Segir erfitt að átta sig á hvað Bruce Willis geri sér grein fyrir Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 25. september 2023 23:25 Emma og Bruce Willis á góðri stundu. VCG/Getty Emma Heming Willis, frumkvöðull, fyrirsæta og eiginkona Bruce Willis, Hollywood leikara, segir erfitt að vita hvort að hann geri sér grein fyrir því að hann sé heilabilaður. Viðtal við Emmu má horfa á neðst í fréttinni. Þetta er í fyrsta skipti sem Emma tjáir sig um veikindi hans opinberlega. Fjölskylda hans greindi frá því í febrúar fyrr á árinu að hann væri með framheilabilun. Áður tilkynnti leikarinn í mars í fyrra að hann væri hættur að leika þar sem hann væri með málstol. „Ég er að kynnast því á eigin skinni hvað heilabilun er erfið. Hún er erfið fyrir manneskjuna sem greinist með hana, en hún er líka erfið fyrir fjölskylduna, þetta er fjölskyldusjúkdómur,“ segir Emma sem ræddi veikindi eiginmannsins í sjónvarpsþættinum Today á NBC sjónvarpsstöðinni. Emma og Bruce giftu sig árið 2009. Emma segir að fjölskyldan reyni að vera opinská með sjúkdóminn, bæði innan heimilisins og utan þess. Þau eiga saman tvær ungar dætur og þá átti Bruce fyrir þrjár uppkomnar dætur með Demi Moore, leikkonu. „Það var okkur mjög mikilvægt að ræða þetta við dætur okkar, af því að ég vil ekki að það fylgi þessu nein skömm,“ segir Emma. Hún segir eiginmann sinn hamingjusaman þrátt fyrir allt. „Hann er gjöf sem heldur áfram að gefa. Ástríkur. Þolinmóður. Sterkur. Það er svo mikið sem hann kennir mér og allri fjölskyldunni. Mér finnst ekki þægilegt að vera hér, þetta er ekki minn þægindahringur. Þetta er krafturinn sem ég hef frá Bruce.“ Hollywood Bandaríkin Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Julian McMahon látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Sjá meira
Þetta er í fyrsta skipti sem Emma tjáir sig um veikindi hans opinberlega. Fjölskylda hans greindi frá því í febrúar fyrr á árinu að hann væri með framheilabilun. Áður tilkynnti leikarinn í mars í fyrra að hann væri hættur að leika þar sem hann væri með málstol. „Ég er að kynnast því á eigin skinni hvað heilabilun er erfið. Hún er erfið fyrir manneskjuna sem greinist með hana, en hún er líka erfið fyrir fjölskylduna, þetta er fjölskyldusjúkdómur,“ segir Emma sem ræddi veikindi eiginmannsins í sjónvarpsþættinum Today á NBC sjónvarpsstöðinni. Emma og Bruce giftu sig árið 2009. Emma segir að fjölskyldan reyni að vera opinská með sjúkdóminn, bæði innan heimilisins og utan þess. Þau eiga saman tvær ungar dætur og þá átti Bruce fyrir þrjár uppkomnar dætur með Demi Moore, leikkonu. „Það var okkur mjög mikilvægt að ræða þetta við dætur okkar, af því að ég vil ekki að það fylgi þessu nein skömm,“ segir Emma. Hún segir eiginmann sinn hamingjusaman þrátt fyrir allt. „Hann er gjöf sem heldur áfram að gefa. Ástríkur. Þolinmóður. Sterkur. Það er svo mikið sem hann kennir mér og allri fjölskyldunni. Mér finnst ekki þægilegt að vera hér, þetta er ekki minn þægindahringur. Þetta er krafturinn sem ég hef frá Bruce.“
Hollywood Bandaríkin Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Julian McMahon látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Sjá meira