyrirtækið Banijay UK hafið rannsókn á Brand. Brand starfaði hjá öllum þremur vinnustöðum og hafa komið fram lýsingar af óásættanlegri vinnustaðahegðun hans. Til að mynda hafa The Times eftir heimildamanni að kvartið hafi verið til BBC vegna „ógnvekjandi yfirgangssemi og virðingaleysis“ Brand í garð annarra. Ásakanirnar ná yfir bæði nauðgun og kynferðisofbeldi sem á að hafa átt sér stað á árunum 2006 til 2013. Áður en ásakanirnar voru gerðar opinberar í fjölmiðlum birti Brand myndband á samfélagsmiðlum þar sem hann þvertók fyrir að hafa brotið af sér. Myndbandið vakti nokkra furðu þar sem enginn vissi hverju Brand væri að neita fyrr en nokkru síðar, þegar umfjöllun fjölmiðla um meint brot hans birtist.
Bretland Kynferðisofbeldi Hollywood Mál Russell Brand Tengdar fréttir Russell Brand kærður til lögreglu Lögreglunni í Lundúnum hefur borist kæra gegn Russel Brand, breskum grínista. Kona kærði hann fyrir kynferðisbrot sem á að hafa átt sér stað í borginni árið 2003. Breskir fjölmiðlar birtu um helgina sögu fjögurra kvenna sem sökuðu hann um nauðgun, kynferðislega áreitni og andlegt ofbeldi yfir sjö ára tímabil, eða frá 2006 til 2013. 18. september 2023 16:14 Tjáir sig í fyrsta sinn eftir ásakanirnar Leikarinn Russell Brand segir síðastliðna viku hafa verið „stórfurðulega og erfiða.“ Fjórar konur stigu nýlega fram og sögðu hann hafa brotið á sér kynferðislega. Ein þeirra hefur kært hann fyrir kynferðisbrot. 22. september 2023 22:17 YouTube lokar á auglýsingar hjá Russell Brand YouTube hefur brugðist við þeim ásökunum um kynferðisofbeldi sem nú beinast að breska grínistanum, leikaranum og heilsugúrúnum Russell Brand með því að loka á auglýsingar á reikningum hans á YouTube. 19. september 2023 07:36 Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Sjá meira
Russell Brand kærður til lögreglu Lögreglunni í Lundúnum hefur borist kæra gegn Russel Brand, breskum grínista. Kona kærði hann fyrir kynferðisbrot sem á að hafa átt sér stað í borginni árið 2003. Breskir fjölmiðlar birtu um helgina sögu fjögurra kvenna sem sökuðu hann um nauðgun, kynferðislega áreitni og andlegt ofbeldi yfir sjö ára tímabil, eða frá 2006 til 2013. 18. september 2023 16:14
Tjáir sig í fyrsta sinn eftir ásakanirnar Leikarinn Russell Brand segir síðastliðna viku hafa verið „stórfurðulega og erfiða.“ Fjórar konur stigu nýlega fram og sögðu hann hafa brotið á sér kynferðislega. Ein þeirra hefur kært hann fyrir kynferðisbrot. 22. september 2023 22:17
YouTube lokar á auglýsingar hjá Russell Brand YouTube hefur brugðist við þeim ásökunum um kynferðisofbeldi sem nú beinast að breska grínistanum, leikaranum og heilsugúrúnum Russell Brand með því að loka á auglýsingar á reikningum hans á YouTube. 19. september 2023 07:36